Mál númer 202210231
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Kynning á niðurstöðum starfshóps um tillögur og aðgerðaáætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samráði við bæjarráð og fræðslunefnd.
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. nóvember 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #414
Kynning á niðurstöðum starfshóps um tillögur og aðgerðaáætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samráði við bæjarráð og fræðslunefnd.
Lagt fram og kynnt. Fræðslunefnd leggur áherslu á að stöðug og jöfn uppbygging í starfsemi leikskóla haldi áfram í Mosfellsbæ og að bærinn kappkosti við að vera í fremstu röð þegar kemur að þjónustu, aðbúnaði og umgjörð fyrir nemendur og starfsfólk.
- 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu leikskóla ásamt tillögum.
Afgreiðsla 1557. fundar bæjarráðs samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1557
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu leikskóla ásamt tillögum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum tillögur starfshóps um uppbyggingu leikskóla í fyrirliggjandi minnisblaði. Fulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Bæjarráðsfulltrúar D lista ítreka tillögu sína um að farið verði sem fyrst í útboð og framkvæmdir við nýbyggingu 150 barna leikskóla í Helgafellshverfi, enda hönnun, teikningum og jarðvegsvinnu lokið við verkefnið.Lögð er áhersla á að byggingakostnaði verði haldið niðri eins og mögulegt er á byggingatíma í samstarfi við verktaka og hönnuði með það að markmiði að lækka byggingarkostnað, eins og góð reynsla er af í fyrri uppbyggingaverkum í Mosfellsbæ.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Kynning á nýstofnuðum starfshópi um uppbyggingu leikskólamála í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 412. fundar fræðslunefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Tillaga um skipan starfshóps sem falið verði að móta tillögur og aðgerðaráætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samræmi við tillögu að erindisbréfi.
Afgreiðsla 1552. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 19. október 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #412
Kynning á nýstofnuðum starfshópi um uppbyggingu leikskólamála í Mosfellsbæ
Lagt fram og kynnt.
- 13. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1552
Tillaga um skipan starfshóps sem falið verði að móta tillögur og aðgerðaráætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samræmi við tillögu að erindisbréfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að skipa starfshóp í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf, bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að skipan starfshópsins verði með eftirfarandi hætti: Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi B lista sem verði formaður, Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C lista og Dagný Kristinsdóttir bæjarfulltrúi L lista. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Leikskólamál í Mosfellsbæ eru með þeim bestu á landinu og langflest 12 mánaða börn fá dagvistunarúrræði í Mosfellsbæ.
Undanfarin ár hefur verið unnin góð vinna innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar að tryggja næg pláss á leikskólum Mosfellsbæjar og hefur ungbarnaplássum verið fjölgað mikið til að tryggja eins og kostur er að öll börn frá 12 mánaða aldri fái dagvistunar úrræði.Þessi vandaða vinna hefur skilað mjög góðum árangri. Mótaðar hafa verið tillögur og unnið eftir aðgerðaáætlun um uppbyggingu leikskóla í bæjarfélaginu með tilliti til fjölgun barna, breytingar gerðar á núverandi leikskólahúsnæði til þess að koma fyrir ungbarnadeildum og í bígerð er bygging 150 barna leikskóla í Helgafellshverfi.
Það er því engin ástæða að mati bæjarráðsfulltrúa D-lista að stofnastarfshóp um leikskólamál því þau eru nú þegar í föstu og góðu ferli í formi samstarfs starfsmanna sveitarfélagsins, fagaðila, starfsmanna leikskóla og kjörinna fulltrúa.
Bæjarráðsfulltrúar D-lista afþakka því setu í þessum starfshópi og skora á nýjan meirihluta að tefja ekki frekar uppbyggingu á nýjum leikskóla í Helgafelli heldur bjóða út verkið eins fljótt og auðið er eins og til stóð í byrjun sumars.
Bókun B, C og S lista:
Meirihluti B, S og C lista tekur undir að staðan í leikskólamálum Mosfellsbæjar er með því besta sem gerist og viljum við því tryggja að svo verði áfram til framtíðar.Með stofnun starfshópsins er verið að sameina á einn stað þá vinnu sem hefur átt sér stað og er markmiðið að vinna hratt og vel úr öllum fyrirliggjandi upplýsingum þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um uppbyggingu leikskólaplássa í Mosfellsbæ.
Sú staðreynd að uppbygging leikskólans í Helgafellshverfi stefnir að óbreyttu í að verða með dýrustu leikskólum landsins sýnir nauðsyn þess að staldrað sé við og málið skoðað frá öllum sjónarhornum.