24. maí 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Í upphafi fundar var samþykkt með 11 atkvæðum að taka nýtt mál á dagskrá fundarins, kosning í nefndir og ráð, sem verður mál nr. 8 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1579202305005F
Fundargerð 1579. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. 5. áfangi Helgafellshverfis - úthlutun lóða 202212063
Upplýsingar um tilboð í lóðir í fyrri hluta úthlutunar í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Ráðning leikskólastjóra Hlíð 2021 202105146
Heimild til að auglýsa starf leikskólastjóra Hlíðar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Umsókn Húsbyggingasjóðs Landssamtakanna Þroskahjálpar um stofnframlag 202002120
Tillaga um veitingu stofnframlags til Húsbyggingarsjóðs Þroskahjálpar til byggingar á búsetukjarna lögð fyrir til umræðu og samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Umsókn Brynju leigufélags um stofnframlag 202304054
Tillaga um veitingu stofnframlags til Brynju leigufélags vegna kaupa á tveimur íbúðum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Kvíslarskóli - gluggaskipti 1. og 2. hæð 202301560
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við Múr- og Málningarþjónustuna Höfn ehf um gluggaskipti í Kvíslarskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Óloknar framkvæmdir á Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ 202304268
Landsbankinn hf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um óloknar framkvæmdir á Leirvogstungumelum í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Lágafellsland - ósk um uppbyggingu á landi 202304013
Erindi frá Lágafellsbyggingum ehf, með ósk um að vinna við rammaskipulag og uppbyggingu lands við Lágafell muni hefjast án tafar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Sólvallaland - ósk um uppbyggingu á landi 202304055
Erindi Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F fasteignafélags varðandi uppbyggingu og deiliskipulag á 3-4 ha íbúðarsvæði í landi Akra og Sólvalla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.9. Vinnustofa Sveitarfélagaskólans 202305206
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á Vinnustofu Sveitarfélagaskólans á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer 22. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.10. Frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi 202305148
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Umsagnarfrestur er til 17. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.11. Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar. 202305236
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1580202305015F
Fundargerð 1580. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt 202210483
Tillaga að stjórnkerfisbreytingum og nýju skipuriti Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundarhlé hófst kl. 17:58. Fundur hófst aftur kl. 18:16
***
Tillaga L lista:
Vinir Mosfellsbæjar leggja til að afgreiðslu þessa liðar sé frestað og allir bæjarfulltrúar hittist á vinnufundi þar sem farið er yfir þessar tillögur, kosti- galla og mögulegar útfærslur aðrar. Ásamt því að fólk fái tækifæri til að spyrja spurninga.Þetta sé gert með það markmið að allir kjörnir fulltrúar greiði tillögunni atkvæði sitt og standi með bæjarstjóranum að breytingum á stjórnsýslu bæjarfélagsins.
Tillagan var felld með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista, bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni og fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar L og D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.***
Bókun D og L lista:
Bæjarfulltrúar D og L lista voru fylgjandi óháðri úttekt á stjórnsýslu Mosfellsbæjar og telja mikilvægt að rýna starfsemi bæjarins, meta hvað betur má fara og hvernig megi bæta þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins.Bæjarfulltrúar D og L lista hafa ekki komið að gerð tillagna um skipulagsbreytingar á stjórnsýslu og skipuriti Mosfellsbæjar sem liggja fyrir og eru byggðar á niðurstöðu úttektar Strategíu.
Í þeim 14 tillögum sem hér eru lagðar fram er lagt til nýtt skipurit fyrir Mosfellsbæ með miklum breytingum frá því sem nú er. Skipurit sem á að efla þjónustu sveitarfélagsins.
Breytingartillögurnar eru viðamiklar og útgjöld vegna þeirra óljós, en öruggt að kostnaður verður mikill. Það vekur sérstaka athygli að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar samþykkir að innleiða allar þær tillögur sem koma fram í skýrslu Strategíu, alls 74 tillögur og hlýtur það að vera einsdæmi í úttekt sem þessari.
Það hvort breytingarnar séu til þess fallnar að bæta þjónustuna, verklag, samhæfingu og starfsumhverfi starfsfólks Mosfellsbæjar er einnig óljóst.
Tillögurnar eiga líka að endurspegla áherslur sem koma fram í málefnasamningi meirihlutans, en bæjarfulltrúar D og L lista telja að breytingar í stjórnsýslu og á skipuriti bæjarins eigi að snúast um að hámarka gæði, hagkvæmni og skilvirkni þjónustu en ekki að snúast um málefnasamning meirihlutans, því meirihlutar koma og fara.
Bæjarfulltrúar D og L lista sitja hjá í afgreiðslu málsins.
***
Fundarhlé kl: 18:46. Fundur hófst aftur kl. 19:18
***
Bókun B, C og S lista:
Ráðgjafarfyrirtækið Strategía var í janúar 2023 fengið til að gera stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á stjórnsýslu bæjarins. Strategía hefur nú skilað ítarlegri úttektarskýrslu sem fjallar um rekstur og starfsemi Mosfellsbæjar.Á grundvelli skýrslunnar hefur nú verið lögð fram tillaga sem lýtur eingöngu að breyttu skipuriti Mosfellsbæjar og málum því tengt.
Skýrslan er umfangsmikil og vel unnin og í henni eru fjölmargar umbótatillögur eða alls 74 talsins. Haldið verður áfram að vinna úr þeim tillögum og tekin afstaða til þeirra eftir því sem vinnunni vindur fram. Gert er ráð fyrir að það verði gert í áföngum á næstu vikum og mánuðum.Leiðarljós við mótun skipulagsbreytinganna var að efla þjónustu við íbúa í takti við stækkandi sveitarfélag. Meirihluti B, S og C lista telur að nýtt skipurit gefi góða möguleika á að skilgreina og skerpa á áherslum varðandi stjórnarhætti, efla greiningar, áhættu- og árangursmat, samhæfa verkefni á milli sviða og deilda, fylgja eftir umbótum auk þess að nýta betur þá tækniþróun sem hefur orðið í samfélaginu og bæta aðbúnað starfsmanna.
Meirihluti B, S og C lista þakkar Strategíu fyrir fagleg störf og þeim stjórnendum, starfsmönnum og íbúum sem komið hafa að vinnunni fyrir sitt innlegg.
2.2. Reglur um fyrirkomulag ráðninga í stjórnarstöður - endurskoðun 202305559
Nýjar reglur um fyrirkomulag ráðninga í stjórnarstöður hjá Mosfellsbæ lagðar fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við afgreiðsluna.
2.3. Endurbætur leikskólalóða - Hlaðhamrar 202305228
Óskað er eftir að bæjaráð heimili útboð á endurnýjun leikskólalóðar Hlaðhamra
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 2023 202305270
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023. Bréfið er sent til að upplýsa sveitarfélög um áhersluatriðið EFS fyrir árið 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. GGG veitingar ehf, Bakkakot, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis 202305165
Frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingahús í flokki II (a), að Bakkakoti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ 202305240
Umsókn Hopp Reykjavík ehf. um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.7. Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna 202305115
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarstjórna lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1580. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 590202305001F
Fundargerð 590. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Suðurlandsvegur innan Mosfellsbæjar og Kópavogs - sameiginlegt deiliskipulag 202205199
Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14.04.2023, þar sem athugasemdir eru gerðar við framsett gögn nýs deiliskipulags Suðurlandsvegar sem samþykkt var á 584. fundi nefndarinnar.
Lögð eru fram til afgreiðslu uppfærð gögn, uppdrættir og greinargerð í samræmi við ábendingar og athugasemdir Skipulagsstofnunar. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa með svörum við athugasemdum Skipulagsstofnunar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalSkipulagsstofnun - Deiliskipulag Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að HólmsáFylgiskjalMinnisblað og samantekt um athugasemdir SkipulagsstofnunarFylgiskjalB101.pdfFylgiskjalB102.pdfFylgiskjalB103.pdfFylgiskjalB104.pdfFylgiskjal3094-200-SKY-001-V01_Greinargerð - Suðurlandsvegur_2023_02_02 - uppfærð greinargerð til samþykktar.pdf
3.2. Endurnýjun Kolviðarhólslínu 1 milli Kolviðarhóls og Geitháls - framkvæmdaleyfi 202305010
Borist hefur erindi frá Landsneti, dags. 28.04.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaða endurnýjun 220 kV háspennulínu innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar. Fram kemur í umsókn að um sé að ræða 17 km kafla á milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli og Geithálsi. Til stendur að skipta um 34 möstur af 45 og setja upp stálröramöstur í stað núverandi grindarmastra, ásamt því að skipta um 66 undirstöður, í samræmi við gögn.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Grenndarstöðvar í Mosfellsbæ 202302133
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar vísaði á 238. fundi sínum minnisblaði og áætlun um þéttingu grenndarstöðva í Mosfellsbæ til umfjöllunar skipulagsnefndar vegna deiliskipulagsvinnu við framfylgd áætlunarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Laxatunga 43 - deiliskipulagsbreyting 202304424
Borist hefur erindi frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. Sveinbjörns Gunnlaugssonar, dags. 25.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Laxatungu 43. Tillagan sýnir að byggja eigi bílskúr undir húsi með samliggjandi niðurkeyrslu að Laxatungu 41.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.5. Völuteigur 2 - deiliskipulagsbreyting 202304515
Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni arkitekt, f.h. Brimgarða ehf., dags. 26.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Völuteig 2. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar um 7 m til vesturs fyrir um 245 m² viðbyggingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.6. Engjavegur 22 - deiliskipulagsbreyting 202304349
Borist hefur erindi frá Falk Kruger arkitekt, f.h. Baldvins Más Frederiksen, dags. 19.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Engjaveg 22. Tillagan sýnir að auka eigi byggingarheimildir lóðar úr 220 m² í 360 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalEngjavegur 22_Bref skilmalabreyting 2023-04-19.pdfFylgiskjalEngjavegur 22_Fylgiskjal teikningar Minarc 2023-04-18.pdfFylgiskjalEngjavegur 22_Fylgiskjal umboð 2023-04-19.pdfFylgiskjalEngjavegur 22_Greinargerð 2023-04-19.pdfFylgiskjalErindi til skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa.pdfFylgiskjalSamantekt um stærðir húsa við Engjaveg
3.7. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202304122
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Agnarssyni, fyrir einnar hæðar 28,5 m² viðbyggingu parhúss að Greinibyggð 2, í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa á 497. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.8. Krókabyggð 10 - viðbygging 202304280
Borist hefur erindi frá Hilmi Þór Kolbeinssyni, dags. 17.04.2023, með ósk um byggingarheimild fyrir einnar hæðar viðbyggingu raðhúss að Krókabyggð 10, í samræmi við gögn. Ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.9. Óskotsvegur 12 - Úlfarsfellsland 125531 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202302182
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. Emilíu Blöndal, fyrir einnar hæðar, 6,14 m, 90.0 m² sumarhúsi við norðanvert Hafravatn á reit F503 L125531, í samræmi við gögn. Umsóknin er tekin til umfjöllunar skipulagsnefndar þar sem stærðir húss stangast á við gildandi deiliskipulag, samþykkt 11.08.2005, en rúmast innan aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.10. Óskotsvegur 14 - Úlfarsfellsland 204619 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202302181
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. Emilíu Blöndal, fyrir einnar hæðar, 6,14 m, 90.0 m² sumarhúsi við norðanvert Hafravatn á reit F503 L204619, í samræmi við gögn. Umsóknin er tekin til umfjöllunar skipulagsnefndar þar sem stærðir húss stangast á við gildandi deiliskipulag, samþykkt 11.08.2005, en rúmast innan aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.11. Staðfangabreytingar Háholts í Bjarkarholt 202302634
Lögð er fram til kynningar útsendar tilkynningar vegna staðfangabreytinga við Háholt/Bjarkarholt, í samræmi við ákvörðun á 451. fundi skipulagsnefndar þann 22.12.2017 og staðfestingu bæjarstjórnar þann 10.01.2018.
Hjálögð er athugasemd sem barst vegna áformanna frá Björgvini Jónssyni, f.h. Hengils ehf., móttekið þann 19.04.2023.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.12. Verndarsvæði í byggð - Álafosskvos 202011356
Arkitektarnir Gunnar Ágústsson og Sigurður Kolbeinsson hjá Yrki arkitektum kynna stöðu húsakönnuna fyrir Álafosskvos og fara yfir verkefni verndarsvæðis í byggð, í samræmi við ósk og afgreiðslu á 589. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 67 202305002F
Lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 496 202304010F
Lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 497 202304020F
Lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 498 202304027F
Lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 268202305011F
Fundargerð 268. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Bólið - innivist 202302137
Kynning á niðurstöðum rakaskimunar og fyrirhuguðum framkvæmdum í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Ból að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 268. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Samtökin 78 drög að samning. 202303053
Drög að samning kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 268. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum 201305172
Upplýsingar frá íþrótta og tómstundafélögum vegna 2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 268. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5. Menningar- og lýðræðisnefnd - 6202305009F
Fundargerð 6. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. 17. júní. Kynning á drögum að dagskrá. 202305203
Hilmar Gunnarsson kynnir drög að dagskrá 17. júní 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Jólaþorp í Mosfellsbæ 202304058
Umræður um jólaþorp í Mosfellsbæ og viðburði á aðventu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2023 202305204
Tillaga um að auglýst verði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar 201206254
Umræður um lýðræðisstefnu og gerð framkvæmdaáætlunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Okkar Mosó 202305205
Umræður um lýðræðisverkefnið Okkar Mosó.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Velferðarnefnd Mosfellsbæjar - 7202305014F
Fundargerð 7. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Sóltún heilbrigðisþjónusta - uppbyggingar- og þróunaráform 202303449
Fulltrúar Sóltúns öldrunarþjónustu koma á fund velferðarnefndar til að kynna starfsemi sem boðið er upp á. Sameiginlegur fundur með öldungaráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar velferðarnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 421202305018F
Fundargerð 421. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Klörusjóður 2023 202301225
Vinnufundur - úthlutun úr Klörusjóði 2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 421. fundar fræðslunefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
8. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga L- lista um breytingar á vara áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd og velferðarnefnd.
Í fræðslunefnd er lagt til að í stað Ásgerðar Ingu Stefánsdóttur, komi Þóranna Rósa Ólafsdóttir.
Í velferðarnefnd er lagt er til að vara áheyrnarfulltrúi í stað Olgu Stefánsdóttur verði Anna Kristín Scheving.
Ekki komu fram frekari tillögur og teljast þær því rétt kjörnar sem vara áheyrnarfulltrúar í fræðslunefnd og velferðarnefnd.
Fundargerðir til kynningar
9. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 33202305010F
Fundargerð 33. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Sóltún heilbrigðisþjónusta - uppbyggingar- og þróunaráform 202303449
Fulltrúar Sóltúns öldrunarþjónustu koma á fund öldungaráðs til að kynna starfsemi sem boðið er upp á. Sameiginlegur fundur með velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 33. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 498202305017F
Fundargerð 498. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Dalsgarður 123627 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202304121
Hákon Pétursson Dalsgarði sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús úr timbri á lóðinni Dalsgarður nr. L123627 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 46,7 m², 107,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 498. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Desjamýri 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108131
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 11 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér stækkun milligólfs í eignarhluta 01-0111. Stækkun:20,8 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 498. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Gerplustræti 25-29 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202304528
Húsfélag Gerplustrætis 25-27 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 25-27 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér útfærslu svalalokana. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 498. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202211363
Dagný Tómasdóttir Grenibyggð 22 sækja um leyfi til breytinga innra skipulags parhúss á lóðinni Grenibyggð nr. 22-24, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 498. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 117. fundar svæðisskipulagsnefndar202305713
Fundargerð 117. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 117. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH202305666
Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.
Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 41. eigendafundar Sorpu bs202305712
Fundargerð 41. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 41. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 828. fundi bæjarstjórnar.