Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. maí 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) forseti
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
  • Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með 11 at­kvæð­um að taka nýtt mál á dagskrá fund­ar­ins, kosn­ing í nefnd­ir og ráð, sem verð­ur mál nr. 8 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Fundargerð

  • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1579202305005F

    Fund­ar­gerð 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 1.1. 5. áfangi Helga­fells­hverf­is - út­hlut­un lóða 202212063

      Upp­lýs­ing­ar um til­boð í lóð­ir í fyrri hluta út­hlut­un­ar í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.2. Ráðn­ing leik­skóla­stjóra Hlíð 2021 202105146

      Heim­ild til að aug­lýsa starf leik­skóla­stjóra Hlíð­ar

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.3. Um­sókn Hús­bygg­inga­sjóðs Lands­sam­tak­anna Þroska­hjálp­ar um stofn­fram­lag 202002120

      Til­laga um veit­ingu stofn­fram­lags til Hús­bygg­ing­ar­sjóðs Þroska­hjálp­ar til bygg­ing­ar á bú­setukjarna lögð fyr­ir til um­ræðu og sam­þykkt­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.4. Um­sókn Brynju leigu­fé­lags um stofn­fram­lag 202304054

      Til­laga um veit­ingu stofn­fram­lags til Brynju leigu­fé­lags vegna kaupa á tveim­ur íbúð­um á grund­velli laga um al­menn­ar íbúð­ir nr. 52/2016.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.5. Kvísl­ar­skóli - glugga­skipti 1. og 2. hæð 202301560

      Óskað er heim­ild­ar bæj­ar­ráðs til að semja við Múr- og Máln­ing­ar­þjón­ust­una Höfn ehf um glugga­skipti í Kvísl­ar­skóla.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.6. Ólokn­ar fram­kvæmd­ir á Leir­vogstungu­mel­um í Mos­fells­bæ 202304268

      Lands­bank­inn hf. ósk­ar eft­ir við­ræð­um við Mos­fells­bæ um ólokn­ar fram­kvæmd­ir á Leir­vogstungu­mel­um í Mos­fells­bæ.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.7. Lága­fells­land - ósk um upp­bygg­ingu á landi 202304013

      Er­indi frá Lága­fells­bygg­ing­um ehf, með ósk um að vinna við ramma­skipu­lag og upp­bygg­ingu lands við Lága­fell muni hefjast án taf­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.8. Sól­valla­land - ósk um upp­bygg­ingu á landi 202304055

      Er­indi Sól­valla land­þró­un­ar­fé­lags ehf. og F fast­eigna­fé­lags varð­andi upp­bygg­ingu og deili­skipu­lag á 3-4 ha íbúð­ar­svæði í landi Akra og Sól­valla.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.9. Vinnu­stofa Sveit­ar­fé­laga­skól­ans 202305206

      Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vek­ur at­hygli á Vinnu­stofu Sveit­ar­fé­laga­skól­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem fram fer 22. maí nk.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.10. Frum­varp til laga um tíma­bundn­ar und­an­þág­ur frá skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­gjöf og skipu­lagi 202305148

      Frá nefnda- og grein­ing­ar­sviði Al­þing­is um­sagn­ar­beiðni um frum­varp til laga um tíma­bundn­ar und­an­þág­ur frá skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­gjöf og skipu­lagi. Um­sagn­ar­frest­ur er til 17. maí nk.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 1.11. Staða kjara­samn­ings­við­ræðna við Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar. 202305236

      Staða kjara­samn­ings­við­ræðna við Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæj­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1579. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1580202305015F

      Fund­ar­gerð 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 2.1. Stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt 202210483

        Til­laga að stjórn­kerf­is­breyt­ing­um og nýju skipu­riti Mos­fells­bæj­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Fund­ar­hlé hófst kl. 17:58. Fund­ur hófst aft­ur kl. 18:16

        ***

        Til­laga L lista:
        Vin­ir Mos­fells­bæj­ar leggja til að af­greiðslu þessa lið­ar sé frestað og all­ir bæj­ar­full­trú­ar hitt­ist á vinnufundi þar sem far­ið er yfir þess­ar til­lög­ur, kosti- galla og mögu­leg­ar út­færsl­ur að­r­ar. Ásamt því að fólk fái tæki­færi til að spyrja spurn­inga.

        Þetta sé gert með það markmið að all­ir kjörn­ir full­trú­ar greiði til­lög­unni at­kvæði sitt og standi með bæj­ar­stjór­an­um að breyt­ing­um á stjórn­sýslu bæj­ar­fé­lags­ins.

        Til­lag­an var felld með sex at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa B, C og S lista, bæj­ar­full­trúi L lista greiddi at­kvæði með til­lög­unni og fjór­ir bæj­ar­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

        ***
        Af­greiðsla 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar L og D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

        ***
        Bók­un D og L lista:
        Bæj­ar­full­trú­ar D og L lista voru fylgj­andi óháðri út­tekt á stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar og telja mik­il­vægt að rýna starf­semi bæj­ar­ins, meta hvað bet­ur má fara og hvern­ig megi bæta þjón­ustu og starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins.

        Bæj­ar­full­trú­ar D og L lista hafa ekki kom­ið að gerð til­lagna um skipu­lags­breyt­ing­ar á stjórn­sýslu og skipu­riti Mos­fells­bæj­ar sem liggja fyr­ir og eru byggð­ar á nið­ur­stöðu út­tekt­ar Strategíu.

        Í þeim 14 til­lög­um sem hér eru lagð­ar fram er lagt til nýtt skip­urit fyr­ir Mos­fells­bæ með mikl­um breyt­ing­um frá því sem nú er. Skip­urit sem á að efla þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins.

        Breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar eru viða­mikl­ar og út­gjöld vegna þeirra óljós, en ör­uggt að kostn­að­ur verð­ur mik­ill. Það vek­ur sér­staka at­hygli að meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar sam­þykk­ir að inn­leiða all­ar þær til­lög­ur sem koma fram í skýrslu Strategíu, alls 74 til­lög­ur og hlýt­ur það að vera eins­dæmi í út­tekt sem þess­ari.

        Það hvort breyt­ing­arn­ar séu til þess falln­ar að bæta þjón­ust­una, verklag, sam­hæf­ingu og starfs­um­hverfi starfs­fólks Mos­fells­bæj­ar er einn­ig óljóst.

        Til­lög­urn­ar eiga líka að end­ur­spegla áhersl­ur sem koma fram í mál­efna­samn­ingi meiri­hlut­ans, en bæj­ar­full­trú­ar D og L lista telja að breyt­ing­ar í stjórn­sýslu og á skipu­riti bæj­ar­ins eigi að snú­ast um að há­marka gæði, hag­kvæmni og skil­virkni þjón­ustu en ekki að snú­ast um mál­efna­samn­ing meiri­hlut­ans, því meiri­hlut­ar koma og fara.

        Bæj­ar­full­trú­ar D og L lista sitja hjá í af­greiðslu máls­ins.

        ***

        Fund­ar­hlé kl: 18:46. Fund­ur hófst aft­ur kl. 19:18

        ***
        Bók­un B, C og S lista:
        Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið Strategía var í janú­ar 2023 feng­ið til að gera stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt á stjórn­sýslu bæj­ar­ins. Strategía hef­ur nú skilað ít­ar­legri út­tekt­ar­skýrslu sem fjall­ar um rekst­ur og starf­semi Mos­fells­bæj­ar.

        Á grund­velli skýrsl­unn­ar hef­ur nú ver­ið lögð fram til­laga sem lýt­ur ein­göngu að breyttu skipu­riti Mos­fells­bæj­ar og mál­um því tengt.
        Skýrsl­an er um­fangs­mik­il og vel unn­in og í henni eru fjöl­marg­ar um­bóta­til­lög­ur eða alls 74 tals­ins. Hald­ið verð­ur áfram að vinna úr þeim til­lög­um og tekin af­staða til þeirra eft­ir því sem vinn­unni vind­ur fram. Gert er ráð fyr­ir að það verði gert í áföng­um á næstu vik­um og mán­uð­um.

        Leið­ar­ljós við mót­un skipu­lags­breyt­ing­anna var að efla þjón­ustu við íbúa í takti við stækk­andi sveit­ar­fé­lag. Meiri­hluti B, S og C lista tel­ur að nýtt skip­urit gefi góða mögu­leika á að skil­greina og skerpa á áhersl­um varð­andi stjórn­ar­hætti, efla grein­ing­ar, áhættu- og ár­ang­urs­mat, sam­hæfa verk­efni á milli sviða og deilda, fylgja eft­ir um­bót­um auk þess að nýta bet­ur þá tækni­þró­un sem hef­ur orð­ið í sam­fé­lag­inu og bæta að­bún­að starfs­manna.

        Meiri­hluti B, S og C lista þakk­ar Strategíu fyr­ir fag­leg störf og þeim stjórn­end­um, starfs­mönn­um og íbú­um sem kom­ið hafa að vinn­unni fyr­ir sitt inn­legg.

      • 2.2. Regl­ur um fyr­ir­komulag ráðn­inga í stjórn­ar­stöð­ur - end­ur­skoð­un 202305559

        Nýj­ar regl­ur um fyr­ir­komulag ráðn­inga í stjórn­ar­stöð­ur hjá Mos­fells­bæ lagð­ar fram til sam­þykkt­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar D og L lista sátu hjá við af­greiðsl­una.

      • 2.3. End­ur­bæt­ur leik­skóla­lóða - Hlað­hamr­ar 202305228

        Óskað er eft­ir að bæj­aráð heim­ili út­boð á end­ur­nýj­un leik­skóla­lóð­ar Hlað­hamra

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 2.4. Al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga 2023 202305270

        Bréf frá eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) til allra sveit­ar­fé­laga varð­andi al­mennt eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga á ár­inu 2023. Bréf­ið er sent til að upp­lýsa sveit­ar­fé­lög um áherslu­at­rið­ið EFS fyr­ir árið 2023.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 2.5. GGG veit­ing­ar ehf, Bakka­kot, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is 202305165

        Frá sýslu­mann­in­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu beiðni um um­sögn vegna um­sókn­ar um rekstr­ar­leyfi fyr­ir rekst­ur veit­inga­hús í flokki II (a), að Bakka­koti.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 2.6. Leyfi fyr­ir rekstri á stöðvalausri deili­leigu fyr­ir raf­skút­ur í Mos­fells­bæ 202305240

        Um­sókn Hopp Reykja­vík ehf. um leyfi fyr­ir rekstri á stöðvalausri deili­leigu fyr­ir raf­skút­ur í Mos­fells­bæ.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 2.7. Skipu­lag skóg­rækt­ar - ábyrgð sveit­ar­stjórna 202305115

        Er­indi frá Vin­um ís­lenskr­ar nátt­úru varð­andi skipu­lag skóg­rækt­ar og ábyrgð sveit­ar­stjórna lagt fram.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1580. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 3. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 590202305001F

        Fund­ar­gerð 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 3.1. Suð­ur­lands­veg­ur inn­an Mos­fells­bæj­ar og Kópa­vogs - sam­eig­in­legt deili­skipu­lag 202205199

          Lagt er fram til kynn­ing­ar bréf Skipu­lags­stofn­un­ar, dags. 14.04.2023, þar sem at­huga­semd­ir eru gerð­ar við fram­sett gögn nýs deili­skipu­lags Suð­ur­lands­veg­ar sem sam­þykkt var á 584. fundi nefnd­ar­inn­ar.
          Lögð eru fram til af­greiðslu upp­færð gögn, upp­drætt­ir og grein­ar­gerð í sam­ræmi við ábend­ing­ar og at­huga­semd­ir Skipu­lags­stofn­un­ar. Hjálagt er minn­is­blað skipu­lags­full­trúa með svör­um við at­huga­semd­um Skipu­lags­stofn­un­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.2. End­ur­nýj­un Kol­við­ar­hóls­línu 1 milli Kol­við­ar­hóls og Geit­háls - fram­kvæmda­leyfi 202305010

          Borist hef­ur er­indi frá Landsneti, dags. 28.04.2023, með ósk um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir fyr­ir­hug­aða end­ur­nýj­un 220 kV há­spennu­línu inn­an sveit­ar­fé­lags­marka Mos­fells­bæj­ar. Fram kem­ur í um­sókn að um sé að ræða 17 km kafla á milli tengi­virkj­anna á Kol­við­ar­hóli og Geit­hálsi. Til stend­ur að skipta um 34 möst­ur af 45 og setja upp stál­röra­möst­ur í stað nú­ver­andi grind­armastra, ásamt því að skipta um 66 und­ir­stöð­ur, í sam­ræmi við gögn.
          Nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­un­ar er að fyr­ir­hug­uð fram­kvæmd sé ekki lík­leg til að hafa í för með sér um­tals­verð um­hverf­isáhrif og væri því ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.3. Grennd­ar­stöðv­ar í Mos­fells­bæ 202302133

          Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar vís­aði á 238. fundi sín­um minn­is­blaði og áætlun um þétt­ingu grennd­ar­stöðva í Mos­fells­bæ til um­fjöll­un­ar skipu­lags­nefnd­ar vegna deili­skipu­lags­vinnu við fram­fylgd áætl­un­ar­inn­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.4. Laxa­tunga 43 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202304424

          Borist hef­ur er­indi frá Atla Jó­hanni Guð­björns­syni, f.h. Svein­björns Gunn­laugs­son­ar, dags. 25.04.2023, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Laxa­tungu 43. Til­lag­an sýn­ir að byggja eigi bíl­skúr und­ir húsi með samliggj­andi nið­ur­keyrslu að Laxa­tungu 41.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.5. Völu­teig­ur 2 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202304515

          Borist hef­ur er­indi frá Halli Krist­munds­syni arki­tekt, f.h. Brim­garða ehf., dags. 26.04.2023, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Völu­teig 2. Til­lag­an sýn­ir stækk­un bygg­ing­ar­reit­ar um 7 m til vest­urs fyr­ir um 245 m² við­bygg­ingu.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.6. Engja­veg­ur 22 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202304349

          Borist hef­ur er­indi frá Falk Kru­ger arki­tekt, f.h. Bald­vins Más Frederik­sen, dags. 19.04.2023, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Engja­veg 22. Til­lag­an sýn­ir að auka eigi bygg­ing­ar­heim­ild­ir lóð­ar úr 220 m² í 360 m².

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.7. Greni­byggð 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202304122

          Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Arn­ari Agn­ars­syni, fyr­ir einn­ar hæð­ar 28,5 m² við­bygg­ingu par­húss að Greini­byggð 2, í sam­ræmi við gögn. Um­sókn­inni var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar og skipu­lags­full­trúa á 497. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa þar sem ekki er í gildi fyr­ir hverf­ið deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.8. Króka­byggð 10 - við­bygg­ing 202304280

          Borist hef­ur er­indi frá Hilmi Þór Kol­beins­syni, dags. 17.04.2023, með ósk um bygg­ing­ar­heim­ild fyr­ir einn­ar hæð­ar við­bygg­ingu rað­húss að Króka­byggð 10, í sam­ræmi við gögn. Ekki er í gildi fyr­ir hverf­ið deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.9. Óskots­veg­ur 12 - Úlfars­fells­land 125531 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202302182

          Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Kristjáni Bjarna­syni, f.h. Em­ilíu Blön­dal, fyr­ir einn­ar hæð­ar, 6,14 m, 90.0 m² sum­ar­húsi við norð­an­vert Hafra­vatn á reit F503 L125531, í sam­ræmi við gögn. Um­sókn­in er tekin til um­fjöll­un­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem stærð­ir húss stang­ast á við gild­andi deili­skipu­lag, sam­þykkt 11.08.2005, en rúm­ast inn­an að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.10. Óskots­veg­ur 14 - Úlfars­fells­land 204619 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202302181

          Borist hef­ur um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Kristjáni Bjarna­syni, f.h. Em­ilíu Blön­dal, fyr­ir einn­ar hæð­ar, 6,14 m, 90.0 m² sum­ar­húsi við norð­an­vert Hafra­vatn á reit F503 L204619, í sam­ræmi við gögn. Um­sókn­in er tekin til um­fjöll­un­ar skipu­lags­nefnd­ar þar sem stærð­ir húss stang­ast á við gild­andi deili­skipu­lag, sam­þykkt 11.08.2005, en rúm­ast inn­an að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.11. Stað­fanga­breyt­ing­ar Há­holts í Bjark­ar­holt 202302634

          Lögð er fram til kynn­ing­ar út­send­ar til­kynn­ing­ar vegna stað­fanga­breyt­inga við Há­holt/Bjark­ar­holt, í sam­ræmi við ákvörð­un á 451. fundi skipu­lags­nefnd­ar þann 22.12.2017 og stað­fest­ingu bæj­ar­stjórn­ar þann 10.01.2018.
          Hjá­lögð er at­huga­semd sem barst vegna áformanna frá Björg­vini Jóns­syni, f.h. Hengils ehf., mót­tek­ið þann 19.04.2023.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.12. Vernd­ar­svæði í byggð - Ála­fosskvos 202011356

          Arki­tekt­arn­ir Gunn­ar Ág­ústs­son og Sig­urð­ur Kol­beins­son hjá Yrki arki­tekt­um kynna stöðu húsa­könn­una fyr­ir Ála­fosskvos og fara yfir verk­efni vernd­ar­svæð­is í byggð, í sam­ræmi við ósk og af­greiðslu á 589. fundi nefnd­ar­inn­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.13. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 67 202305002F

          Lagt fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 496 202304010F

          Lagt fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 497 202304020F

          Lagt fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 3.16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 498 202304027F

          Lagt fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 590. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 4. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 268202305011F

          Fund­ar­gerð 268. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 4.1. Ból­ið - inni­vist 202302137

            Kynn­ing á nið­ur­stöð­um raka­skimun­ar og fyr­ir­hug­uð­um fram­kvæmd­um í hús­næði fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar Ból að Varmá.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 268. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 4.2. Sam­tökin 78 drög að samn­ing. 202303053

            Drög að samn­ing kynnt.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 268. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 4.3. Upp­lýs­ing­ar frá íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög­um 201305172

            Upp­lýs­ing­ar frá íþrótta og tóm­stunda­fé­lög­um vegna 2022

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 268. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 5. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd - 6202305009F

            Fund­ar­gerð 6. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 5.1. 17. júní. Kynn­ing á drög­um að dagskrá. 202305203

              Hilm­ar Gunn­ars­son kynn­ir drög að dagskrá 17. júní 2023.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 5.2. Jóla­þorp í Mos­fells­bæ 202304058

              Um­ræð­ur um jóla­þorp í Mos­fells­bæ og við­burði á að­ventu.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 5.3. Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2023 202305204

              Til­laga um að aug­lýst verði eft­ir til­nefn­ing­um til bæj­arlista­manns Mos­fells­bæj­ar 2023.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 5.4. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar 201206254

              Um­ræð­ur um lýð­ræð­is­stefnu og gerð fram­kvæmda­áætl­un­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 5.5. Okk­ar Mosó 202305205

              Um­ræð­ur um lýð­ræð­is­verk­efn­ið Okk­ar Mosó.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

            • 6. Vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 7202305014F

              Fund­ar­gerð 7. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 6.1. Sóltún heil­brigð­is­þjón­usta - upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­áform 202303449

                Full­trú­ar Sól­túns öldrun­ar­þjón­ustu koma á fund vel­ferð­ar­nefnd­ar til að kynna starf­semi sem boð­ið er upp á. Sam­eig­in­leg­ur fund­ur með öld­unga­ráði.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 7. fund­ar vel­ferð­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

              • 7. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 421202305018F

                Fund­ar­gerð 421. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                Almenn erindi

                • 8. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð202205456

                  Tillaga L- lista um breytingar á vara áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd og velferðarnefnd.

                  Í fræðslu­nefnd er lagt til að í stað Ás­gerð­ar Ingu Stef­áns­dótt­ur, komi Þór­anna Rósa Ólafs­dótt­ir.

                  Í vel­ferð­ar­nefnd er lagt er til að vara áheyrn­ar­full­trúi í stað Olgu Stef­áns­dótt­ur verði Anna Kristín Scheving.

                  Ekki komu fram frek­ari til­lög­ur og teljast þær því rétt kjörn­ar sem vara áheyrn­ar­full­trú­ar í fræðslu­nefnd og vel­ferð­ar­nefnd.

                  Fundargerðir til kynningar

                  • 9. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar - 33202305010F

                    Fund­ar­gerð 33. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                    • 9.1. Sóltún heil­brigð­is­þjón­usta - upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­áform 202303449

                      Full­trú­ar Sól­túns öldrun­ar­þjón­ustu koma á fund öld­unga­ráðs til að kynna starf­semi sem boð­ið er upp á. Sam­eig­in­leg­ur fund­ur með vel­ferð­ar­nefnd.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 33. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 498202305017F

                      Fund­ar­gerð 498. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                      • 10.1. Dals­garð­ur 123627 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202304121

                        Há­kon Pét­urs­son Dals­garði sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús úr timbri á lóð­inni Dals­garð­ur nr. L123627 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: Íbúð 46,7 m², 107,4 m³.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 498. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 10.2. Desja­mýri 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108131

                        HDE ehf. Þórð­ar­sveig 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 11 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér stækk­un milli­gólfs í eign­ar­hluta 01-0111. Stækk­un:20,8 m².

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 498. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 10.3. Gerplustræti 25-29 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202304528

                        Hús­fé­lag Gerplustræt­is 25-27 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Gerplustræti nr. 25-27 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér út­færslu svala­lok­ana. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 498. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 10.4. Greni­byggð 22-24 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202211363

                        Dagný Tóm­as­dótt­ir Greni­byggð 22 sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags par­húss á lóð­inni Greni­byggð nr. 22-24, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 498. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 11. Fund­ar­gerð 117. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar202305713

                        Fundargerð 117. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.

                        Fund­ar­gerð 117. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 12. Fund­ar­gerð 557. fund­ar stjórn­ar SSH202305666

                        Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.

                        Fund­ar­gerð 557. fund­ar stjórn­ar SSH lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 13. Fund­ar­gerð 41. eig­enda­fund­ar Sorpu bs202305712

                        Fundargerð 41. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.

                        Fund­ar­gerð 41. eig­enda­fund­ar Sorpu bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 828. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:39