Mál númer 202304424
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Borist hefur erindi frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. Sveinbjörns Gunnlaugssonar, dags. 25.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Laxatungu 43. Tillagan sýnir að byggja eigi bílskúr undir húsi með samliggjandi niðurkeyrslu að Laxatungu 41.
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #590
Borist hefur erindi frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. Sveinbjörns Gunnlaugssonar, dags. 25.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Laxatungu 43. Tillagan sýnir að byggja eigi bílskúr undir húsi með samliggjandi niðurkeyrslu að Laxatungu 41.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsreglugerð nr.90/2013 og fyrirliggjandi gögnum. Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húss tekur breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni og er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.