Mál númer 202305236
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1583. fundar bæjarráðs samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Áhrif verkfalla BSRB á leik- og grunnskólastarf í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 422. fundar fræðslunefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1583
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Verkföll félagsfólks í Starfsmannfélagi Mosfellsbæjar sem starfa á leikskólum og bæjarskrifstofum hófst 5. júní sl. og gildir til 5. júlí nk. Sama dag tók gildi ótímabundið verkfall í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar auk vinnustöðvunar félagsfólks sem starfar í þjónustustöð Mosfellsbæjar en það gildir til og með 17. júní nk.
Áhrif verkfallana eru þau að íþróttamannvirki og sundlaugar eru lokaðar í verkfallsaðgerðum. Þá er þjónustuver Mosfellsbæjar lokað en fylgst er með innkomnum erindum sem berast á mos@mos.is. Skerðing á þjónustu leikskóla er með svipuðum hætti og verið hefur frá upphafi verkfallsaðgerða.
Bæjarráð Mosfellsbæjar ítrekar áhyggjur sínar af því að ekki hafi tekist samningar milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaga. Bæjarráð hvetur samningsaðila til að gera sitt ítrasta til að samningar náist sem allra fyrst. Verkfallið sem nú stendur yfir hefur nú þegar haft ómæld áhrif á starfsemi sveitarfélagsins og fjölskyldur í bænum og brýnt að samningsaðilar finni lausn eins fljótt og unnt er.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1581. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Upplýsingar veittar um stöðu kjaraviðræðna við starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1582. fundar bæjarráðs samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. júní 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #422
Áhrif verkfalla BSRB á leik- og grunnskólastarf í Mosfellsbæ
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar harmar þá stöðu sem kjarasamningsviðræður milli Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaganna og BSRB eru komnar í. Nefndin lýsir yfir miklum áhyggjum af áhrifum allsherjarverkfalls á fjölskyldur ungra barna sérstaklega og biðlar til samningsaðila að ganga frá samningum sem allra fyrst svo starfsemin komist í eðlilegt horf.
- 1. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1582
Upplýsingar veittar um stöðu kjaraviðræðna við starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir áhrifum verkfallsaðgerða á starfsemi Mosfellsbæjar. Mánudaginn 5. júní nk. tekur gildi vinnustöðvun félagsfólks í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar sem starfa á leikskólum og á bæjarskrifstofum og gildir til 5. júlí nk. Ótímabundin vinnustöðvun tekur gildi 5. júní nk. í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar auk þess sem vinnustöðvun félagsfólks sem starfar í þjónustustöð tekur gildi 5. júní og gildir til og með 17. júní nk.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir miklum áhyggjum af því að enn hafi ekki tekist samningar milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaganna. Bæjarráð hvetur samningsaðila til að gera sitt ýtrasta til að samningar náist sem allra fyrst. Verkfallið sem nú stendur yfir hefur nú þegar haft ómæld áhrif á starfsemi sveitarfélagsins og fjölskyldur í bænum og brýnt að samningsaðilar finni lausn áður en allsherjarverkfall skellur á í næstu viku.
- 25. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1581
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Farið yfir stöðu kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar. Lögð fram tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar um verkföll. Í tilkynningunni kemur fram að samþykkt hefur verið verkfallsboðun á leikskólum, á bæjarskrifstofum, íþróttamannvirkjum, sundlaugum og þjónustustöð.
Verkfall hjá félagsfólki sem starfar í leikskólum Mosfellsbæjar og á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar er boðað frá og með mánudeginum 5. júní til og með miðvikudagsins 5. júlí 2023.
Hjá félagsfólki sem starfar í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar er boðað ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 5. júní 2023.
Hjá félagsfólki sem starfar í Þjónustustöð Mosfellsbæjar frá og með mánudeginum 5. júní til og með laugardagsins 17. júní 2023.
Tímabundin vinnustöðvun félagsmanna í Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar sem starfa í leikskólum heldur áfram í þessari viku. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi leikskóla í bænum en í næstu viku verða þrír leikskólar lokaðir í einn heilan dag og tvo hálfa daga auk þess sem starfsemi verður skert í fimm leikskólum til viðbótar.
Bæjarstjóri skýrði frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi haldið reglulega upplýsingafundi með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna um stöðu mála.
Bæjarráð hefur þungar áhyggjur af stöðunni og vonast eftir því að aðilar nái saman sem allra fyrst.
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1579
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Samningar í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Mosfellsbæjar, við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar hafa ekki náðst. Upplýst var að fyrstu verkfallsaðgerðir sem boðaðar hafa verið að muni hefjast 15. maí nk.