Mál númer 202212063
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Tillaga um úthlutun lóða í fyrri hluta úthlutunar við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Afgreiðsla 1586. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Tillaga um úthlutun lóða í fyrri hluta úthlutunar við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum úthlutun lóða í fyrri hluta úthlutunar við Úugötu gegn greiðslu þeirra fjárhæða sem fram koma í tilboðum tilboðsgjafa. Að þeim greiddum er bæjarlögmanni falið að gera lóðaleigusamninga við viðkomandi aðila.
Úthlutun verði sem hér segir:
Úugötu 2-4 verði úthlutað til Ölmu íbúðafélags hf. (kr. 271.100.000,-)
Eftirtöldum lóðum verði úthlutað til Gerðar ehf:
Úugata 6-8 (kr. 266.100.000,-)
Úugata 3-9 (kr. 81.600.000,-)
Úugata 11-15 (kr. 61.200.000,-)
Úugata 17-21 (kr. 61.200.000,-)Eftirtöldum lóðum verði úthlutað til Pálsson apartments ehf:
Úugata 14-18 (kr. 61.200.000,-)
Úugata 20-24 (kr. 61.200.000,-)Úugötu 26-32 verði úthlutað til Umbrella ehf að uppfylltum skilyrðum úthlutunarskilmála um hæfi tilboðsgjafa (kr. 87.360.000,-)
Úugötu 34-40 verði úthlutað til Landslagna ehf. (kr. 92.254.555,-)
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Upplýsingar um tilboð í lóðir í fyrri hluta úthlutunar í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1579
Upplýsingar um tilboð í lóðir í fyrri hluta úthlutunar í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Upplýsingar veittar um tilboð sem bárust í lóðir við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis. Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar þeim áhuga sem er á uppbyggingu í Mosfellsbæ.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Tillaga um fyrri úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Afgreiðsla 1572. fundar bæjarráðs samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1572
Tillaga um fyrri úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrri úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra. Jafnframt samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að úthluta lóðunum Úugötu 10-12 til Bjargs Íbúðafélags og Úugötu 1 til Þroskahjálpar.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista fagna útboði lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis sem hefur dregist af ýmsum ástæðum. Það hefði samt verið skynsamlegt og betra að okkar mati að bjóða út allar lóðirnar í einu lagi þó að þær verði tilbúnar á mismunandi tíma vegna vinnu við gatnagerð.Bókun B, C og S lista:
Fulltrúar B, S og C lista þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir ítarlega og góða vinnu við undirbúning úthlutunar í 5. áfanga Helgafellshverfisins. Það er ánægjulegt að komið sé að úthlutun en vissulega hefur gatnagerð orðið flóknari og tekið lengri tíma en vonir stóðu til.Það er mat okkar að fengnu áliti starfsfólks og sérfræðinga að skynsamlegt sé að skipta úthlutuninni í tvo hluta enda er ósennilegt að sömu aðilar muni sækjast eftir lóðum í þessum tveimur hlutum, þ.e. annars vegar lóðir fyrir rað- og fjölbýlishús og hins vegar lóðir fyrir einbýlis- og parhús.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Afgreiðsla 1561. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1561
Upplýsingar um lóðir sem fyrirhugað er að úthluta í 5. áfanga Helgafellshverfis.
Upplýsingar og umræða um þær lóðir sem fyrirhugað er að úthluta í 5. áfanga Helgafellshverfis.