Mál númer 202304122
- 16. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #606
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 72. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Grenibyggðar 2, í samræmi við gögn unnin af Mannvirkjameistaranum ehf dags. 02.11.2023. Um er að ræða 28,5 m² viðbyggingu. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa að Grenibyggð 2, 4 og Furubyggð 16. Athugasemdafrestur var frá 13.11.2023 til og með 13.12.2023. Engar athugasemdir bárust.
Lagt fram.
- 13. febrúar 2024
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #74
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 72. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Grenibyggðar 2, í samræmi við gögn unnin af Mannvirkjameistaranum ehf dags. 02.11.2023. Um er að ræða 28,5 m² viðbyggingu. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa að Grenibyggð 2, 4 og Furubyggð 16. Athugasemdafrestur var frá 13.11.2023 til og með 13.12.2023. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við kynnt áform, með vísan í 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, teljast áformin samþykkt.
Eigandi þarf að hafa samráð við Mosfellsveitur er varðar lagnir undir áætlaðri viðbyggingu, þar sem ekki má byggja yfir þær nema steyptur sé stokkur utan um þær eða þær færðar til, að því loknu er byggingarfulltrúa heimilt að afgreiða erindi og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum. - 17. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #601
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Stefáni Þ Ingólfssyni f.h. Arnars Agnarssonar, fyrir viðbyggingu við endagafl parhúss að Grenibyggð 2, í samræmi við gögn. Viðbyggingin er 28,5 m² og í henni eru tvö íbúðarherbergi ásamt tengigangi. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Erindinu var vísað til umsagnar á 497. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Skipulagsnefnd samþykkti á 595. fundi sínum leiðbeiningar um stækkanir húsa í hverfinu, erindið hefur verið rýnt í samræmi við þær.
Lagt fram.
- 6. nóvember 2023
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #72
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Stefáni Þ Ingólfssyni f.h. Arnars Agnarssonar, fyrir viðbyggingu við endagafl parhúss að Grenibyggð 2, í samræmi við gögn. Viðbyggingin er 28,5 m² og í henni eru tvö íbúðarherbergi ásamt tengigangi. Kvöð er á lóð er varðar lagnir og hafa þarf samráð við Mosfellsveitur áður en farið er í framkvæmdir. Erindinu var vísað til umsagnar á 497. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Skipulagsnefnd samþykkti á 595. fundi sínum leiðbeiningar um stækkanir húsa í hverfinu, erindið hefur verið rýnt í samræmi við þær.
Þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 samþykkir skipulagsfulltrúi, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, að byggingarleyfisumsóknin skuli grenndarkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og eigendum húsa að Grenibyggð 4 og Furubyggð 16 til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 590. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Afgreiðsla 595. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #595
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 590. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað og umsögn umhverfissviðs samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum tillögur að leiðbeinandi skilmálum um viðbyggingar við Grenibyggð, Furubyggð, Krókabyggð og Lindarbyggð. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa málsaðila um fyrirliggjandi leiðbeiningar, auk þess að rýna og meta teikningar.
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Agnarssyni, fyrir einnar hæðar 28,5 m² viðbyggingu parhúss að Greinibyggð 2, í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa á 497. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #590
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Agnarssyni, fyrir einnar hæðar 28,5 m² viðbyggingu parhúss að Greinibyggð 2, í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa á 497. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Erindi og tillögu er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna áhrifa á ásýnd og fordæmi sem breytingin geti haft á hverfið.
Samþykkt með fimmm atkvæðum. - 11. maí 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #590
Arnar Agnarsson Grenibyggð 2 sækir um leyfi til að byggja við parhús á einni hæð á lóðinni Grenibyggð nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 28,5 m², 71,25 m³.
Lagt fram.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Arnar Agnarsson Grenibyggð 2 sækir um leyfi til að byggja við parhús á einni hæð á lóðinni Grenibyggð nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 28,5 m², 71,25 m³.
Afgreiðsla 497. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 826. fundi bæjarstjórnar.
- 21. apríl 2023
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #497
Arnar Agnarsson Grenibyggð 2 sækir um leyfi til að byggja við parhús á einni hæð á lóðinni Grenibyggð nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 28,5 m², 71,25 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.