Mál númer 202301560
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Lögð fram tillaga um flýtingu framkvæmda innanhúss á yfirstandandi fjárhagsári með það að markmiði að lágmarka rask á skólastarf Kvíslarskóla á komandi misserum. Framvinduskýrsla verksins var einnig lögð fram til kynningar auk þess sem deildarstjóri nýframkvæmda gerði grein fyrir framvindu verksins.
Afgreiðsla 1597. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1597
Lögð fram tillaga um flýtingu framkvæmda innanhúss á yfirstandandi fjárhagsári með það að markmiði að lágmarka rask á skólastarf Kvíslarskóla á komandi misserum. Framvinduskýrsla verksins var einnig lögð fram til kynningar auk þess sem deildarstjóri nýframkvæmda gerði grein fyrir framvindu verksins.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umhverfissviði að flýta framkvæmdum innanhúss í Kvíslarskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Kynning á stöðu endurinnréttingar 1. hæðar Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 1589. fundar bæjarráðs samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. ágúst 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1589
Kynning á stöðu endurinnréttingar 1. hæðar Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynnti stöðu framkvæmda í Kvíslarskóla. Fyrir liggur að tafir hafa orðið á verklokum og er áætlað að mötuneyti og kennslustofur verði tilbúnar 10. október nk. Búið er að skipuleggja starfsemi skólans í samræmi við stöðu framkvæmda og verða nemendur, forráðamenn og starfsmenn upplýstir vel um stöðu mála.
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við Múr- og Málningarþjónustuna Höfn ehf um gluggaskipti í Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1579
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við Múr- og Málningarþjónustuna Höfn ehf um gluggaskipti í Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við, Múr- og Málningarþjónustuna Höfn ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við E. Sigurðsson ehf. um innréttingu 1. hæðar Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1576
Óskað er heimildar bæjarráðs til að semja við E. Sigurðsson ehf. um innréttingu 1. hæðar Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, E. Sigurðsson ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.