Mál númer 202304515
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Skipulagsnefnd samþykkti á 590. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar byggingarreitar að Völuteig 2. Breytingin felur í sér stækkun byggingareits um 7 m til vesturs, heimilar nýbyggingu allt að 245 m² og að nýtingarhlutfallið verði aukið úr 0,45 í 0,5. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.
Afgreiðsla 594. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #594
Skipulagsnefnd samþykkti á 590. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar byggingarreitar að Völuteig 2. Breytingin felur í sér stækkun byggingareits um 7 m til vesturs, heimilar nýbyggingu allt að 245 m² og að nýtingarhlutfallið verði aukið úr 0,45 í 0,5. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagstillöguna. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni arkitekt, f.h. Brimgarða ehf., dags. 26.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Völuteig 2. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar um 7 m til vesturs fyrir um 245 m² viðbyggingu.
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #590
Borist hefur erindi frá Halli Kristmundssyni arkitekt, f.h. Brimgarða ehf., dags. 26.04.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Völuteig 2. Tillagan sýnir stækkun byggingarreitar um 7 m til vesturs fyrir um 245 m² viðbyggingu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsrelgugerð nr.90/2013 og fyrirliggjandi gögnum. Breytingin getur varðað fyrirtæki á svæðinu og er skipulagsfulltrúa því falið að auglýsa og kynna tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.