Mál númer 202304280
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 590. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Afgreiðsla 595. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #595
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 590. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað og umsögn umhverfissviðs samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum tillögur að leiðbeinandi skilmálum um viðbyggingar við Grenibyggð, Furubyggð, Krókabyggð og Lindarbyggð. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa málsaðila um fyrirliggjandi leiðbeiningar, auk þess að rýna og meta teikningar.
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Borist hefur erindi frá Hilmi Þór Kolbeinssyni, dags. 17.04.2023, með ósk um byggingarheimild fyrir einnar hæðar viðbyggingu raðhúss að Krókabyggð 10, í samræmi við gögn. Ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #590
Borist hefur erindi frá Hilmi Þór Kolbeinssyni, dags. 17.04.2023, með ósk um byggingarheimild fyrir einnar hæðar viðbyggingu raðhúss að Krókabyggð 10, í samræmi við gögn. Ekki er í gildi fyrir hverfið deiliskipulag sem uppfyllir ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
Erindi og tillögu er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna áhrifa á ásýnd og fordæmi sem breytingin geti haft á hverfið.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.