Mál númer 202304054
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Tillaga um veitingu stofnframlags til Brynju leigufélags vegna kaupa á tveimur íbúðum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1579
Tillaga um veitingu stofnframlags til Brynju leigufélags vegna kaupa á tveimur íbúðum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Brynju leigufélags ses. um stofnframlag á árinu 2023 vegna kaupa á tveimur íbúðum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi sundurliðun á veitingu stofnframlags. Bæjarráð staðfestir jafnframt að umsókn Brynju leigufélags rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2023.