Mál númer 202304055
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Borist hefur erindi frá Sigurjóni Ásbjörnssyni, f.h. Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F-fasteignafélags ehf., dags. 05.04.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 3-4 ha svæðis í landi Akra og Sólvalla innan íbúðarsvæðis 315-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #591
Borist hefur erindi frá Sigurjóni Ásbjörnssyni, f.h. Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F-fasteignafélags ehf., dags. 05.04.2023, með ósk um gerð deiliskipulags 3-4 ha svæðis í landi Akra og Sólvalla innan íbúðarsvæðis 315-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd erindi málsaðila um deiliskipulagsgerð á afmörkuðu svæði Sólvalla, með vísan í ákvæði og markmið aðalskipulags um heildstæða uppbyggingu og rammaskipulagsgerð.
Afgreitt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalSólvellir landþróunarfélag ehf - Bréf til skipulagsnefndar og bæjarráðs Mosfellsbæjar dags 05.04.2023.pdfFylgiskjalFrumdrög að skipulagslýsingu fyrir Reykjaveg með_skýringaruppdráttum_04.04.2023.pdfFylgiskjalF-fasteignafélag ehf - Umboð vegna umsóknar um gerð deiliskipulags við Reykjaveg 28-12-2022.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 1579 (1152023) - Sólvallaland - ósk um uppbyggingu á landi.pdfFylgiskjalMinnisblað til skipulagsnefndar.pdf
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Erindi Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F fasteignafélags varðandi uppbyggingu og deiliskipulag á 3-4 ha íbúðarsvæði í landi Akra og Sólvalla.
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1579
Erindi Sólvalla landþróunarfélags ehf. og F fasteignafélags varðandi uppbyggingu og deiliskipulag á 3-4 ha íbúðarsvæði í landi Akra og Sólvalla.
Bæjarráð bendir á að uppbyggingarsamningur sem vísað er til í erindi eigi ekki við um umrætt svæði. Að öðru leyti er sá hluti erindis er lýtur að ósk um deiliskipulagsvinnu vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar.