Mál númer 202305010
- 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Borist hefur erindi frá Landsneti, dags. 28.04.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaða endurnýjun 220 kV háspennulínu innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar. Fram kemur í umsókn að um sé að ræða 17 km kafla á milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli og Geithálsi. Til stendur að skipta um 34 möstur af 45 og setja upp stálröramöstur í stað núverandi grindarmastra, ásamt því að skipta um 66 undirstöður, í samræmi við gögn. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #590
Borist hefur erindi frá Landsneti, dags. 28.04.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaða endurnýjun 220 kV háspennulínu innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar. Fram kemur í umsókn að um sé að ræða 17 km kafla á milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli og Geithálsi. Til stendur að skipta um 34 möstur af 45 og setja upp stálröramöstur í stað núverandi grindarmastra, ásamt því að skipta um 66 undirstöður, í samræmi við gögn. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd samþykkir ósk um framkvæmdaleyfi. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, á grunni aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fimmm atkvæðum.