Mál númer 202304013
- 7. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #830
Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni, f.h. Lágafellsbygginga ehf., dags. 30.03.2023, með ósk um gerð rammaskipulags fyrir Lágafellsland innan íbúðarsvæðis 407-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Afgreiðsla 591. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 830. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #591
Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni, f.h. Lágafellsbygginga ehf., dags. 30.03.2023, með ósk um gerð rammaskipulags fyrir Lágafellsland innan íbúðarsvæðis 407-ÍB í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Erindinu var vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar á 1579. fundi bæjarráðs. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði skipulagsfulltrúa synjar skipulagsnefnd erindi málsaðila um tafarlausa gerð rammaskipulags fyrir suðurhlíðar Lágafells, þar sem í undirbúningi og uppbyggingu eru önnur svæði. Erindi og ósk landeigenda er vísað til skoðunar á umhverfissviði þar sem óskað er eftir frekari rýni áforma, áætlana og tímalínu uppbyggingar í sveitarfélaginu.
Afgreitt með fimm atkvæðum. - 24. maí 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #828
Erindi frá Lágafellsbyggingum ehf, með ósk um að vinna við rammaskipulag og uppbyggingu lands við Lágafell muni hefjast án tafar.
Afgreiðsla 1579. fundar bæjarráðs samþykkt á 828. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 11. maí 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1579
Erindi frá Lágafellsbyggingum ehf, með ósk um að vinna við rammaskipulag og uppbyggingu lands við Lágafell muni hefjast án tafar.
Erindið lagt fram og kynnt. Sá hluti erindis er lýtur að ósk um vinnu við rammaskipulag er vísað til umfjöllunar og afgreiðslu skipulagsnefndar.