Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Á hverju ári vel­ur Mos­fells­bær íþrótta­konu og íþrót­tak­arl árs­ins og heiðr­ar sitt besta og efni­leg­asta íþrótta­fólk.

Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2023 var heiðrað við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði fimmtu­dag­inn 11. janú­ar.

Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir knatt­spyrnu­kona úr Breiða­blik, Þor­steinn Leó Gunn­ars­son hand­knatt­leiks­mað­ur í meist­ara­flokki karla í Aft­ur­eld­ingu og Erla Ed­vards­dótt­ir formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.


Íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar 2023

Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir knatt­spyrnu­kona

Hafrún Rakel er upp­al­in í Aft­ur­eld­ingu en spil­aði með knatt­spyrnu­liði Breiða­bliks í efstu deild þar til ný­lega og með ís­lenska kvenna­lands­lið­inu. Hafrún átti gíf­ur­lega gott ár og hef­ur ver­ið lyk­ilmann­eskja með liði sínu, margsinn­is ver­ið valin í lið um­ferð­ar, leik­mað­ur um­ferð­ar, leik­mað­ur mán­að­ar auk þess að vera valin í lið árs­ins í Bestu deild­inni. Hún spil­aði með U23 og A lands­liði Ís­lands á ár­inu, varð Pinatar Cup meist­ari með A lands­lið­inu í byrj­un árs, skor­aði sig­ur­mark­ið í lands­leik gegn Aust­ur­ríki í sum­ar og er nú í A lands­liðs­hópn­um sem spil­ar í Þjóð­ar­deild­inni. Á nýju ári hélt Hafrún Rakel út í at­vinnu­mennsku og gekk í rað­ir danska stórliðs­ins Brönd­by.


Íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar 2023

Þor­steinn Leó Gunn­ars­son hand­knatt­leiks­mað­ur

Þor­steinn Leó er hand­knatt­leiks­mað­ur í meist­ara­flokki karla í Aft­ur­eld­ingu sem hamp­aði bikar­meist­ara­titli 2023. Hann er burða­rás í öfl­ugu liði Aft­ur­eld­ing­ar og var val­inn efni­leg­asti leik­mað­ur efstu deild­ar. Þor­steinn Leó fór fyr­ir U21 árs lands­liði Ís­lands sem vann til brons­verð­launa á Heims­meist­ara­mót­inu 2023. Einn­ig lék hann fyrstu A-lands­leiki sína fyr­ir hönd Ís­lands árið 2023. Þor­steinn Leó hef­ur sam­ið við stórlið Porto í Portúg­al og mun leika hand­knatt­leik þar á kom­andi tíma­bili. Þor­steinn Leó var kjör­inn íþrótta­mað­ur Aft­ur­eld­ing­ar 2023.


Þjálf­ari árs­ins 2023

Magnús Már Ein­ars­son, þjálf­ari meist­ara­flokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu

Magnús sem kláraði sitt fjórða tímabil í sumar sem þjálfari liðsins er uppalinn hjá félaginu og spilaði með því upp alla yngri flokka ásamt meistaraflokki.

Liðið hefur bætt sig frá ári til árs og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á Laugardalsvelli í úrslitum á síðastliðnu tímabili. Einnig bætti liðið markamet deildarinnar og stigamet félagsins í deildinni.

Magnús er metnaðarfullur þjálfari sem er til í að leggja hart að sér til að ná árangri, hann kemur að öllum störfum við rekstur meistaraflokksins og telur ekki eftir sér að aðstoða við viðburði og safna styrkjum.


Af­reksl­ið Mos­fells­bæj­ar 2023

Meist­ara­flokk­ur karla í hand­bolta hjá Aft­ur­eld­ingu

Ár­ang­ur liðs­ins á ár­inu 2023 er stór­kost­leg­ur og var mik­il lyftistöng fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið þeg­ar lið­ið varð bikar­meist­ari í Laug­ar­dals­höll með glæsi­leg­um hætti og með mikl­um stuðn­ingi Mos­fell­inga sem fylltu höll­ina.

Stór hluti liðs­ins eru Mos­fell­ing­ar sem hafa þroskast og þró­ast sem íþrótta­menn í Aft­ur­eld­ingu. Bikar­meist­ara­tit­ill­inn, sem var sá fyrsti síð­an 1999, færði lið­inu þátt­töku­rétt í Evr­ópu­keppni bik­ar­hafa. Á Ís­lands­mót­inu hafn­aði lið­ið í 4. sæti deild­ar­keppn­inn­ar og spil­aði til undanúr­slita á Ís­lands­mót­inu, þar sem lið­ið féll úr leik eft­ir hetju­lega bar­áttu fyr­ir fram­an 1.500 áhorf­end­ur að Varmá.

Meist­ara­flokk­ur karla í hand­knatt­leiks­deild Aft­ur­eld­ing­ar er frá­bær fyr­ir­mynd fyr­ir ungt íþrótta­fólk í Mos­fells­bæ.


Sjálf­boða­liði árs­ins 2023

Birna Kristín Jóns­dótt­ir, formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar

Birna Kristín hef­ur ver­ið í stjórn Aft­ur­eld­ing­ar síð­an 2015 og set­ið í for­manns­stóli frá ár­inu 2019. Hún lif­ir og hrærist í íþrótta­líf­inu, þekk­ir all­ar deild­ir inn­an fé­lags­ins vel, er dug­leg að mæta á við­burði og hvetj­andi fyr­ir alla. Hún tek­ur ekki bara þátt sem formað­ur held­ur einn­ig sem iðk­andi og á hlið­ar­lín­unni sem móð­ir iðk­anda.

Mik­ill upp­gang­ur hef­ur ver­ið hjá Aft­ur­eld­ingu síð­an Birna tók við stóln­um enda hef­ur hún ávallt ver­ið til stað­ar fyr­ir fé­lag­ið sitt og haft það leið­ar­ljós að það fái að njóta sín í okk­ar sam­fé­lagi. Hún hef­ur ver­ið stór­huga og haft mik­inn metn­að fyr­ir fé­lag­inu í heild og er sann­ar­lega vel að titl­in­um komin.

Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Birna Kristín Jóns­dótt­ir formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar og Erla Ed­vards­dótt­ir formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.


Íþrótta­fólk fyrri ára

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00