Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Á hverju ári vel­ur Mos­fells­bær íþrótta­konu og íþrót­tak­arl árs­ins og heiðr­ar sitt besta og efni­leg­asta íþrótta­fólk.

Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2024 var heiðrað við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði fimmtu­dag­inn 9. janú­ar.


Íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar 2024

Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir, kúlu­varp­ari

Árið 2024 varð Erna Sól­ey fyrsta ís­lenska kon­an til að keppa í kúlu­varpi á Ólymp­íu­leik­um, þeg­ar hún tók þátt í leik­un­um í Par­ís. Þar kast­aði hún lengst 17,39 metra og end­aði í 20. sæti af 31 kepp­anda. Að­eins fjór­ir að­r­ir Ís­lend­ing­ar unnu sér rétt til þátt­töku á Ólymp­íu­leik­un­um í ár. Áður hafði hún keppt á heims­meist­ara­mót­inu í frjáls­um íþrótt­um inn­an­húss í Glasgow í mars 2024, þar sem hún varð í 14. sæti.

Erna Sól­ey setti Ís­lands­met í kúlu­varpi kvenna sum­ar­ið 2024 þeg­ar hún kast­aði 17,91 metra á Meist­ara­móti Ís­lands og bætti þar með eig­ið Ís­lands­met sem hún setti árið 2021. Erna á einn­ig Ís­lands­met­ið í kúlu­varpi inn­an­húss. Það setti hún þeg­ar hún kast­aði kúl­unni 17,92 metra í fe­brú­ar 2023.

Erna var í des­em­ber valin frjálsí­þrótta­kona árs­ins 2024 af Frjálsí­þrótta­sam­bandi Ís­lands.

Erna hef­ur lýst yfir metn­aði sín­um til að vera með­al þeirra bestu í heim­in­um og stefn­ir á að keppa á Ólymp­íu­leik­un­um í Los Ang­eles árið 2028.

Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir.


Íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar 2024

Skarp­héð­inn Hjalta­son jú­dóm­að­ur

Skarp­héð­inn hóf að æfa júdó hjá Júd­ó­fé­lagi Reykja­vík­ur ell­efu ára gam­all og er nú, níu árum síð­ar, orð­inn einn besti og öfl­ug­asti jú­dóm­að­ur lands­ins. Hann náði mjög góð­um ár­angri á ár­inu, varð Ís­lands­meist­ari bæði í -90 kg flokki karla og opn­um flokki karla.

Skarp­héð­inn fékk silf­ur­verð­laun á Norð­ur­landa­meist­ara­mót­inu í Sví­þjóð, bæði í karla­flokki og í U-21 árs flokki karla, og á al­þjóð­legu móti í Dan­mörku, Copen­hagen Open, vann hann einn­ig til silf­ur­verð­launa.

Skarp­héð­inn var val­inn jú­dóm­að­ur árs­ins 2024 af Júd­ó­fé­lagi Reykja­vík­ur. Hann er þekkt­ur fyr­ir mikla vinnu­semi og metn­að, sem hef­ur skilað sér í stöð­ug­um fram­förum og ár­angri á bæði inn­lend­um og al­þjóð­leg­um vett­vangi.

Skarp­héð­inn Hjalta­son.


Þjálf­ari árs­ins 2024

Magnús Már Ein­ars­son, þjálf­ari meist­ara­flokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu

Magnús tók við sem aðalþjálfari liðsins í nóvember 2019, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari tvö ár þar á undan.

Undir hans stjórn hefur Afturelding bætt sig ár frá ári og náði hann í september síðastliðnum sögulegum árangri þegar liðið tryggði sér í fyrsta sinn í sögu félagsins sæti í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaleik umspilsins. Það þótti mjög viðeigandi að ná þeim árangri á 50 ára afmæli knattspyrnudeildarinnar að komast í Bestu deild karla í fyrsta sinn.

Magnús Már er þekktur fyrir metnað og elju, bæði innan vallar og utan, sem hefur skilað sér í framförum hjá Aftureldingu á undanförnum árum.

Magnús Már Ein­ars­son og Regína Ás­valds­dótt­ir, bæj­ar­stjóri.


Af­reksl­ið Mos­fells­bæj­ar 2024

Meist­ara­flokk­ur karla í knatt­spyrnu hjá Aft­ur­eld­ingu

Meist­ara­flokk­ur karla í knatt­spyrnu hjá Aft­ur­eld­ingu er lið árs­ins í Mos­fells­bæ árið 2024 en lið­ið braut blað í sögu fé­lags­ins með því að tryggja sér sæti í efstu deild Ís­lands­móts­ins í knatt­spyrnu karla í fyrsta skipti í sögu þess.

Aft­ur­eld­ing sigr­aði Kefla­vík í úr­slita­leik um­spils­ins í sept­em­ber 2024 og tryggði sér þar með sæti í Bestu deild­inni fyr­ir árið 2025. Lið­inu var fyr­ir mót spáð mik­illi vel­gengni, en úr­slit­in féllu ekki með lið­inu til að byrja með og þeg­ar mót­ið var hálfn­að var Aft­ur­eld­ing í neðri hluta deild­ar­inn­ar.

Lið­ið og teym­ið í kring­um það missti aldrei trúna og tryggði sér með dugn­aði, krafti og góðri spila­mennsku sæti í um­spili Lengju­deild­ar­inn­ar. Þar lagði Aft­ur­eld­ing fyrst ná­grann­ana í Fjölni áður en lið­ið vann Kefla­vík í úr­slita­leikn­um á Laug­ar­dals­velli.

Ár­ang­ur liðs­ins hef­ur haft já­kvæð áhrif á íþróttalíf Mos­fells­bæj­ar og hef­ur hvatt bæði ungt fólk og aðra íbúa bæj­ar­ins til að taka þátt í íþrótt­um og styðja við knatt­spyrnu­lið­ið. Þessi ár­ang­ur var ekki að­eins sögu­leg­ur held­ur einn­ig merki um vax­andi getu og metn­að hjá Aft­ur­eld­ingu sem íþrótta­fé­lagi.

Meist­ara­flokk­ur karla í knatt­spyrnu hjá Aft­ur­eld­ingu.


Sjálf­boða­liði árs­ins 2024

Hanna Sím­on­ar­dótt­ir

Hanna Sím­on­ar­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Hanna Sím, er mjög mik­il­væg­ur hlekk­ur í því frá­bæra starfi sem unn­ið er inn­an knatt­spyrnu­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar. Deild­in og fé­lag­ið allt á henni mik­ið að þakka og er hún vel kunn­ug fót­bolta­áhuga­fólki á Ís­landi fyr­ir sitt óeig­ingjarna starf fyr­ir Ung­menna­fé­lag­ið.

Hanna hef­ur ver­ið öt­ull sjálf­boða­liði inn­an Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar í næst­um þrjá ára­tugi. Það má segja að hún hafi strax byrj­að að láta að sér kveða inn­an fé­lags­ins með dugn­aði og hjálp­semi þeg­ar dreng­irn­ir henn­ar hófu að æfa fót­bolta hjá fé­lag­inu fyr­ir nær 30 árum, fyrst sem for­eldri og seinna meir sem fé­lags­mað­ur og stjórn­ar­mað­ur hjá fé­lag­inu. Hún var til að mynda með­al forsprakka í að setja Þorra­blót Aft­ur­eld­ing­ar af stað í þeirri mynd sem það er í í dag.

Hanna hef­ur af mik­illi þraut­seigju stjórn­að Li­verpool-skól­an­um sem hald­inn er á sumrin þar sem fleiri en 400 krakk­ar af land­inu öllu koma og æfa und­ir hand­leiðslu þjálf­ara frá Li­verpool. Hanna hef­ur hald­ið utan um skól­ann frá upp­hafi og þeyst um borg og bæ til þess að sækja að­bún­að fyr­ir skól­ann og þjálf­ar­ana sjálfa. Í fjölda ára hýsti hún þjálf­ar­ana und­ir eig­in þaki.

Hanna á stór­an þátt í sögu­leg­um ár­angri meist­ara­flokks karla í sum­ar með frum­kvæði sínu og elju­semi.


Íþrótta­fólk fyrri ára

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00