Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2009

Linda Rún Pét­urs­dótt­ir

Í um­sögn um Lindu Rún Pét­urs­dótt­ir Hestaí­þrótta­kona úr Hesta­manna­fé­lag­inu Herði og íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar 2009 seg­ir:

Linda er frá­bær íþrótta­mað­ur sem hef­ur keppt fyr­ir Hörð frá barns­aldri og ver­ið í for­ystu síns flokks frá upp­hafi. Hún er fé­lags­lynd og hef­ur ver­ið í fremstu línu á flest­um þeim hesta­sýn­ing­um sem æsku­lýðs­deild Harð­ar hef­ur tek­ið þátt í, svo sem hinn ár­legi við­burð­ur í reið­höll­inni í Víði­dal „Æsk­an og hest­ur­inn“. Af­reks­manna­sjóð­ur Harð­ar og Mos­fells­bæj­ar styrkti hana til ferð­ar á heims­meist­ara­mót Ís­lenska hests­ins sem hald­ið var í Sviss í sum­ar, en þar vann hún það frá­bæra af­rek að verða heims­meist­ari í tölti ung­menna. Linda keppti á hinum ýmsu mót­um hér­lend­is. Var í 2 sæti Reykja­vík­ur­móti í Ístölt­keppni ung­menna, Var í 1 sæti tölti ung­menna og 1 sæti í fjór­gangi inn­an­fé­lags­móti Harð­ar. Varð í 1 sæti fjór­gangi ung­menna og í 1 sæti tölt­keppni á úr­töku­móti fyr­ir Heims­leika ís­lenska hests­ins í Sviss þar sem hún varð heims­meist­ari eins áður sagði. Keppti fyr­ir Ís­lands­hönd á Norð­ur­landa­móti í Sví­þjóð og lenti í 4. Sæti í fjór­gangi. Valin í úr­vals­hóp ung­menna hjá Land­sam­bandi hesta­manna 2009. Var valin Efni­leg­asti knapi árs­ins yfir land­ið 2009.

Kristján Þór Ein­ars­son

Í um­sögn um Kristján Þór Ein­ars­son, golfí­þrótta­mann úr golf­klúbbn­um Kili og íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar 2009 seg­ir:

Kristján er í dag einn af betri kylf­ing­um lands­ins og einn yngsti kylf­ing­ur lands­ins til að verða Ís­lands­meist­ari í högg­leik og holu­keppni. Kristján er mik­ill keppn­ismað­ur og sýndi það á Ís­lands­mót­inu í holu­keppni í sum­ar þar sem hann land­aði Ís­lands­meist­ara­titl­in­um eft­ir marga erf­iða leiki. Kristján hef­ur sýnt jafn­an og góð­an stíg­anda í íþrótt­inni sein­ustu ár og eru bundn­ar mikl­ar von­ir við hann í fram­tíð­inni. Helsti ár­ang­ur Kristjáns í sum­ar var að vinna Ís­lands­mót­ið í holu­keppni sem hald­ið var hjá Golf­klúbbi Kiðja­bergs. Kristján var einn­ig í bronsliði Golf­klúbbs­ins Kjal­ar í Sveita­keppni Golf­sam­bands­ins og spil­aði þar stór­an þátt. Kristján fór með karla­lands­lið­inu til Wales þar sem hann keppti í Evr­ópu­móti karla­lands­liða. Þar end­aði Ís­land 12. sæti. Hann end­aði í 6. sæti á Stigalista GSÍ mótarað­ar­inn­ar þrátt fyr­ir að missa af einu móti vegna lands­liðs­verk­efna. Kristján lauk stúd­ents­prófi á ár­inu og hef­ur feng­ið inn­göngu í há­skóla í Banda­ríkj­un­um Nicholl‘s State Uni­versity þar sem hann mun stunda golf sam­hliða námi.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00