Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2009
Linda Rún Pétursdóttir
Í umsögn um Lindu Rún Pétursdóttir Hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Herði og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2009 segir:
Linda er frábær íþróttamaður sem hefur keppt fyrir Hörð frá barnsaldri og verið í forystu síns flokks frá upphafi. Hún er félagslynd og hefur verið í fremstu línu á flestum þeim hestasýningum sem æskulýðsdeild Harðar hefur tekið þátt í, svo sem hinn árlegi viðburður í reiðhöllinni í Víðidal „Æskan og hesturinn“. Afreksmannasjóður Harðar og Mosfellsbæjar styrkti hana til ferðar á heimsmeistaramót Íslenska hestsins sem haldið var í Sviss í sumar, en þar vann hún það frábæra afrek að verða heimsmeistari í tölti ungmenna. Linda keppti á hinum ýmsu mótum hérlendis. Var í 2 sæti Reykjavíkurmóti í Ístöltkeppni ungmenna, Var í 1 sæti tölti ungmenna og 1 sæti í fjórgangi innanfélagsmóti Harðar. Varð í 1 sæti fjórgangi ungmenna og í 1 sæti töltkeppni á úrtökumóti fyrir Heimsleika íslenska hestsins í Sviss þar sem hún varð heimsmeistari eins áður sagði. Keppti fyrir Íslandshönd á Norðurlandamóti í Svíþjóð og lenti í 4. Sæti í fjórgangi. Valin í úrvalshóp ungmenna hjá Landsambandi hestamanna 2009. Var valin Efnilegasti knapi ársins yfir landið 2009.
Kristján Þór Einarsson
Í umsögn um Kristján Þór Einarsson, golfíþróttamann úr golfklúbbnum Kili og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2009 segir:
Kristján er í dag einn af betri kylfingum landsins og einn yngsti kylfingur landsins til að verða Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni. Kristján er mikill keppnismaður og sýndi það á Íslandsmótinu í holukeppni í sumar þar sem hann landaði Íslandsmeistaratitlinum eftir marga erfiða leiki. Kristján hefur sýnt jafnan og góðan stíganda í íþróttinni seinustu ár og eru bundnar miklar vonir við hann í framtíðinni. Helsti árangur Kristjáns í sumar var að vinna Íslandsmótið í holukeppni sem haldið var hjá Golfklúbbi Kiðjabergs. Kristján var einnig í bronsliði Golfklúbbsins Kjalar í Sveitakeppni Golfsambandsins og spilaði þar stóran þátt. Kristján fór með karlalandsliðinu til Wales þar sem hann keppti í Evrópumóti karlalandsliða. Þar endaði Ísland 12. sæti. Hann endaði í 6. sæti á Stigalista GSÍ mótaraðarinnar þrátt fyrir að missa af einu móti vegna landsliðsverkefna. Kristján lauk stúdentsprófi á árinu og hefur fengið inngöngu í háskóla í Bandaríkjunum Nicholl‘s State University þar sem hann mun stunda golf samhliða námi.