Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Íþrótta­fólk Mos­fells­bæj­ar 2022

Ant­on Ari Ein­ars­son ásamt Andr­eu og syni þeirra, Grét­ar og Guð­rún, for­eldr­ar Thelmu Dagg­ar, Erla og Leif­ur úr stjórn íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Halla Kar­en Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs.

Thelma Dögg Grét­ars­dótt­ir

Blak­kona var kjörin íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar 2022.

Thelma Dögg er upp­al­in í Aft­ur­eld­ingu og var valin íþrótta­kona Aft­ur­eld­ing­ar 2021 og 2022. Í nóv­em­ber sneri Telma út í at­vinnu­mennsku, til Sví­þjóð­ar þar spil­ar hún í efstu deild með liði Hylte/Halmstad. Á síð­asta leik­ári var Thelma yf­ir­burð­ar leik­mað­ur á bla­kvell­in­um og var burða­rás í liði Aft­ur­eld­ing­ar sem komst í úr­slita­keppn­ina um Ís­lands­meist­ara­titil­inn. Hún vann við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir stiga­hæsti leik­mað­ur­inn í sókn, stiga­hæsti leik­mað­ur­inn í upp­gjöf, hún var besti Díó-inn á leiktíð­inni og í draumaliði leiktíð­ar­inn­ar. Þar að auki var Thelma valin besti leik­mað­ur leiktíð­ar­inn­ar. Í sum­ar spil­aði Thelma sem fyr­ir­liði ís­lenska lands­liðs­ins í blaki í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins. Thelma er frá­bær fyr­ir­mynd.

Anton Ari Ein­ars­son

Knatt­spyrnu­mað­ur var kjör­inn íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar 2022.

Anton býr í Mos­fells­bæ og spil­aði upp alla yngri flokka Aft­ur­eld­ing­ar. Árið 2022 varð hann Ís­lands­meist­ari með Breiða­blik í Bestu deild karla. Anton hlaut gull hansk­ann og komst með lið­inu í þriðju um­ferð Evr­ópu­keppn­inn­ar. Í haust var Anton val­inn í A lands­l­ið karla í fjórða skipti. Anton hef­ur alltaf ver­ið sér­lega sam­visku­sam­ur og dug­leg­ur við æf­ing­ar og hef­ur það skilað tveim­ur bikar­meist­ara­titl­um og þrem­ur ís­lands­meist­ara­titl­um á síð­ustu átta árum. Hann er góð fyr­ir­mynd bæði inn­an og utan vall­ar.

Dav­íð Gunn­laugs­son, Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar

Þjálf­ari árs­ins 2022.

Dav­íð Gunn­laugs­son, Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar og Halla Karen Kristjáns­dótt­ir, formað­ur bæj­ar­ráðs.

Golf­klúbb­ur Mos­fells­bæj­ar var virki­lega sig­ur­sæll á liðnu ári und­ir hand­leiðslu Dav­íðs. Klúbbur­inn eign­að­ist fjöl­marga Ís­lands­meist­ara í öll­um ald­urs­flokk­um, m.a. Ís­lands­meist­ara karla í högg­leik auk þess sem kvenna­lið GM varð Ís­lands­meist­ari golf­klúbba. Dav­íð hef­ur leitt þá miklu upp­bygg­ingu sem hef­ur átt sér stað hjá GM und­an­farin ár og á stór­an þátt í þeim frá­bæra ár­angri sem kylf­ing­ar klúbbs­ins náðu árið 2022 sem og árin á und­an.

Meist­ara­flokk­ur kvenna hjá Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar

Afrekslið Mosfellsbæjar 2022.

Mynd 1: Eydís Ró­berts­dótt­ir, Gabrí­ella Neema Stef­áns­dótt­ir, Auð­ur Bergrún Snorra­dótt­ir, Heiða Rakel Rafns­dótt­ir og Arna Rún Kristjáns­dótt­ir.

Mynd 2: Meist­ara­flokk­ur kvenna úr Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar

  • Arna Rún Kristjáns­dótt­ir
  • Auð­ur Bergrún Snorra­dótt­ir
  • Berg­lind Erla Bald­urs­dótt­ir
  • Birna Rut Snorra­dótt­ir
  • Eva Krist­ins­dótt­ir
  • Eydís Ró­berts­dótt­ir
  • Gabrí­ella Neema Stef­áns­dótt­ir
  • Heiða Rakel Rafns­dótt­ir
  • Hekla Daða­dótt­ir
  • Katrín Sól Dav­íðs­dótt­ir
  • Kristín Sól Guð­munds­dótt­ir
  • María Eir Guð­jóns­dótt­ir
  • Nína Björk Geirs­dótt­ir
  • Pamela Ósk Hjalta­dótt­ir
  • Sara Krist­ins­dótt­ir

Meist­ara­flokk­ur kvenna hjá GM átti frá­bært keppnisár. Ungt lið GM varð Ís­lands­meist­ari golf­klúbba í efstu deild en 5 af 8 leik­mönn­um voru und­ir 18 ára aldri. Með sigr­in­um fékk GM þátt­töku­rétt á Evr­ópu­móti golf­klúbba, þar sem lið­ið hafn­aði í 7. sæti af 18 golf­klúbb­um. Í stúlkna­lands­liði Ís­lands á Evr­ópu­mót­inu voru 5 stúlk­ur af 6 sem skip­uðu lið­ið, úr meist­ara­flokki GM.

Leik­menn úr meist­ara­flokki GM unnu eft­ir­far­andi Ís­lands­meist­ara­titla árið 2022:

  • Ís­lands­meist­ari í högg­leik 13-14 ára og Ís­lands­meist­ari í holu­keppni 13-14 ára var Pamela Ósk Hjalta­dótt­ir.
  • Ís­lands­meist­ari í högg­leik 17-18 ára var Berg­lind Erla Bald­urs­dótt­ir.
  • Ís­lands­meist­ari í holu­keppni 17-18 ára var Katrín Sól Dav­íðs­dótt­ir.
  • Stiga­meist­ari 17-18 ára var Sara Krist­ins­dótt­ir.
  • Þá urðu þær Ís­lands­meist­ar­ar golf­klúbba 15-16 ára og Ís­lands­meist­ar­ar golf­klúbba í meist­ara­flokki.

Í kvenna­lands­liði Ís­lands, sem val­ið var í haust, eru 7 stúlk­ur úr meist­ara­flokki GM og er það um 40% af lið­inu en þess má geta næsti golf­klúbb­ur á eft­ir GM á 4 stúlk­ur í lið­inu.

Guð­rún Kristín Ein­ars­dótt­ir, formað­ur Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar

Sjálf­boða­liði árs­ins 2022.

Guð­rún Kristín Ein­ars­dótt­ir, formað­ur Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar og Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri.

Gunna Stína er einn af þeim eld­hug­um sem Aft­ur­eld­ing á og hef­ur hún stað­ið vakt­ina í kring­um blak­ið í Mos­fells­bæ. Hún er guð­móð­ir blaks hér í bæ og hef­ur með óþreyt­andi seiglu og elju hald­ið utan um starf­sem­ina frá byrj­un. Án henn­ar væri deild­in ekki að blómstra eins og hún hef­ur gert.

Frá upp­hafi hef­ur markmið Gunnu Stínu ver­ið að kynna blak­ið fyr­ir yngri jafnt sem eldri ið­k­end­um. Þetta er verk­efni sem hún brenn­ur fyr­ir og hún er ávallt til­bú­in að koma til að­stoð­ar í hin ýmsu verk­efni, stór sem smá. Auk þess að vinna óeig­ingjarnt starf fyr­ir blakí­þrótt­ina í Mos­fells­bæ hef­ur Gunna Stína unn­ið fyr­ir blak­ið á landsvísu, þar sem hún hef­ur set­ið í yngri flokka ráði Blak­sam­bands Ís­lands og kom­ið þar að upp­bygg­ingu blaks á Ís­landi.

Gunna Stína er mik­il Aft­ur­eld­ing­ar­kona, ber hag fé­lags­ins í heild sinni fyr­ir brjósti og er óhrædd við að koma skoð­un­um sín­um á fram­færi. Hún er fylg­in sér og er fyrsta mann­eskj­an á stað­inn þeg­ar á þarf að halda og síð­ust heim. Gunna Stína hef­ur stað­ið fyr­ir, skipu­lagt og hald­ið utan um ýmis stór verk­efni s.s. hæfi­leika­búð­ir Blak­sam­bands Ís­lands sem haldn­ar eru á hverju ári í Mos­fells­bæ, Öld­unga­mót í Mos­fells­bæ, skipu­lagt æf­inga­búð­ir lands­liða, hald­ið utan um Ís­lands­mót yngri flokka og neðri deilda svo fátt eitt sé nefnt. Öll­um þess­um verk­efn­um hef­ur hún, ásamt sínu fólki í blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar, skilað með mikl­um sóma og með það að mark­miði að all­ir fari glað­ir heim eft­ir vel­heppn­að­an við­burð. Skóla­blak er einn af þeim við­burð­um sem Gunna Stína hef­ur átt stór­an þátt í að þróa en hug­mynd­in byrj­aði hjá henni og snér­ist um það hvern­ig hægt væri að vekja áhuga grunn­skóla­barna á blaki og búa í leið­inni til skemmti­leg­an við­burð. Í dag er Skóla­blak­ið einn stærsti við­burð­ur blaks á Ís­landi, unn­inn í sam­vinnu við evr­ópska blak­sam­band­ið, og hald­inn út um allt land. Þetta lýs­ir Gunnu Stínu mjög vel, hún læt­ur hug­mynd­ir verða að veru­leika og fylg­ir þeim eft­ir.

Nær alla daga er Gunna Stína að vinna fyr­ir blak­ið og stöð­ugt að leita nýrra leiða til þess að efla íþrótt­ina og sýni­leika henn­ar. Hún krefst ein­skis fyr­ir sjálfa sig og er ávallt til­bú­in að að­stoða og hjálpa, hvort sem um er að ræða að að­stoða ein­stak­ling­inn, lið­ið eða íþrótt­ina. Hún er drif­kraft­ur­inn á bak við ár­ang­ur Blak­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar og óhætt er að segja að fáir, ef nokkr­ir, hafi unn­ið eins mik­ið starf í jafn lang­an tíma fyr­ir sitt fé­lag, sína deild og íþrótt­ina í heild. Það er að­dá­un­ar­vert að sjá að eld­móð­ur­inn er sá sami og þeg­ar hún kom að verk­efn­inu í fyrsta skipti. Hún hef­ur haft mik­il áhrif á fram­göngu íþrótt­ar­inn­ar sem seint verð­ur þakkað nóg­sam­lega fyr­ir. Guð­rún Kristín Ein­ars­dótt­ir er eld­hugi og verð­ug þess að fá við­ur­kenn­ingu sem slík­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00