Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2010
Íþróttakonur Mosfellsbæjar 2010 voru kjörnar þær Nína Björk Geirsdóttir golfíþróttakona úr Golfklúbbnum Kili og Sigríður Þóra Birgisdóttir knattspyrnukona úr Aftureldingu. Þær urðu jafnar í kjörinu með 93 stig.
Nína Björk Geirsdóttir
Nína sýndi frábæran árangur á árinu og fór meðal annars holu í höggi á Íslandsmótinu í holukeppni, lenti í fjórða sæti á landsmóti GSÍ. Hún spilaði fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða þar sem hún stóð sig best af íslensku keppendunum í mótinu. Nína var kosin íþróttakona Golfklúbbsins 2010.
Sigríður Þóra Birgisdóttir
Sigríður Þóra hefur verið að keppa með U17 og U19 landsliðum Íslands þar sem hún hefur keppt samtals í 11 leikjum. Þótt Sigríður Þóra sé ung að árum er hún ein af lykilleikmönnum í meistaraflokki Aftureldingar síðustu fjögur ár og verið fyrirliði liðsins í nokkrum leikjum. Hún var jafnframt kjörin íþróttakona Aftureldingar 2010.
Kristján Helgi Carrasco
íþróttamaður Mosfellsbæjar 2010 var kjörin Kristján Helgi Carrasco með 93 stig.
Hann var í 1. sæti á Bikarmeistaramóti Íslands KAÍ og í 1. sæti á Grand Prix meistaramóti Kata á vegum KAÍ. Bæði mótin eru haldin þrisvar á keppnistímabilinu og eru stigin talin saman.Karatesamband Íslands útnefndi hann sem Karatemann Íslands 2010. Hann var kjörinn íþróttamaður Aftureldingar 2010.