Leirvogstunga - Kynningarfundur um tillögu að breytingum á deiliskipulagi
Foreldramorgnar á miðvikudögum í Safnaðarheimilinu
Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri. Á foreldramorgnum gefst foreldrum og börnum þeirra tækifæri til að hittast í notalegu umhverfi, ræða saman, skiptast á skoðunum, fræðast og eignast vini. Þetta eru stundir sem stuðla kannski að því að rjúfa félagslega einangrun og mynda tengsl meðal jafningja. Í Safnaðarheimilinu eru leikföng, bækur, litir og fleira fyrir börnin, og á hverjum morgni er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Foreldramorgnar á miðvikudögum í Safnaðarheimilinu
Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra á öllum aldri. Á foreldramorgnum gefst foreldrum og börnum þeirra tækifæri til að hittast í notalegu umhverfi, ræða saman, skiptast á skoðunum, fræðast og eignast vini. Þetta eru stundir sem stuðla kannski að því að rjúfa félagslega einangrun og mynda tengsl meðal jafningja. Í Safnaðarheimilinu eru leikföng, bækur, litir og fleira fyrir börnin, og á hverjum morgni er boðið uppá kaffi og meðlæti.
Kennum umferðarreglurnar á netinu - fyrsta opna hús Skólaskrifstofu
Þá er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem verður haldið miðvikudaginn 28. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Á þessu fyrsta opna húsi vetrarins ætlar Hermann Jónsson að fjalla um umferðarreglurnar á netinu. Eins og fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Kennum umferðarreglurnar á netinu - fyrsta opna hús Skólaskrifstofu
Þá er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem verður haldið miðvikudaginn 28. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Á þessu fyrsta opna húsi vetrarins ætlar Hermann Jónsson að fjalla um umferðarreglurnar á netinu. Eins og fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Opinn fundur Íþrótta- og tómstundanefndar í dag
Opnir nefndarfundir Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar verða haldnir 14. og 15. október, í samræmi við Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.
Frumdrættir og fyrirmyndir 17. október til 7. nóvember
Myndlistarsýningin Frumdrættir og fyrirmyndir verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í húsakynnum Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarnanum, Þverholti 2, Mosfellsbæ laugardaginn 17. okt. 2015 kl. 15.00. Sýningarheitið vísar til teikningarinnar sem tjáningarmiðils. Sýningin er samstarfsverkefni og stefnumót listamannanna Guðbjargar Lindar, Jean Larson, Kristínar Geirsdóttir og Ólafar Oddgeirsdóttur. Viðfangsefni og hugmyndaleg nálgun listamannanna eru ólík en verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að í þeim eru kannaðir og nýttir möguleikar teikningarinnar.
Frumdrættir og fyrirmyndir 17. október til 7. nóvember
Myndlistarsýningin Frumdrættir og fyrirmyndir verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í húsakynnum Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarnanum, Þverholti 2, Mosfellsbæ laugardaginn 17. okt. 2015 kl. 15.00. Sýningarheitið vísar til teikningarinnar sem tjáningarmiðils. Sýningin er samstarfsverkefni og stefnumót listamannanna Guðbjargar Lindar, Jean Larson, Kristínar Geirsdóttir og Ólafar Oddgeirsdóttur. Viðfangsefni og hugmyndaleg nálgun listamannanna eru ólík en verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að í þeim eru kannaðir og nýttir möguleikar teikningarinnar.
Þrjár skipulagstillögur: Hestaíþróttasvæði, Reykjavegur 62 og Gerplustræti 7-11
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum/endurskoðun á deiliskipulagi.
Opnir fundir Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar í október 2015
Opnir nefndarfundir Íþrótta- og tómstundanefndar Mosfellsbæjar verða haldnir miðvikudaginn 14. október og fimmtudaginn 15. október, í samræmi við Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.
Samstarf verkefnis um mat á vellíðan og námi leikskólabarna
Bæjarstjórar sveitarfélaganna í Kraganum, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar skrifuðu undir samstarfsamning við RannUng, rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, um verkefni sem ber heitið Mat á vellíðan og námi leikskólabarna.
Mosfellsbær gefur út nýjan skuldabréfaflokk
Mosfellsbær hefur gefið út nýjan skuldabréfaflokk með auðkennið MOS 15 1. Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 40 ára með greiðslu afborgana og vaxta á 6 mánaða fresti.
Mosfellsbær gefur út nýjan skuldabréfaflokk
Mosfellsbær hefur gefið út nýjan skuldabréfaflokk með auðkennið MOS 15 1. Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 40 ára með greiðslu afborgana og vaxta á 6 mánaða fresti.
Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Vegna vinnu við undirgöng verður lokað fyrir heitt vatn þriðjudaginn 6.október kl. 8:15. Áætlað er að vatn komi aftur á um hádegi. Þetta á við um Skálatún, Tún og Mýrar.
Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Vegna vinnu við undirgöng verður lokað fyrir heitt vatn þriðjudaginn 6.október kl. 8:15. Áætlað er að vatn komi aftur á um hádegi. Þetta á við um Skálatún, Tún og Mýrar.
Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2015
Búsetukjarninn í Þverholti 19 hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2015.
Sýning Kristínar Þorkelsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 18. september síðastliðinn opnaði Kristín Þorkelsdóttir sýningu í Listasal Mosfellsbæjar.
Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2015-2016
Líkt og undanfarin ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2015-2016
Líkt og undanfarin ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Gæðastund með börnunum
Það er ekki of oft kveðin vísa að heilbrigð og góð tengsl milli foreldra/forráðamanna og barna eru mikilvæg þroska og líðan barna. Barn sem fær allar sínar grunnþarfir uppfylltar eða nýtur ástar og umhyggju, fær næga næringu og finnur fyrir öryggi myndar að öllum líkindum góð tengsl við foreldra sína eða umönnunaraðila.