Þá er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem verður haldið miðvikudaginn 28. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Á þessu fyrsta opna húsi vetrarins ætlar Hermann Jónsson að fjalla um umferðarreglurnar á netinu. Eins og fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 28. október klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar
Á þessu fyrsta opna húsi vetrarins ætlar Hermann Jónsson að fjalla um umferðarreglurnar á netinu.
Það er mikilvægt að muna það að við foreldrar höfum stóru hlutverki að gegna í að tryggja öryggi barna okkar á netinu, en hvert er það hlutverk?
Hvað þurfum við að vita og hvað eigum við að kenna börnum okkar?
Hermann Jónsson starfar sem fræðslustjóri Advania og er mikill áhugamaður um netöryggi og góð samskipti á netinu sem og annars staðar.