Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. október 2015

Föstu­dag­inn 18. sept­em­ber síð­ast­lið­inn opn­aði Kristín Þor­kels­dótt­ir sýn­ingu í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

Á sýn­ing­unni sem ber yf­ir­skrift­ina ÁSÝND sam­ferða­manna á lífs­fley­inu er sjón­um fyrst og fremst beint að portrett­verk­um Krist­ín­ar. Í mynd­list­ar­heim­in­um er Kristín hvað þekkt­ust fyr­ir vatns­lita­mynd­ir sín­ar af ís­lensku lands­lagi en hún hef­ur í gegn­um tíð­ina einn­ig ver­ið iðin við að fanga ásjón­ur sam­ferða­fólks og fjöl­skyldu­með­lima. Ým­ist með pensli, penna, blý­anti eða pastel­krít. Sýn­ing­in spann­ar allt frá eldri teikn­ing­um að nýj­um verk­um og einn­ig verða til sýn­is skissu­bæk­ur, dag­bæk­ur og vinnu­teikn­ing­ar.

Kristín á sér lang­an fer­il að baki bæði sem graf­ísk­ur hönn­uð­ur og sem mynd­list­ar­mað­ur. Kristín rak um ára­bil eina öfl­ug­ustu aug­lýs­inga­stofu lands­ins og eft­ir hana ligg­ur um­fangs­mik­ið safn graf­ískr­ar hönn­un­ar og má þar nefna hönn­un henn­ar á ís­lensk­um pen­inga­seðl­um og ís­lenska vega­bréf­inu. Auk þess hef­ur Kristín hann­að fjöld­ann all­an af vöru­um­búð­um, bóka­káp­um og merkj­um. Hún teikn­aði merki Mos­fells­bæj­ar árið 1968 en það er til­vís­un í sögn­ina um silf­ur Eg­ils.

Síð­ustu þrjá ára­tugi hef­ur Kristín helgað sig mynd­list­inni og hald­ið fjölda sýn­inga á vatns­lita­mynd­um sín­um bæði hér heima sem og er­lend­is. ÁSÝND sam­ferða­manna á lífs­fley­inu er fyrsta eig­in­lega yf­ir­lits­sýn­ing­in á portrett­mynd­um Krist­ín­ar. Sýn­ing­ar­stjóri er Birta Fróða­dótt­ir.

Sýn­ing­in stend­ur yfir til 10. októ­ber og er opin virka daga kl. 12:00 – 18:00 og laug­ar­daga kl. 13:00 – 17:00.

Lista­manna­spjall og leið­sögn um sýn­ing­una verð­ur síð­asta sýn­ing­ar­dag, 10. októ­ber kl. 15:00.

Fyrsta mynd­in er af Salóme syst­ur Krist­ín­ar og ber titil­inn For­seti al­þing­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00