Bæjarstjórar sveitarfélaganna í Kraganum, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar skrifuðu undir samstarfsamning við RannUng, rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, um verkefni sem ber heitið Mat á vellíðan og námi leikskólabarna.
Verkefnið er þróunarverkefni og mun einn leikskóli í hverju sveitarfélagi ásamt RannUng vinna að því. Verkefni mun standa í þrjú ár. Þessir aðilar hafa áður verið með samskonar samstarfsverkefni um innleiðingu grunnþátta úr aðalnámskrá leikskóla og afrakstur þess mun brátt koma út í fræðibók sem mun bera heitið Leikum, lærum og lifum.