Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. október 2015

    Mos­fells­bær hef­ur gef­ið út nýj­an skulda­bréfa­flokk með auð­kenn­ið MOS 15 1. Skulda­bréfin eru verð­tryggð jafn­greiðslu­bréf til 40 ára með greiðslu af­borg­ana og vaxta á 6 mán­aða fresti.

    Mos­fells­bær hef­ur gef­ið út nýj­an skulda­bréfa­flokk með auð­kenn­ið MOS 15 1. Skulda­bréfin eru verð­tryggð jafn­greiðslu­bréf til 40 ára með greiðslu af­borg­ana og vaxta á 6 mán­aða fresti. Upp­greiðsla er heim­il að 15 árum liðn­um. Gefn­ar eru út 500 millj­ón­ir að nafn­verði á ávöxt­un­ar­kröf­unni 3,18% en sam­kvæmt skil­mál­um er hægt að stækka flokk­inn frek­ar.

    Skulda­bréfa­flokk­ur­inn MOS 15 1 verð­ur gef­inn út ra­f­rænt hjá Verð­bréfa­skrán­ingu Ís­lands hf. mánu­dag­inn 12. októ­ber 2015. Skv. skil­mál­um verða bréfin tekin til við­skipta á að­al­mark­aði NAS­DAQ OMX Ice­land hf. fyr­ir árslok 2015.

    H.F. Verð­bréf hef­ur um­sjón með út­gáfu og sölu skulda­bréf­anna.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, s: 525-6700.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00