Jafnréttisviðurkenning 2013 afhent FMOS á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátðíðlegur 19. september síðastliðinn í eldri deild Varmárskóla.
Ásgarður færir börnum í Mosfellsbæ leiktæki í Ævintýragarðinn
Handverkstæðið Ásgarður og Íslandsbanki tóku höndum saman í tilefni af 20 ára afmæli Ásgarðs og færðu börnum í Mosfellsbæ leiktæki að gjöf sem staðsett eru í Ævintýragarðinum.
Hafist handa við Tunguveg
Nýr vegur frá Skeiðholti að Kvíslartungu sem er mikil samgöngubót fyrir íbúa Leirvogstungu. Mosfellsbær hefur nú lokið við útboð á hönnun og framkvæmd Tunguvegar. Hnit verkfræðistofa, Kanon arkitektar og landslagsarkitektinn Birkir Einarsson munu sjá um hönnun. Verktaki er Ístak ehf. og hafa þeir nú þegar sett upp vinnuaðstöðu neðan Kvíslartungu. Verkið felst í því að leggja nýjan Tunguveg frá Skeiðholti að Kvíslartungu alls um 1 km. Samhliða veginum verður hjóla- og göngustígur. Byggðar verða brýr yfir Varmá og Köldukvísl. Undir brúnum er gert ráð fyrir reiðstíg. Framkvæmdin felst einnig í að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Skeiðholt.
Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar í Grafarvogskirkju 28. september 2013
Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir í Grafarvogskirkju laugardaginn 28. september kl. 16.
Hjólastígar í Mosfellsbæ
Í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ eru íbúar hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga í bænum til útivistar og notfæra sér um leið nýtt hjóla- og göngustígakort sem gefið var út í upphafi samgönguvikunnar og finna má á heimasíðu bæjarins og á helstu stöðum í bænum. Jafnframt er vakin athygli á korterskortið á heimasíðunni.
Mosfellsbær stuðlar að auknum almenningssamgöngum.
Mosfellsbær vígði í dag nýtt reiðhjólaskýli við strætisvagnabiðstöðina við Háholt. Markmiðið er að stuðla að bættum samgöngum í Mosfellsbæ og gera hjólreiðar og almenningssamgöngur að betri valkosti. Uppsetning hjólreiðaskýlisins mun auka möguleika almennings að nýta sér hjólreiðar innanbæjar, en geyma síðan reiðhjólið í skýlinu, í skjóli fyrir veðri og vindum, á meðan almenningssamgöngur eru nýttar til ferða til og frá Mosfellsbæ. Uppsetning hjólreiðaskýlisins er hluti af samgönguviku í Mosfellsbæ og með framkvæmdinni vill Mosfellsbær skipa sér sess sem sveitarfélag þar sem hjólreiðar og almenningssamgöngur eru raunhæfur kostur.
Ráðstefna í Iðnó um rétt barna til hjólreiða.
Föstudaginn 20. september, fer fram spennandi ráðstefna í Iðnó um rétt barna til hjólreiða. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina Hjólað til framtíðar, er hluti af dagskrá samgönguviku á höfuðborgarsvæðinu sem Mosfellsbær er virkur þátttakandi í. Virtir innlendir og erlendir fyrirlesarar mun flytja þar erindi um hjólreiðar barna. Aðgangur er ókeypis og hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á heimasíðu Landsamtaka hjólreiðamanna, www.lhm.is .
Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins
BMX kappar sýna listir sínar við íþróttamiðstöðina að Varmá
Fræðsluganga á Degi íslenskrar náttúru
Mosfellsbær stendur fyrir fræðslugöngu á Degi íslenskrar náttúru næsta mánudag, 16. september, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum að Tungufossi. Farið frá íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 17, allir velkomnir.
Samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2013
Dagana 16. – 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ.
Þér er boðið á jafnréttisdag Mosfellsbæjar árið 2013.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2013 verður haldinn hátíðlegur í eldri deild Varmárskóla, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 19. september kl. 13 – 14. Yfirskrift dagsins er: Unglingar og fræðsla um jafnrétti. Nemendur á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar eru sérstakir heiðursgestir ásamt kennurum sínum. Starfsfólk Mosfellsbæjar og íbúar í Mosfellsbæ eru einnig hjartanlega velkomnir
Félagsmiðstöðin Ból
Laus er staða frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðinni Ból. Um er að ræða 70% stöðu, vinnutíminn er frá 9:30. Skilyrði er að viðkomandi hafi gaman að vinna með ungu fólki, hæfni í mannlegum samskiptum , sjálfstæði, frumkvæði. Lágmarksaldur er 20 ár.Nánari upplýsingar veitir Edda Davísðdóttir edda[hja]mos.is og / eða Anna Lilja bolid[hja]mos.is / en einnig í síma: 566 6058
Ábendingarkerfi um þjónustu og viðhald
Framkvæmda- og umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur umsjón með fjölmörgum verkefnum sem lúta að viðhaldi og hreinsun bæjarinns. Mikilvægur hluti af virkni bæjarlífsins er að ábendingar íbúa komist skýrt og skilmerkilega rétta leið og að vel sé haldið utan um þær. Við þiggjum með þökkum upplýsingar um það sem þarf að laga í bæjarfélaginu. Bentu okkur á hvar eru holur í malbiki, glerbrot sem skapast hætta af, laus brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfullir ruslastampar, skemmdir bekkir, óþrifnaður, óvirk götulýsing eða annað sem tengist þjónustu í borgarlandinu.
Kynningarfundur vegna vegaframkvæmda - Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga
Vegna vegaframkvæmda sem eru að hefjast við Tunguveg í Mosfellsbæ verður haldinn kynningarfundur hjá Hestamannafélaginu Herði í félagsheimilinu Harðarbóli á morgun, fimmtudaginn 12.09 kl.18:00 en þar munu starfsmenn Mosfellsbæjar kynna framkvæmdir við Tunguveg fyrir fundargestum og sitja fyrir svörum. Allir velkomnir.
Vetrarfrístund í boði í vetur
Tómstundastarf er jákvæð viðbót við líf barna.
Bókasafnsdagurinn 2013 var haldinn hátíðlegur 9. september
Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið.
Kökubasar í Bónus
Félagsmiðstöðin Ból er að selja kökur í dag fyrir utan Bónus í Kjarnanum. Kökubasarinn er söfnun fyrir duglega unglinga sem að tóku þátt í því á síðustu önn að setja upp söngleik í Bólinu. Gekk söngleikurinn svo vel að okkur langaði til að gera eitthvað með þeim og erum við nú að safna fyrir ferð sem farin verður á morgun, laugardag. Endilega rennið við í Kjarnanum og nælið ykkur í kökur á mjög góðu verði.
Breyttur útivistartími 1. september
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima nú um helgina.