Þjónustumiðstöð Eirhamra
Í Mosfellsbæ er þjónustuklasi fyrir eldri borgara að Hlaðhömrum 2 við Langatanga. Þar er að finna Eirhamra, 54 öryggisíbúðir reknar af Eir hjúkrunarheimili. Við hlið Eirhamra rekur Eir einnig Hamra hjúkrunarheimili en þar eru 30 rými með fyrsta flokks aðstöðu.
Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Eirhamra veitir upplýsingar um þjónustuna í síma 566-8060 frá kl.10:00-12:00 alla virka daga.
Hádegismatur
Hægt er að kaupa máltíðir í hádeginu alla virka daga frá Þjónustumiðstöð Eirhamra. Verðið á máltíð er 950 kr. Boðið er upp á heimsendingu og bætist þá við sendingarkostnaður sem er 277 kr.
Heimsending á hádegismat er ekki í boði á rauðum dögum.
Vinsamlegast athugið: Mikilvægt er að muna að afþakka mat með dags fyrirvara í s. 897-9561 svo komist verði hjá matarsóun og rukkun.
Matseðill
Föstudagur 12. ágúst
Kjúklingalæri með kartöflum, maísbaunum og sósu. Sveppasúpa.
Laugardagur 13. ágúst
Soðin ýsa með kartöflum, grænmeti og feiti. Grjónagrautur með kanil.
Sunnudagur 14. ágúst
Lambakótilettur með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og sveppasósu. Perur með rjóma.
Mánudagur 15. ágúst
Fiskibollur með soðnum kartöflum, súrum agúrkum og lauksósu. Kakaósúpa með tvíbökum.
Þriðjudagur 16. ágúst
Ofnsteikt svínakjöt með soðnum kartöflum, hrísgrjónum og súrsætri sósu. Sveppasúpa.
Miðvikudagur 17. ágúst
Smjörsteikt ýsa með kartöflum, soðnu grænmeti og laukfeiti. Tómatsúpa.
Fimmtudagur 18. ágúst
Lambagúllas með kartöflumús, fersktu salati og fetaosti. Jógurt í desert.
Föstudagur 19. ágúst
Ofnsteikt grísasteik með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og rjómasósu. Jarðaberjagrautur með mjólk.
Laugardagur 20. ágúst
Soðin ýsa með blómkáli, kartöflum og feiti. Grjónagrautur með kanilsykri.
Sunnudagur 21. ágúst
Lambasnitsel með steiktum kartöflum, rauðkáli og sósu. Ís og sósa.
Félagsstarf
Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum.
Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.
Opnunartími
- Mánudagar kl. 11:00-16:00
- Þriðjudagar kl. 11:00-16:00
- Miðvikudagar kl. 11:00-16:00
- Fimmtudagar kl. 11:00-16:00
- Föstudagar kl. 13:00-16:00
Handavinnuleiðbeinandi verður á staðnum alla daga nema föstudaga.
Opnunartími gæti breyst þegar sumarfrí starfsmanna standa yfir.
Sumaropnun í félagsstarfinu
- Júní: Opið kl. 13:00 – 16:00. Lokað 16. júní og 30. júní.
- Júlí: Opið kl. 11:00 – 16:00. Lokað 1. og 8. júlí.
- Ágúst: Opið kl. 11:00 – 16:00.
- Athugið að einhverja daga í júlí og ágúst gæti opnunartíminn breyst og verið frá kl. 13:00-16:00, það verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar
Elva Björg Pálsdóttir (gsm: 698-0090), forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, veitir allar upplýsingar um félagsstarfið og skráningar á námskeið og í ferðir.
- Elva er með símatíma alla virka daga frá kl. 13:00-16:00, í síma 586-8014
- Einnig er hægt að senda Elvu póst, elvab[hja]mos.is
Stundaskrá félagsstarfs
Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Allir dagskráliðir fara fram á Hlaðhömrum 2 nema annað sé tekið fram.
Á flest námskeið er skráningaskylda.
Mánudagur
- 9:30 og 10:30 Heilsa og Hugur, Varmá
- 14:05 Vatnsleikfimi Lágafellslaug, skráning
- 09:00 Gler/leir námskeið, Fríða
- 11:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
- 12:45 Kóræfing hjá Vorboðum, Safnaðarheimilið
- 13:00 Perluhópur Jónu, Eirhömrum allir velkomnir
- 11:00-12:00 Púttæfingar fyrir Famos félaga, Golfskálinn
Þriðjudagur
- 11:00 Ganga frá Eirhömrum
- 12:10 Ringó, Varmá
- 13:40 Vatnsleikfimi, Lágafellslaug, skráning
- 11:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
- 13:00-16:00 Ljósálfa-hópur
- 11:00-15:00 Postulín/keramik hópar, annan hvern þriðjudag
- 13:00 Bókbands-námskeið, skráning
Miðvikudagur
- 9:30 og 10:30 Heilsa og Hugur, Varmá
- 09:00 Gler/leir námskeið, Fríða
- 12:00 Boccia, Varmá
- 11:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
- 13:00 Gönguhópur frá Fellinu/Varmá
- 13:30 Bænastund /hugvekja annan hvern miðvikudag
- 13:00 Perluhópur Jónu, Eirhömrum, allir velkomnir
- 14:15 Dans leikfimi með Auði Hörpu, Varmá, skráning
Fimmtudagur
- 10:45 Leikfimi hópur 1
- 11:15 Leikfimi hópur 2
- 11:30 Ringó, Varmá
- 11:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
- 13:25 Vatnsleikfimi, Lágafellslaug
- 13:30 Gaman saman söngskemmtun annan hvern fimmtudag
- Málunarnámskeið Hannesar byrjar 30. sep. kl. 12:30
- Postulín/keramik hópar 11:00-15:00 annan hvern fimmtudag
Föstudagur
- 10:00 Boccia, Eirhömrum
- 9:30 og 10:30 Heilsa og Hugur, Varmá
- 11:00 Ganga frá Eirhömrum
- 11:00 Enskuhópur, skráning
- 13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
- 13:00 Félagssvist, borðsal Eirhamra
- 14:05 Vatnsleikfimi, Lágafellslaug
Laugardagur
- 11:00 Ganga frá Eirhömrum
Frístundaávísun fyrir 67 ára og eldri
Upphæð frístundaávísunar fyrir árið 2022 er kr. 10.000.- og er tímabilið frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
Umsækjandi þarf að vera með lögheimili í Mosfellsbæ. Sótt er um frístundaávísunina á Íbúagátt Mosfellsbæjar. Skila þarf inn kvittun fyrir útlögðum kostnaði vegna þátttökugjalda með umsókninni eða í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Greiðslur eru lagðar inn á reikning umsækjanda eftir að umsókn og gildri kvittun hefur verið skilað inn. Kvittun skal ekki vera eldri en 6 mánaða. Greitt er út fjórum sinnum á ári; 15. mars, 15. júní, 15. september og 15. desember.
Hreyfi- og tómstundatilboð eða námskeið skulu að lágmarki vara í 4 vikur og vera stýrt af viðurkenndum leiðbeinendum eða kennurum.
Leiðbeiningar
- Fara á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
- Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
- Velja flokkinn „Umsóknir“.
- Velja „Ýmsar umsóknir og erindi“.
- Velja „Frístundaávísun 67 ára og eldri“.
- Fylla út umsóknina.
- Setja greiðslukvittun sem viðhengi við umsóknina. Ef kvittunin er bara til á pappír þarf að fara í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, og afhenda kvittunina þar.
- Smella á hnappinn „Senda umsókn“.
Gjaldskrár
Reglur og samþykktir
- Reglur og samþykktir ›Afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega
- Reglur og samþykktir ›Akstursþjónusta fyrir eldri borgara
- Reglur og samþykktir ›Dagdvöl aldraðra
- Reglur og samþykktir ›Sérstakur húsnæðisstuðningur
- Reglur og samþykktir ›Stuðningsþjónusta