Þjónustumiðstöð Eirhamra
Í Mosfellsbæ er þjónustuklasi fyrir eldri borgara að Hlaðhömrum 2 við Langatanga. Þar er að finna Eirhamra, 54 öryggisíbúðir reknar af Eir hjúkrunarheimili. Við hlið Eirhamra rekur Eir einnig Hamra hjúkrunarheimili en þar eru 30 rými með fyrsta flokks aðstöðu.
Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Eirhamra veitir upplýsingar um þjónustuna í síma 566-8060 frá kl. 10:00 – 12:00 alla virka daga.
Hádegismatur
Hægt er að kaupa máltíðir í hádeginu alla daga í Þjónustumiðstöð Eirhamra.
Heimsending á matarbökkum er í boði alla daga vikunnar og bætist þá sendingargjald við máltíðina. Mikilvægt er að panta heimsendingu með fyrirvara.
Hægt er að sækja um heimsendingu á matarbökkum á þjónustugátt Mosfellsbæjar, undir Umsóknir en þar er að finna umsókn um stuðningsþjónustu.
Afpöntun á heimsendingu þarf að berast með a.m.k. dags fyrirvara í s. 897-9561 til að koma í veg fyrir matarsóun og rukkun.
Matseðill
Fimmtudagur 21. september
Ofnsteikt kjúklingasnitsel með kartöflum, maísbaunum og rjómasósu. Búðingssúpa með saft.
Föstudagur 22. september
Hægelduð lambasteik, brúnaðar kartöflur, rauðkál og rjómasósa. Heimalagaður sveskjugrautur.
Laugardagur 23. september
Gufusoðinn þorskur með gulrótum, gufusoðnum kartöflum og bræddri feiti. Grjónagrautur með kanil.
Sunnudagur 24. september
Rjómagúllas með kartöflumús og hrásalati. Ís og sósa.
Mánudagur 25. september
Plokkfiskur með soðnum kartöflum, gulrótum og rúgbrauði. Rjómalöguð makkarónusúpa.
Þriðjudagur 26. september
Ofnsteiktar lambasneiðar með kartöflum, brokkolíblöndu og sósu. Grænmetissúpa.
Miðvikudagur 27. september
Pönnusteiktur þorskur með gufusoðnum kartöflum, blómkáli og kaldri sósu. Heimalöguð kakósúpa.
Fimmtudagur 28. september
Pönnusteikt lambalifur með kartöflumús, rauðkáli og lauksósu. Jógúrt.
Föstudagur 29. september
Hægelduð grísasteik með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rjómasósu. Jarðaberjagrautur.
Laugardagur 30. september
Soðinn þorskur með soðnum kartöflum, gulrótum og feiti. Grjónagrautur með kanilsykri.
Sunnudagur 1. október
Ofnsteikt kjúklingalæri með steiktum kartöflum, maísbaunum og rjómasósu. Ís og sósa.
Matseðillinn getur breyst án fyrirvara.
Félagsstarf
Félagsstarf eldri borgara og Félag aldraðra í Mosfellsbæ sameiginlega dagskrá félagsstarfsins hjá Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum og í bæjarblaðinu Mosfellingi. Í dagskránni er að finna fjölbreytt námskeið og hópa sem eru opnir öllum áhugasömum.
Listsköpun, handmennt, spilamennska, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög eru dæmi um starfsemina.
Opnunartími
- Mánudagar kl. 11:00-16:00
- Þriðjudagar kl. 11:00-16:00
- Miðvikudagar kl. 11:00-16:00
- Fimmtudagar kl. 11:00-16:00
- Föstudagar kl. 13:00-16:00
Handavinnuleiðbeinandi verður á staðnum alla daga nema föstudaga.
Opnunartími gæti breyst þegar sumarfrí starfsmanna standa yfir.
Nánari upplýsingar
Elva Björg Pálsdóttir (gsm: 698-0090), forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara, veitir allar upplýsingar um félagsstarfið og skráningar á námskeið og í ferðir.
- Elva er með símatíma alla virka daga frá kl. 13:00-16:00, í síma 586-8014
- Einnig er hægt að senda Elvu póst, elvab[hja]mos.is
Heilsa og hugur í Mosfellsbæ
12. vikna námskeið í íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Hreyfing fyrir eldri borgara 2022 - 2023
Vatnsleikfimi, Lágafellslaug byrjar 12. september til 15. desember.
- Mán. kl. 14:05 – 15:00
- Þri. 13:45 – 14:30
- Fim. 13:25 – 14:15
Það þarf að skrá sig í vatnsleikfimina og hefst skráning miðvikudaginn 7. september frá 11:00 – 13:00 í s: 895-9610. Verð fyrir tímabilið er kr. 4.500 og greiðist með peningum í fyrsta tíma.
Leikfimi, Eirhömrum, með Karin Mattson sjúkraþjálfara. Gjaldfrjálst.
- fim. kl. 10:45 – rólegur hópur, notast við stóla
- fim. kl. 11:15 – almenn leikfimi
Varmá/íþróttasalir
Hugur og heilsa – Almenn leikfimi, úti og inni
- Mán., mið. og fös. kl. 9:30 og 10:30
- Skráning í s: 698-0090
Ringó byrjar 13. september
- Þri. kl. 12:10 – 13:10 (salur 1)
- Fim. kl. 11:30 – 12:30 (salur 1)
Boccia byrjar 14. september
- Mið. kl. 12:00 – 13:30 (salur 1)
Dansleikfimi byrjar 15. september í stóra sal íþróttahúsinu Varmá
- Fim. kl. 14:40
- Skráning í s: 895-9610, einnig á staðnum
Gönguferðir eru alla miðvikudaga kl. 13:00 frá Fellinu.
Fellið er opið frá kl. 8:00 – 14:00.
Ath! Skólarnir geta nýtt þennan tíma þegar þeim hentar. Þrátt fyrir það er hægt að nýta göngubrautina.
Púttæfingar í Golfskálanum, neðri hæð, byrja 12. september
- Mán. kl. 11:00 – 12:00
Leikfimi í World Class
- Þri. og fim. kl. 9:30 og 10:30
- Skráning í World Class s: 566-7888
Gönguferðir frá Eirhömrum kl 11:00 þri., fös. og lau.
Nýir félagar velkomnir!
Endilega verið með og finnið eitthvað við ykkar hæfi. Öll hreyfing er heilsueflandi.
Stundaskrá félagsstarfs haust 2022
Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Allir dagskráliðir fara fram á Hlaðhömrum 2 nema annað sé tekið fram.
Á flest námskeið er skráningaskylda.
Mánudagur
- 09:00 Gler/leir námskeið – Fríða. Skráning.
- 09:30 Heilsa og Hugur, Varmá. Báðir hópar saman. Skráning.
- 14:05 Vatnsleikfimi, Lágafellslaug. Skráning.
- 11:00 – 12:00 Púttæfingar fyrir FaMos félaga í Gólfskálanum.
- 11:0 – 16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu.
- 12:45 Kóræfing hjá Vorboðum (Safnaðarheimilið).
- 13:00 Perluhópur Jónu, Eirhömrum. Öll velkomin.
Þriðjudagur
- 11:00 Ganga frá Eirhömrum
- 11:00 – 15:00 Postulínsnámskeið/hópur. Annan hvern þri. og fim. Skráning.
- 12:10 Ringó, Varmá. Salur 1.
- 13:45 Vatnsleikfimi, Lágafellslaug. Skráning.
- 11:00 – 16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu
- 13:00 – 16:00 Ljósálfa-hópur, handavinnustofu. Öll velkomin.
- 13:00 Bókbands-námskeið. Skráning.
Miðvikudagur
- 09:00 Gler/leir námskeið – Fríða. Skráning.
- 09:30 Heilsa og Hugur, Varmá. Skráning.
- 10:30 Heilsa og Hugur, Varmá. Skráning.
- 10:30 Boccia, Eirhömrum.
- 12:00 Boccia, Varmá. Salur 1.
- 11:00 – 16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu.
- 13:00 Málunarnámskeið Hannesar, Eirhömrum. Skráning.
- 13:00 Gönguhópur frá Fellinu/Varmá.
- 13:30 Helgistund. Borðsal Eirhamra annan hvern miðvikudag.
- 13:00 Perluhópur Jónu, Eirhömrum. Öll velkomin.
Fimmtudagur
- 10:45 Leikfimi hjá Karin, Eirhömrum. Ókeypis.
- 11:15 Leikfimi hjá Karin, Eirhömrum. Ókeypis.
- 11:00 – 16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu.
- 11:00 – 15:00 Postulínsnámskeið/hópur. Annan hvern þri. og fim. Skráning.
- 11:30 Ringó, Varmá. Salur 1.
- 13:30 Gaman saman, Hlaðhömrum 2. Annan hvern fim.
- 14:00 Gaman saman, Þverholti 3. Annan hvern fim.
- 14:40 Dans leikfimi með Auði Hörpu, íþróttahúsinu Varmá. Skráning.
Föstudagur
- 09:30 Heilsa og Hugur, Varmá. Skráning.
- 10:30 Heilsa og Hugur, Varmá. Skráning.
- 11:00 Enskuhópur. Lokaður hópur.
- 11:00 Ganga frá Eirhömrum.
- 13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu.
- 13:00 Félagssvist, borðsal Eirhamra. Ókeypis.
- 14:05 Vatnsleikfimi, Lágafellslaug. Skráning.
Laugardagur
- 11:00 Ganga frá Eirhömrum
Frístundaávísun fyrir 67 ára og eldri
Upphæð frístundaávísunar fyrir árið 2023 er kr. 11.000.- og er tímabilið frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
Umsækjandi þarf að vera með lögheimili í Mosfellsbæ. Sótt er um frístundaávísunina á Íbúagátt Mosfellsbæjar. Skila þarf inn kvittun fyrir útlögðum kostnaði vegna þátttökugjalda með umsókninni eða í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Greiðslur eru lagðar inn á reikning umsækjanda eftir að umsókn og gildri kvittun hefur verið skilað inn. Kvittun skal ekki vera eldri en 6 mánaða. Greitt er út fyrir 15. hvers mánaðar, alla mánuði ársins nema júlí.
Hreyfi- og tómstundatilboð eða námskeið skulu að lágmarki vara í 4 vikur og vera stýrt af viðurkenndum leiðbeinendum eða kennurum.
Leiðbeiningar
- Fara á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
- Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
- Velja flokkinn „Umsóknir“.
- Velja „Ýmsar umsóknir og erindi“.
- Velja „Frístundaávísun 67 ára og eldri“.
- Fylla út umsóknina.
- Setja greiðslukvittun sem viðhengi við umsóknina. Ef kvittunin er bara til á pappír þarf að fara í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, og afhenda kvittunina þar.
- Smella á hnappinn „Senda umsókn“.
Kynningarfundur 7. september 2022
Heilsugæsla Mosfellsumdæmis
Stuðningsþjónusta
Öldungaráð
Gjaldskrár
Reglur og samþykktir
- Reglur og samþykktir ›Afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega
- Reglur og samþykktir ›Akstursþjónusta fyrir eldri borgara
- Reglur og samþykktir ›Dagdvöl aldraðra
- Reglur og samþykktir ›Sérstakur húsnæðisstuðningur
- Reglur og samþykktir ›Stuðningsþjónusta