Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt fyr­ir öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar.

1. gr. Um­boð

Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar starf­ar í um­boði bæj­ar­stjórn­ar með þeim hætti sem nán­ar
er kveði á um í sam­þykkt þess­ari, sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar nr. 238/2014, 2.
mgr. 38. gr. laga nr. 40/1991 m.s.b. og 8. gr. laga nr. 125/1999, um mál­efni aldr­aðra
m.s.b.

2. gr. Skip­an

Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar er skip­að sjö full­trú­um.

  • Þrír full­trú­ar og þrír til vara skulu til­nefnd­ir af Fé­lagi aldr­aðra í Mos­fells­bæ og
    ná­grenni (FaMos). Gert er ráð fyr­ir að þeir séu ekki full­trú­ar stjórn­mála­flokka
    eða hags­muna­sam­taka, ann­arra en FaMos.
  • Þrír full­trú­ar og þrír til vara skulu til­nefnd­ir af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að
    lokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.
  • Einn full­trúi og einn til vara skal til­nefnd­ur af heilsu­gæslu Mos­fellsum­dæm­is.

Ráð­ið kýs sér sjálft formann og vara­formann. Skip­un­ar­tími þess fylg­ir kjör­tíma­bili
bæj­ar­stjórn­ar. Seta í öld­unga­ráði er ólaun­uð. Starf­samað­ur fjöl­skyldu­sviðs er
starfs­mað­ur ráðs­ins og rit­ar hann jafn­framt fund­ar­gerð­ir þess.

3. gr. Hlut­verk og markmið

Hlut­verk öld­unga­ráðs Mos­fells­bæj­ar er að vera form­leg­ur og milli­liða­laus vett­vang­ur
sam­ráðs og sam­starfs við bæj­ar­yf­ir­völd um hags­muni eldri borg­ara í sveit­ar­fé­lag­inu.
Ráð­ið stuðl­ar þann­ig að skoð­ana­skipt­um og miðlun upp­lýs­inga milli eldri borg­ara og
stjórn­valda bæj­ar­ins um stefnu og fram­kvæmd í mál­efn­um sem varða eldri borg­ara
og er bæj­ar­ráði, bæj­ar­stjórn og fasta­nefnd­um til ráð­gjaf­ar í þeim efn­um.

Mark­mið­ið með starfi Öld­unga­ráðs er að gefa eldri borg­ur­um kost á að hafa aukin og
virk áhrif á mót­un stefnu og fram­kvæmd sveit­ar­fé­lags­ins á þeim svið­um sem lúta að
að­stæð­um og þjón­ustu við fólk á efri árum.

Öld­ungaráð skal hafa að leið­ar­ljósi markmið 1.gr. laga um mál­efni aldr­aðra nr. 125/1999.

4. gr. Verk­efni

Verk­efni öld­unga­ráðs hef­ur eft­ir­talin verk­efni á starfs­svæði sínu:

  • Að fylgjast með heilsu­fari og fé­lags­legri vel­ferð aldr­aðra og sam­hæfa
    þjón­ustu.
  • Að gera til­l­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar og ann­arra um öldrun­ar­þjón­ustu.
  • Að leit­ast við að tryggja að aldr­að­ir fái þá þjón­ustu sem þeir þarfn­ast og kynna
    öldr­uð­um þá kosti sem í boði eru.
  • Veita um­sögn vegna beiðni um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir dagdvöl eða stofn­un
    fyr­ir aldr­aða sbr. 3.mg.r. 16. gr. laga nr. 125/1999.

5. gr. Starfs­hætt­ir

Öld­ungaráð kem­ur sam­an minnst fjór­um sinn­um á ári, en held­ur fundi þar að auki
eins oft og þurfa þyk­ir. Fund­ur er álykt­un­ar­hæf­ur ef meira en helm­ing­ur fund­ar­manna
er mætt­ur.

Formað­ur öld­unga­ráðs boð­ar til funda og stýr­ir þeim. Á dagskrá skulu tekin mál sem
full­trú­ar í ráð­inu hafa óskað eft­ir að fjallað verði um, enda séu þau á verk­sviði
ráðs­ins. Jafn­framt skulu tekin á dagskrá mál sem for­menn bæj­ar­stjórn­ar, bæj­ar­ráðs
eða fasta­nefnda sveit­ar­fé­lags­ins óska eft­ir að ráð­ið fjalli um.

Gert er ráð fyr­ir að fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi fund með ráð­inu að minnsta kosti
ár­lega. Þá er þess enn­frem­ur vænst að ráð­ið leggi fram skýrslu um og kynni starf sitt.
Fund­ir skulu boð­að­ir með a.m.k. viku fyr­ir­vara og skal dagskrá fylgja fund­ar­boði. Ra­fræn
boð­un fund­ar og út­send­ing fund­ar­gagna telst full­gild boð­un. Heim­ilt er að taka mál til
með­ferð­ar í ráð­inu þótt það sé ekki til­greint í út­sendri dagskrá en skylt er þá að fresta
af­greiðslu þess til næsta fund­ar sé þess óskað.

Öld­ungaráð skal halda gerða­bók og senda eft­ir­rit fund­ar­gerða til bæj­ar­stjórn­ar
jafnóð­um. Ráð­ið ger­ir til­lög­ur eða send­ir er­indi til við­kom­andi fasta­nefnda eða beint til
bæj­ar­ráðs eða bæj­ar­stjórn­ar um þau mál­efni sem það tel­ur varða hags­muni eða
að­stæð­ur eldri borg­ara. Jafn­framt tek­ur öld­ungaráð til um­fjöll­un­ar þau mál sem
fasta­nefnd­ir, bæj­ar­ráð eða bæj­ar­stjórn vísa til um­sagn­ar ráðs­ins. Öld­ungaráð get­ur
að sama skapi óskað eft­ir fundi með nefnd um mál­efni sem það tel­ur þörf fyr­ir að
kynna henni. Mos­fells­bær læt­ur öld­unga­ráði í té að­stöðu til fund­ar­halda. Enn­frem­ur
skal ráð­ið njóta að­stoð­ar starfs­manns bæj­ar­ins, t.d. við boð­un funda og til milli­göngu
við ann­að starfs­fólk bæj­ar­fé­lags­ins um út­veg­un gagna vegna um­fjöll­un­ar­efna
ráðs­ins.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar – 1388. fundi 28. fe­brú­ar 2019.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00