Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í apríl 2018 var hald­inn op­inn nefnd­ar­fund­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar um mót­un stefnu í mál­efn­um eldri borg­ara í Mos­fells­bæ og hafa hug­mynd­ir frá þeim fundi varð­að gerð stefnu í mála­flokkn­um.

Fengn­ir voru ut­an­að­kom­andi ráð­gjaf­ar til að halda utan um fund­inn en starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar tók að sér að vinna úr nið­ur­stöð­um fund­ar­ins.

Fjöl­skyldu­nefnd er ráð­gef­andi í mála­flokkn­um gagn­vart bæj­ar­stjórn og hef­ur nefnd­in unn­ið með stefn­una í drög­um og jafn­framt fal­ið öld­unga­ráði að veita sitt álit.

Mót­un stefnu í mál­efn­um eldri borg­ara í Mos­fells­bæ hef­ur jafn­framt skír­skot­un til þeirr­ar stefnu­mót­un­ar sem fram fór hjá Mos­fells­bæ árið 2017 og gild­ir til árs­ins 2027. Að þeirri vinnu kom starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar og kjörn­ir full­trú­ar.


Fram­tíð­ar­sýn

Mos­fells­bær er fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.

Áherslu­flokk­ar í stefnu Mos­fells­bæj­ar eru rétt þjón­usta, flott fólk og stolt sam­fé­lag.
Und­ir hverj­um áherslu­flokki eru þrjár áhersl­ur.

  • veit­um þjón­ustu sem mæt­ir þörf­um
  • erum til stað­ar fyr­ir fólk
  • þró­um sam­fé­lag­ið í rétta átt

 

Rétt þjón­usta – Per­sónu­leg / Skil­virk / Snjöll

Við veit­um mark­vissa og per­sónu­lega þjón­ustu og leit­umst við að sjá fyr­ir þarf­ir þeirra sem til okk­ar leita. Skil­virkni ein­kenn­ir vinnu­brögð og við höf­um ætíð í huga með hvaða hætti megi spara íbú­um og öðr­um við­skipta­vin­um sporin.

 

Flott fólk – Sam­starfs­fús / Fram­sækin / Með­vit­uð

Við vinn­um í þágu sam­fé­lags­ins og stærstu verk­efni næstu ára felast í að auka lífs­gæði bæj­ar­búa og ánægju starfs­manna í stækk­andi bæj­ar­fé­lagi. Það ger­um við með því að vera fram­sækin og nýta fé­lagsauð­inn í þágu sam­fé­lags­ins.

 

Stolt sam­fé­lag – Eft­ir­sótt / Heil­brigð / Sjálf­bær

Við styðj­um við að­gerð­ir sem auka heil­brigði, sam­heldni og sam­vinnu milli starfs­manna og íbúa. Mos­fells­bær er sveit í borg og það vilj­um við varð­veita og búa þann­ig um hnút­ana að al­menn sátt ríki um þjón­ustu og verk­efni sveit­ar­fé­lags­ins.

 

Meg­in­hluti starf­semi Mos­fells­bæj­ar snýst um þarf­ir og vel­ferð íbúa og á það við um öll svið mann­lífs­ins í Mos­fells­bæ.

Þann­ig vill Mos­fells­bær vera per­sónu­leg­ur, skil­virk­ur og snjall þeg­ar kem­ur að því að veita rétta þjón­ustu. Í áherslu­flokkn­um flott fólk vill Mos­fells­bær vera sam­starfs­fús, fram­sæk­inn og með­vit­að­ur. Þeg­ar kem­ur að stoltu sam­fé­lagi vill Mos­fells­bær vera eft­ir­sótt­ur, heil­brigð­ur og sjálf­bær.

Stefna Mos­fells­bæj­ar tek­ur fyrst og fremst á því hvern­ig þjón­usta er veitt og þeg­ar kem­ur að þeim þjón­ustu­þátt­um sem varða eldri borg­ara beint skipt­ir máli að þjón­ust­an sé per­sónu­leg, t.d. þann­ig að þörf­um sé mætt. Þeg­ar kem­ur að skil­virkni skipt­ir máli að ákvarð­an­ir séu tekn­ar eins hratt og mögu­legt er og segja má að margt í vel­ferð­ar­tækni hljóti að mæta áhersl­um bæj­ar­ins um að vera snjall í sinni þjón­ustu­veit­ingu. Þá skipt­ir máli þeg­ar kem­ur að íbú­um að bær­inn sé sam­starfs­fús og nýti öll tæki­færi til þess að bæta og styrkja sam­tal við íbúa. Loks skipt­ir máli að bær­inn leggi áherslu á heil­brigði með því að standa vel að heilsu­efl­ingu allra ald­urs­hópa svo dæmi séu tekin um áhersl­ur Mos­fells­bæj­ar sem falla vel að þeim að­gerð­um sem leiða af stefnu Mos­fells­bæj­ar í mál­efn­um eldri borg­ara.


Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna

Við mót­un stefnu eldri borg­ara voru höfð til hlið­sjón­ar heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un og þau verk­efni sem falla und­ir þau.

Heims­mark­mið­in eru 17 tals­ins með 169 und­ir­markmið. Að­ild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa skuld­bund­ið sig við að vinna skipu­lega að inn­leið­ingu mark­mið­anna. Að­al­inn­tak heims­mark­mið­anna er að eng­ir ein­stak­ling­ar eða hóp­ar verði skild­ir eft­ir. Í því felst að mark­mið­in ná til allra sam­fé­lags­hópa, á öll­um aldri.

Heims­mark­mið­in nálg­ast mál­efni aldr­aðra með marg­vís­leg­um hætti og geta þann­ig stuðlað bæði að virkni og þátt­töku aldr­aðra í sam­fé­lag­inu. Heims­mark­mið­in eru víð­feðm og ná yfir flest svið op­in­bers rekstr­ar. Í júní 2018 sam­þykkti rík­is­stjórn Ís­lands að for­gangsr­aða 65 af 169 und­ir­mark­mið­um Heims­mark­mið­anna við inn­leið­ingu þeirra hér á landi.

Í fram­kvæmd hvíla Heims­mark­mið­in á stoð­um beggja stjórn­sýslu­stiga á Ís­landi, þ.e. rík­is og sveit­ar­stjórn­ar. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur bent á að 65% af und­ir­mark­mið­um heims­mark­mið­anna verði ekki inn­leidd án að­komu sveit­ar­fé­laga.

Í ljósi þess að heims­mark­mið­in eru dæmi um lang­tíma­stefnu­mót­un þar sem sam­mælst er um stór meg­in­markmið til lengri tíma er æski­legt að taka mið af þeim við mót­un lang­tíma­stefnu á sveit­ar­stjórn­arstig­inu.


Markmið

Í stefnu Mos­fells­bæj­ar í mál­efn­um eldri borg­ara eru fjög­ur meg­in­markmið. Þau eru heil­brigt líf, efl­andi um­hverfi, virk þátttaka og ör­ugg bú­seta. Und­ir hverju mark­miði eru nokkr­ar að­gerð­ir og eru þær sett­ar fram í for­gangs­röð.

Við fram­kvæmd stefn­unn­ar er mik­il­vægt að á hverj­um tíma verði unn­ið jafnt og þétt að fram­kvæmd þeirra að­gerða sem styðja við þau markmið sem stefn­an snýst um. Fram­kvæmd stefn­unn­ar er á ábyrgð fjöl­skyldu­sviðs og fjöl­skyldu­nefnd ber ábyrgð á eft­ir­liti með fram­kvæmd henn­ar og kem­ur með ábend­ing­ar á því sviði. Loks ber fjöl­skyldu­nefnd ábyrgð á því að end­ur­meta að­gerð­ir ef þörf kref­ur. Öld­ungaráð fær stefnu í mál­efn­um eldri borg­ara til um­sagn­ar og er til ráð­gjaf­ar við mót­un henn­ar.

Með stefn­unni er leit­ast við að skapa um­gjörð í mála­flokkn­um sem er til þess fallin að styðja við mál­efna­svið eldri borg­ara og mæta þann­ig þörf­um og tryggja vel­ferð eldri borg­ara í Mos­fells­bæ. Allt eru þetta við­fangs­efni og eig­in­leik­ar sem þarf að vakta og við­halda í góðri sam­vinnu við íbúa á hverj­um tíma und­ir for­ystu fjöl­skyldu­nefnd­ar og starfs­fólks fjöl­skyldu­sviðs.


1. Heil­brigt líf

Markmið

Eldra fólk hafi góð tæki­færi til að stunda heilsu­sam­leg­an lífs­stíl og hreyf­ingu og með gott að­gengi að úti­vist­ar­svæð­um og íþrótta­mann­virkj­um. Unn­ið verði mark­visst að því að efla að­stöðu og hvetja til þátt­töku og sam­veru eldra og yngra fólks í heilsu­efl­ingu.

Að­gerð­ir

  • Að víkka út og auka þátt­töku eldri borg­ara í verk­efn­um á veg­um heilsu­efl­andi
    sam­fé­lags.
  • Að auka þátt­töku eldri borg­ara í skipu­lagðri heilsu­efl­ingu.
  • Að koma á heilsu­fars­mæl­ing­um í sam­vinnu við heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í Mos­fells­bæ.
  • Að auka nám­skeiða­hald og efla sam­vinnu Mos­fells­bæj­ar við FAMOS.
  • Að sam­þætta fé­lags- og heil­brigð­is­þjón­ustu.
  • Að bjóða upp á úr­ræði fyr­ir aldr­aða með heila­bilun.

2. Efl­andi um­hverfi

Markmið

Í allri stefnu­mót­un Mos­fells­bæj­ar er tek­ið mið af þörf­um eldri borg­ara, virð­ing borin fyr­ir þekk­ingu, reynslu, skoð­un­um og sjálfs­ákvörð­un­ar­rétti þeirra og þann­ig stuðlað að heild­rænni þjón­ustu. Eldra fólk hafi greið­an að­g­ang að bygg­ing­um og sam­göng­um í Mos­fells­bæ þann­ig að um­hverf­ið tak­marki ekki mögu­leika þeirra sem eru með færniskerð­ingu.

Að­gerð­ir

  • Að vinna að fjölg­un íbúða sem henta þeim sem búa við færniskerð­ingu, bæði á
    al­menn­um mark­aði og í sam­vinnu við fyr­ir­tæki í vel­ferð­ar­þjón­ustu svo sem í gegn­um skipu­lag og með áhersl­um í hús­næð­is­stefnu.
  • Að vinna að verk­efn­um þar sem tek­ið verði mið af hug­mynda- og að­ferð­ar­fræði verk­efn­is­ins „ald­ur­svæn­ar borg­ir“ sem bygg­ir á stefnu Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna.
  • Að fram­kvæma reglu­lega við­horfs­könn­un um ósk­ir 60 ára og eldri fyr­ir fram­tíð­ar­bú­setu og þjón­ustu.
  • Að fjöl­skyldu­svið og um­hverf­is­sviðs vinni reglu­lega út­tekt á ferl­imál­um og á þeim grunni fram­kvæmda­áætlun á sviði ferl­imála.
  • Að al­menn­ings­sam­göng­ur og akst­urs­þjón­usta mæti þörf­um eldri borg­ara.

3. Virk þátttaka

Markmið

Eldra fólk eru virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu og fá tæki­færi til að efla tengsl sín á milli, sem og við fjöl­skyldu, stunda fjöl­breytt fé­lags­st­arf og með gott að­gengi að upp­lýs­ing­um og marg­vís­legri þjón­ustu, óháð efna­hag. Upp­lýs­ing­um um fé­lags­st­arf eldri borg­ara er miðlað með mark­viss­um hætti til að ná megi til flestra.

Að­gerð­ir

  • Að vinna að verk­efn­um sem eru til þess fallin að ná til þeirra eldri borg­ara sem eru fé­lags­lega ein­angr­að­ir.
  • Að stuðla að þátt­töku eldri borg­ara í hóp­tím­um tengd­um fé­lags­starfi og auka þátt­töku í nám­skeið­um.
  • Að könn­un á áhuga­sviði og þörf­um fari fram með reglu­bundn­um hætti.
  • Að stuðla að því að frí­stunda­á­vís­an­ir verði nýtt­ar sem hvati til auk­inn­ar virkni.
  • Að hafa frum­kvæði að og þróa sam­st­arf við stofn­an­ir, fé­lög og fyr­ir­tæki um heilsu­efl­ingu og fé­lags­st­arf.

4. Ör­ugg bú­seta

Markmið

Eldra fólki er gert kleift að búa við ör­yggi og sem lengst í heima­húsi með því að veita við­eig­andi stuðn­ing og ein­stak­linga­mið­aða þjón­ustu með áherslu á for­varn­ir, end­ur­hæf­ingu og að nýta vel­ferð­ar­tækni til að leggja grunn að virkni eldri borg­ara og lífs­gæð­um. Eldri borg­ar­ar ráða sér sjálf­ir og öll að­stoð skal taka mið af því að fólk fái tæki­færi til að við­halda færni sinni og lifa því lífi sem það kýs.

Að­gerð­ir

  • Að mæta þörf­um á grund­velli form­legs mats og styðja við bú­setu í heima­húsi með því að veita sam­þætta fé­lags- og heil­brigð­is­þjón­ustu.
  • Að nýta sta­fræn sam­skipti til að auð­velda og styðja við virka þátt­töku og sjálf­stæði.
  • Að nýta vel­ferð­ar­tækni til að þróa þjón­ust­una og stuðla að um­bót­um.
  • Að end­ur­hæf­ing verði í aukn­um mæli veitt í heima­húsi.
  • Að leggja áherslu á fræðslu starfs­fólks sem sinn­ir þjón­ustu við eldri borg­ara og þar á með­al í sam­skipt­um við heila­bil­aða.
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00