Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Dagdvöl aldr­aðra í Mos­fells­bæ.

I. kafli – Markmið, hlut­verk og skipu­lag

1. gr. Markmið

Dagdvöl aldr­aðra er fé­lags­legt stuðn­ingsúr­ræði sem hef­ur það að mark­miði að gera þeim sem að stað­aldri þurfa eft­ir­lit og um­sjá kleift að búa sem lengst í heima­húsi við eins eðli­leg­ar að­stæð­ur og auð­ið er. Jafn­framt er leit­ast við að efla dval­ar­gesti til sjálfs­hjálp­ar.

2. gr. Hlut­verk

Hlut­verk dagdval­ar er að bjóða ein­stak­ling­um upp á mat á heilsu­fari, þjálf­un, tóm­stunda­iðju, fé­lags­leg­an stuðn­ing, fræðslu, ráð­gjöf og að­stoð við at­hafn­ir dag­legs lífs .

Fylgst er með and­legri og lík­am­legri líð­an dagdval­ar­gesta, nær­ingu og fé­lags­legri þátt­töku, sem og kom­um í dagdvöl­ina.

Í boði skal vera akst­urs­þjón­usta milli dagdval­ar og heim­il­is, sbr. 3. tl. 13. gr. laga nr. 125/1999, um mál­efni aldr­aðra.

3. gr. Rétt­ur til dagdval­ar og til­hög­un

Rétt til dagdval­ar eiga þeir ein­stak­ling­ar sem þurfa eft­ir­lit og um­sjá til að geta búið áfram heima. Við mat á þjón­ustu­þörf er ávallt höfð að leið­ar­ljósi geta og færni um­sækj­anda.

Dval­ið er að jafn­aði hluta úr degi, ým­ist dag­lega eða til­tekna daga vik­unn­ar. Dagdvölin er starf­rækt frá kl. 9:00 til kl. 17:00 virka daga.

Þörf fyr­ir dvöl skal end­ur­met­in eft­ir þörf­um.

Dagdvölin er sam­tvinn­uð þeirri starf­semi sem fer að öðru leyti fram í þjón­ustumið­stöð aldr­aðra á Eir­hömr­um.

4. gr. Stjórn og yf­ir­um­sjón

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar fer með mál­efni dagdval­ar aldr­aðra. Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs hef­ur yf­ir­um­sjón með starf­sem­inni.

Eir, hjúkr­un­ar­heim­ili ann­ast dag­lega stjórn­un dagdval­ar­inn­ar og þjón­ustu við þá sem sækja hana. Þar skal starfa fé­lagsliði eða ann­ar starfs­mað­ur með reynslu og þekk­ingu á umönn­un aldr­aðra, sem og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur að minnsta kosti í hlutastarfi sam­kvæmt samn­ingi Mos­fells­bæj­ar við Eir, hjúkr­un­ar­heim­ili.

II. kafli – Fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar

5. gr. Um­sókn

Um­sókn um dagdvöl skal berast Mos­fells­bæ skrif­lega eða á ra­f­rænu formi sem nálg­ast má í Íbúagátt bæj­ar­ins. Í um­sókn skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um um­sækj­anda, svo sem heilsu­far, færni og ástæðu um­sókn­ar. Um­sókn skal fylgja vott­orð sér­fræð­ings sem stað­fest­ir þörf um­sækj­anda fyr­ir þjón­ust­una. Í um­sókn skal einn­ig til­greint hve marga daga og hvaða daga vik­unn­ar óskað er eft­ir dvöl.

Um­sækj­andi get­ur veitt öðr­um skrif­legt um­boð til að sækja um fyr­ir sína hönd.

Að jafn­aði er mat á þjón­ustu­þörf um­sækj­anda í hönd­um fé­lags­ráð­gjafa og hjúkr­un­ar­fræð­ings. Í sér­stök­um til­fell­um og við end­ur­mat er heim­ilt að afla nauð­syn­legra gagna skrif­lega eða með sím­tali við sér­fræð­ing með sam­þykki þess er í hlut á.

6. gr. Mat á færni og þörf fyr­ir dagdvöl

Mat á því hvort dagdvöl henti ein­stak­lingi er bæði háð færni hans og þeirri þjón­ustu sem í boði er. Hér á eft­ir eru til­greind helstu at­riði í því sam­bandi:

  1. Gert er ráð fyr­ir að dval­ar­gest­ur hafi and­lega færni til að nýta sér þá þjón­ustu sem í boði er og þurfi ekki stöð­ugt eft­ir­lit.
  2. Gert er ráð fyr­ir að dval­ar­gest­ur kom­ist að mestu hjálp­ar­laust milli staða inn­an­húss.
  3. Gert er ráð fyr­ir að dval­ar­gest­ur geti að mestu séð um sal­ern­is­ferð­ir sjálf­ur.
  4. Veitt er að­stoð við mál­tíð­ir eft­ir þörf­um.
  5. Veitt er að­stoð við lyfja­töku, t.d. minnt á lyfja­tíma og séð til þess að lyf séu tekin.
  6. Í boði eru t.d. blóð­syk­urs-, blóð­þrýst­ings- og púls­mæl­ing­ar.
  7. Veitt er að­stoð við ein­fald­ar sára­skipt­ing­ar.
  8. Dval­ar­gest­um sem eru að mestu sjálf­bjarga er veitt að­stoð við að fara í bað.

Sé það mat starfs­fólks dagdval­ar að ein­stak­ling­ur sé of veik­ur til að nýta sér þjón­ust­una er fjöl­skyldu­sviði til­kynnt um það. Starfs­mað­ur sviðs­ins leit­ast þá við að finna við­eig­andi úr­ræði fyr­ir þann sem í hlut á.

7. gr. Sam­st­arf um þjón­ustu

Leit­ast skal við að skipu­leggja og sam­hæfa þjón­ustu dagdval­ar ann­arri þjón­ustu sem við­kom­andi nýt­ur, svo sem frá heilsu­gæslu eða öðr­um sjúkra- og heil­brigð­is­stofn­un­um. Í slík­um til­vik­um skal ætíð liggja fyr­ir sam­þykki dval­ar­gests.

8. gr. Gjald dag­vist­ar

Sam­kvæmt samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og Eir­ar, hjúkr­un­ar­heim­il­is ann­ast Eir inn­heimtu daggjalda frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins skv. reglu­gerð um dag­gjöld fyr­ir hjúkr­un­ar-, dval­ar- og dagdval­ar­rými sem ekki eru á föst­um fjár­lög­um, sem og hlut dval­ar­gesta skv. sömu reglu­gerð og 19. gr. laga nr. 125/1999 um mál­efni aldr­aðra.

Í sam­ræmi við ákvæði reglu­gerð­ar vel­ferð­ar­ráð­herra hverju sinni er nauð­syn­leg­ur flutn­ings­kostn­að­ur heim­il­is­manna innifal­inn í dagdval­ar­gjaldi. Þeir sem njóta þjón­ustu dagdval­ar skulu greiða 1.020 kr. á dag, sbr. 19. gr. laga nr. 125/1999, um mál­efni aldr­aðra, með síð­ari breyt­ing­um.1

9. gr. For­föll

Dval­ar­gesti ber að til­kynna starfs­manni dagdval­ar um öll for­föll sem valda því að hann komi ekki til dval­ar.

III kafli – Máls­með­ferð, mál­skots­rétt­ur og gild­is­tími

10. gr. Mat á þjón­ustu­þörf

Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur dagdval­ar meta í sam­ein­ingu um­sókn­ir um dagdvöl til sam­þykkt­ar eða synj­un­ar.

Um­sækj­andi skal fá skrif­legt svar inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sókn berst. Sé um­sókn sam­þykkt skal til­greint hvort við­kom­andi sé boð­in dag­vist þá þeg­ar eða hann sé kom­inn á bið­lista og verði boð­in þjón­usta þeg­ar rými losn­ar.

11. gr. Rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar

Ef um­sókn er synjað skal um­sækj­andi fá skrif­leg­ar skýr­ing­ar á for­send­um synj­un­ar. Jafn­framt skal hon­um bent á áfrýj­un­ar­rétt sinn.

12. gr. Áfrýj­un­ar­á­kvæði

Um­sækj­andi um dagdvöl get­ur áfrýjað ákvörð­un um synj­un til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar og óskað end­ur­skoð­un­ar. Skal það gert skrif­lega inn­an fjög­urra vikna.

13. gr. Gild­is­tími

Regl­ur þess­ar eru sett­ar sam­kvæmt lög­um nr. 125/1999 um mál­efni aldr­aðra og öðl­ast þeg­ar gildi.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 28. janú­ar 2015.

1Reglu­gerð nr. 1185/2014 um dag­gjöld fyr­ir dval­ar­rými, dagdval­ar­rými og hjúkr­un­ar­rými sem eru ekki á föst­um fjár­lög­um árið 2015.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00