Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ings­þjón­ustu.

I. kafli – Al­mennt um stuðn­ings­þjón­ustu.

1. gr. Lag­a­grund­völl­ur.

Í regl­um þess­um er kveð­ið á um út­færslu á þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög­um er skylt að veita, sbr. 25.-27. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og 1. tölul. 1. mgr. 13. gr. laga um mál­efni aldr­aðra nr. 125/1999.

2. gr. Markmið.

Markmið stuðn­ings­þjón­ustu er að að­stoða og hæfa ein­stak­linga sem þurfa að­stæðna sinna vegna á stuðn­ingi að halda við at­hafn­ir dag­legs lífs, við heim­il­is­hald og/eða til að rjúfa fé­lags­lega ein­angrun. Stuðn­ings­þjón­usta skal stefna að því að efla við­kom­andi til sjálfs­hjálp­ar og gera hon­um kleift að búa sem lengst í heima­húsi.

Við fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar skal þess gætt að hvetja ein­stak­ling­inn til ábyrgð­ar á sjálf­um sér og öðr­um og virða sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt hans. Um leið skulu sköp­uð skil­yrði til að ein­stak­ling­ur­inn geti tek­ið virk­an þátt í sam­fé­lag­inu á eig­in for­send­um. Stuðn­ings­þjón­usta skal í heild sinni miða að vald­efl­ingu og mið­ast við ein­stak­lings­bundn­ar þarf­ir og að­stæð­ur.

3. gr. Stuðn­ing­ur.

Stuðn­ings­þjón­usta er fyr­ir þau sem búa á eig­in heim­ili og þurfa stuðn­ing vegna skertr­ar getu, fötl­un­ar, fjöl­skyldu­að­stæðna, álags eða veik­inda. Stuðn­ings­þjón­usta sam­kvæmt regl­um þess­um er veitt bæði inn­an heim­il­is og utan. Í sam­ræmi við 5. mgr. 26. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveitar­félaga er gert ráð fyr­ir því al­menna við­miði að há­mark veittr­ar að­stoð­ar geti num­ið allt að 15 klukku­­stundum á viku út frá mati á stuðn­ings­þörf. Há­marks­stuðn­ing­ur er aldrei veitt­ur nema þeg­ar um umfangs­miklar þjón­ustu­þarf­ir er að ræða að mati fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Með stuðn­ings­þjón­ustu í regl­um þess­um er átt við eft­ir­far­andi stuðn­ing:

  1. Fé­lags­legt inn­lit, sem stuðn­ing­ur við at­hafn­ir dag­legs lífs og tek­ur mið af þörf­um not­anda, svo sem við að sinna per­sónu­legu hrein­læti, klæð­ast eða af­klæð­ast og hafa eft­ir­lit með nær­ingu og lyfjainn­töku.
  2. Stuðn­ing­ur við heim­il­is­hald er stuðn­ing­ur við þau verk sem þarf að leysa af hendi á heim­ili not­anda sem hann eða aðr­ir heim­il­is­menn eru ekki fær­ir um að ann­ast sjálf­ir. Auk þess er veitt­ur stuðn­ing­ur við að nýta vel­ferð­ar­tækni, ef við á, sem auð­veld­ar not­anda heim­il­is­hald og starfs­fólki að veita þjón­ust­una.
  3. Heimsend­ing á mat er fyr­ir þá not­end­ur sem ekki geta ann­ast matseld sjálf­ir og hafa ekki tök á að mat­ast í þjón­ustumið­stöð­inni Eir­hömr­um.
  4. Ein­stak­lings­stuðn­ing­ur, sem mið­ar einkum að því að rjúfa fé­lags­lega ein­angr­un og hef­ur það markmið að styðja og hvetja not­anda til fé­lags­legr­ar þátt­töku. Ein­stak­lings­stuðn­ing­ur er ein­göngu veitt­ur til ein­stak­linga sem falla und­ir lög um þjón­ustu við fatl­að fólk með lang­varandi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018. Heim­ilt er í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um að veita ein­staklings­­stuðning til þeirra sem áður hafa not­ið stuðn­ings sam­kvæmt regl­um Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra, þrátt fyr­ir að ein­stak­ling­ur­inn falli ekki und­ir lög um þjón­ustu við fatl­að fólk.

Stuðn­ing­ur er ekki veitt­ur í þeim til­vik­um þeg­ar aðr­ir að­il­ar bera ábyrgð á að veita þann stuðn­ing, t.d. heima­hjúkr­un. Þó er heim­ilt að veita stuðn­ings­þjón­ustu sam­hliða ann­arri þjón­ustu.

Leit­ast skal við að koma til móts við ein­stak­lings­bundn­ar þarf­ir hvers og eins. Not­andi skal vera á heim­il­inu þeg­ar stuðn­ing­ur er veitt­ur skv. a- og b-lið þess­ar­ar grein­ar og taka þátt í þeim verk­um sem leysa þarf af hendi, eft­ir því sem kost­ur er enda er markmið stuðn­ings­þjón­ustu að styrkja hann til sjálfs­hjálp­ar. Ef að­stæð­ur eru með þeim hætti að not­andi get­ur ekki ver­ið til stað­ar get­ur stuðn­ingur við heim­il­is­hald far­ið fram með skrif­legu sam­þykki not­anda.

4. gr. Skil­yrði fyr­ir sam­þykki.

Um­sækj­andi skal upp­fylla öll eft­ir­tal­in skil­yrði til að fá stuðn­ings­þjón­ustu sam­kvæmt regl­um þess­um:

  1. Um­sækj­andi skal vera orð­inn 18 ára.
  2. Um­sækj­andi skal eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ. Um­sækj­andi með lög­heim­ili utan Mosfells­bæjar get­ur sótt um stuðn­ing sam­kvæmt regl­um þess­um en skil­yrði er að um­sækj­andi hafi lög­heim­ili í Mos­fells­bæ með­an stuðn­ing­ur er veitt­ur.
  3. Um­sækj­andi skal búa í sjálf­stæðri bú­setu. Ein­stak­ling­ar, sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ili eða stofn­un þar sem greidd eru dag­gjöld frá rík­inu, eiga að jafn­aði ekki rétt á þjón­ustu sam­kvæmt regl­um þess­um. Fatl­að fólk, sem er yngra en 67 ára, og býr á hjúkr­un­ar­heim­ili eða stofn­un þar sem greidd eru dag­gjöld frá rík­inu get­ur feng­ið stuðn­ing sam­kvæmt c-lið 2. mgr. 3. gr. reglna þess­ara þeg­ar sér­stak­ar ástæð­ur eru til stað­ar.
  4. Um­sækj­andi skal vera met­inn í þörf fyr­ir stuðn­ings­þjón­ustu sam­kvæmt 7. gr. reglna þess­ara.

II. kafli – Um­sókn­ir og mat.

5. gr. Um­sókn.

Um­sókn um stuðn­ings­þjón­ustu er að­gengi­leg í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar. Um­sókn er lögð fram af hálfu ein­stak­lings, sem ósk­ar eft­ir stuðn­ingi. Beiðni um þjón­ustu get­ur einnig kom­ið frá starfs­fólki heil­brigð­is- og/eða vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Að feng­inni um­sókn er um­sækj­anda boð­ið við­tal. Ráð­gjafi met­ur stuðn­ings­þörf um­sækj­anda skv. 7. gr. regln­anna og veit­ir ráð­legg­ing­ar um þá þjón­ustu sem get­ur kom­ið til móts við þarf­ir hans. Þeg­ar um end­ur­nýj­un á um­sókn er að ræða, eða ef breyt­ing­ar verða á þjón­ustu­þörf er það mat fjöl­skyldu­sviðs hvort boða þurfi um­sækj­anda í við­tal eða ekki.

6. gr. Fylgigögn með um­sókn og upp­lýs­inga­öfl­un.

Með um­sókn skal leggja fram vott­orð sér­fræð­ings sem stað­fest­ir þörf um­sækj­anda fyr­ir þjón­ustu skv. a-, b- og c-lið 2. mgr. 3. gr. reglna þess­ara.

Við stað­fest­ingu um­sókn­ar er um­sækj­andi upp­lýst­ur um heim­ild fjöl­skyldu­sviðs til að afla þeirra upp­lýs­inga sem nauð­syn­leg­ar eru við vinnslu um­sókn­ar. Heim­ilt er að óska eft­ir nauðsyn­legum upp­lýs­ing­um og/eða gögn­um frá um­sækj­anda og öðr­um að­il­um með­an á um­sókn­ar­ferl­inu stend­ur. Ef þörf er á skal um­sækj­andi fá að­stoð við öfl­un nauð­syn­legra gagna.

7. gr. Mat á stuðn­ings­þörf.

Um­sókn um stuðn­ings­þjón­ustu er met­in af fjöl­skyldu­sviði og haft er sam­band við um­sækj­anda að jafn­aði inn­an tveggja vikna frá því að um­sókn berst. Mat á stuðn­ings­þörf fer fram í sam­vinnu við um­sækj­anda á heim­ili hans eða á öðr­um vett­vangi í sam­ráði við hann.

Við mat á stuðn­ings­þörf skal líta til eft­ir­far­andi at­riða:

  1. Fé­lags­legra að­stæðna.
  2. Sam­fé­lags­þátt­töku og virkni.
  3. Fé­lags­legr­ar færni.
  4. Styrk­leika.
  5. At­hafna dag­legs lífs.
  6. Heilsu.
  7. Hegð­un­ar.
  8. Annarra mik­il­vægra upp­lýs­inga.

Stuðn­ings­þarf­ir eru ein­stak­lings­bundn­ar og taka mið af þörf­um og að­stæð­um um­sækj­anda og fjöl­skyldu hans. Mat á stuðn­ings­þörf nær einnig til mögu­leika á að nýta tækni, hjálp­ar­tæki og/eða þess að breyta verklagi í at­höfn­um dag­legs lífs. Við mat á stuðn­ings­þörf skal einnig taka mið af mati sam­kvæmt við­eig­andi mats­tækj­um, s.s. RAI-Home Care, þeg­ar við á.

Við mat á stuðn­ings­þörf er horft til heildarað­stæðna um­sækj­anda og skipu­lags dag­legs lífs. Mark­mið­ið er að styðja um­sækj­anda til að leita bestu mögu­legu lausna við heim­il­is­hald og at­hafn­ir dag­legs lífs, til þess að hann geti búið heima, bjarg­að sér sjálf­ur, ver­ið fé­lags­lega virk­ur og tek­ið þátt í sam­fé­lag­inu án að­grein­ing­ar. Stuðn­ing­ur bygg­ist fyrst og fremst á þeim mark­mið­um sem umsækj­andi set­ur sér til að ráða við dag­legt líf.

Séu þjón­ustu­þarf­ir fatl­aðs um­sækj­anda um­fangs­meiri en unnt er að veita sam­kvæmt regl­um þess­um vís­ast til reglna Mos­fells­bæj­ar um stoð­þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðnings­þarfir.

8. gr. Sam­þykkt um­sókna og for­gangs­röð­un.

Sé um­sókn sam­þykkt fær um­sækj­andi skrif­legt svar þess efn­is og hvenær ráð­gert er að stuðn­ingur geti haf­ist. Við upp­haf þjón­ustu er gerð­ur samn­ing­ur með upp­lýs­ing­um um um­fang og eðli þess stuðn­ings sem veitt­ur verð­ur. Þeg­ar sér­stak­ar að­stæð­ur krefjast þess er heim­ilt að hefja stuðn­ing þótt sam­þykkt­ar­ferli sé ekki lok­ið.

Að jafn­aði er um­sókn sam­þykkt til að há­marki tveggja ára í senn. Í þeim til­fell­um þar sem fyr­ir­séð er að stuðn­ings­þörf sé við­var­andi er heim­ilt að sam­þykkja stuðn­ing til lengri tíma.

Þeg­ar um er að ræða stuðn­ing vegna veik­inda skal stuðn­ing­ur ætíð met­inn, skipu­lagð­ur og sam­hæfður með fag­að­il­um heil­brigð­is­þjón­ustu í sam­ræmi við þarf­ir um­sækj­anda. Í slík­um til­vik­um er stuðn­ing­ur sam­þykkt­ur til skemmri tíma, að há­marki til sex mán­aða.

Sé nið­ur­staða mats sú að að­stæð­ur um­sækj­anda séu ekki með þeim hætti að þörf sé á stuðn­ingi ber að synja um­sókn­inni og er um­sækj­andi upp­lýst­ur um það skrif­lega.

Full­nægi um­sækj­andi skil­yrð­um 4. gr. reglna þess­ara rað­ast um­sókn í for­gangs­röð með hlið­sjón af mati á stuðn­ings­þörf um­sækj­anda og for­gangs­röð­un fyr­ir stuðn­ings­þjón­ustu.

9. gr. Áætl­un um fram­kvæmd stuðn­ings.

Áður en stuðn­ing­ur hefst skal liggja fyr­ir stuðn­ings­áætl­un eða verk­samn­ing­ur eft­ir því sem við á hverju sinni. Stuðn­ing­ur­inn skal ætíð byggja á skýr­um mark­mið­um og koma skal fram hvernig ár­ang­ur verði met­inn. Tryggja skal að not­andi geti kom­ið sín­um sjón­ar­mið­um á fram­færi á þann hátt sem hent­ar hon­um.

Í verk­samn­ingi skal koma fram:

  • Markmið með stuðn­ingi og hvernig mark­mið­um skuli náð.
  • Hvaða stuðn­ing er um að ræða og hvernig hann skuli veitt­ur.
  • Gild­is­tími.
  • Notk­un húslykla not­anda, ef við á.

Í stuðn­ings­áætl­un skal koma fram:

  • Markmið með stuðn­ingi og hvernig mark­mið­um skuli náð.
  • Hvaða stuðn­ing er um að ræða og hvernig hann skuli veitt­ur.
  • Upp­hæð út­lagðs kostn­að­ar starfs­manns, ef við á.
  • Ferða­máti not­anda og starfs­manns, ef við á.

III. kafli – Fram­kvæmd.

10. gr. Gjald­skrá.

Greitt er fyr­ir stuðn­ing við heim­il­is­hald og heimsend­ingu á mat sam­kvæmt gild­andi gjald­skrá sbr. 4. mgr. 26. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.

Und­an­þegn­ir gjald­skyldu hvað varð­ar stuðn­ing við heim­il­is­hald eru þeir sem ein­ung­is hafa tekj­ur sam­kvæmt fram­færslu­við­miði Trygg­inga­stofn­un­ar eða þar und­ir og skal í slík­um til­fell­um skila inn stað­festu skatt­fram­tali um­sækj­anda.

11. gr. Tími og um­fang stuðn­ings.

Að jafn­aði er stuðn­ing­ur sam­kvæmt regl­um þess­um veitt­ur milli kl. 08.00 og 22.00. Stuðn­ing­ur við heim­il­is­hald skv. b-lið 2. mgr. 3. gr. reglna þess­ara í formi heim­il­is­þrifa er ein­göngu veitt­ur á dagvinnu­tíma.

Stuðn­ing­ur sam­kvæmt regl­um þess­um er veitt­ur í sam­ræmi við ein­stak­lings­bundn­ar þarf­ir. Ákvörð­un um stuðn­ings­þjón­ustu fel­ur í sér að stuðn­ing­ur sé að jafn­aði veitt­ur í til­tek­inn fjölda klukku­stunda í mán­uði eða í viku hverri á grund­velli mats á stuðn­ings­þörf­um.

12. gr. Breytt­ar að­stæð­ur og end­ur­mat.

Not­anda, að­stand­end­um, lögráða­manni eða per­sónu­leg­um tals­manni, eft­ir at­vik­um, ber að upp­lýsa fjöl­skyldu­svið um breyt­ing­ar á hög­um sem áhrif kunna að hafa á fyr­ir­liggj­andi mat. Ef um er að ræða veru­leg­ar breyt­ing­ar eft­ir að um­sókn hef­ur ver­ið sam­þykkt er heim­ilt að end­ur­skoða stuðn­ings­­þörf og áætl­un um fram­kvæmd stuðn­ings.

Leit­ast skal við að meta og skrá ár­ang­ur stuðn­ings­þjón­ustu með reglu­bundn­um hætti.

IV. kafli – Ýmis ákvæði.

13. gr. Ferð­ir.

Að meg­in­stefnu skal nota al­menn­ings­sam­göng­ur þeg­ar stuðn­ings­þjón­usta er veitt utan heim­il­is. Mögu­leik­ar not­anda til að nota al­menn­ings­sam­göng­ur skulu metn­ir fyr­ir upp­haf þjón­ustu. Notk­un al­menn­ings­sam­gangna get­ur ver­ið hluti af mark­mið­um stuðn­ings­áætl­un­ar sem lið­ur í að efla sjálf­stæði not­anda.

14. gr. Kostn­að­ur.

Not­anda ber að greiða fyr­ir sig all­an þann kostn­að sem hlýst af því að stuðn­ings­þjón­usta er veitt utan heim­il­is.

Fjöl­skyldu­svið end­ur­greið­ir starfs­manni út­lagð­an kostn­að vegna ein­stak­lings­stuðn­ings. Út­lagð­ur kostn­að­ur starfs­manns skal tengd­ur þeim mark­mið­um sem sett eru í stuðn­ings­áætl­un. Miða skal við upp­hæð á mán­að­ar­grunni sbr. við­mið fjöl­skyldu­sviðs.

Fjöl­skyldu­svið greið­ir starfs­manni bif­reiða­styrk skv. akst­urs­dag­bók sé heim­ild fyr­ir akstri á einka­bif­reið sam­kvæmt stuðn­ings­áætl­un. Í þeim til­fell­um skal miða við há­marks­fjölda kíló­metra á mán­að­ar­grunni, sbr. við­mið fjöl­skyldu­sviðs. Horft skal til fjölda sam­þykktra tíma við ákvörð­un kíló­metrafjölda. Greitt er fyr­ir akst­ur sam­kvæmt ákvörð­un ferða­kostn­að­ar­nefnd­ar rík­is­ins um kíló­metra­­gjald hverju sinni.

15. gr. Lykl­ar not­enda.

Ef starfs­mað­ur þarf lyk­il að heim­ili not­anda þeg­ar þjón­usta er veitt skv. a- og b-lið 2. mgr. 3. gr. reglna þess­ara skal lyk­ill geymd­ur á þjón­ustumið­stöð Eir­hamra. Kveð­ið skal á um það í samn­ingi og hald­in skal skrá yfir notk­un lyk­ils­ins. Sé um raflás að ræða gild­ir það sama.

16. gr. Vinnu­að­stæð­ur.

Í lög­um um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um nr. 46/1980 merk­ir vinnu­stað­ur það um­hverfi inn­an­húss og utan, þar sem starfs­mað­ur hefst við eða þarf að fara um starfa sinna vegna. Þar skal gætt fyllsta ör­ygg­is og góð­ur að­bún­að­ur tryggð­ur. Starfs­mað­ur skal hafa að­gang að þeim bún­aði sem nauð­syn­leg­ur er svo hann geti sinnt starfi sínu sem skyldi.

Vinna starfs­manna í stuðn­ings­þjón­ustu fer fram á einka­heim­il­um og þarf not­andi eða umbjóð­andi hans að tryggja að að­stæð­ur séu þannig að áð­ur­nefnd­um at­rið­um sé full­nægt.

Skap­ist þær að­stæð­ur inni á heim­il­inu að ör­yggi starfs­fólks sé ógn­að, t.d. vegna óreglu, áreitni eða ógn­andi hegð­un­ar, þarf taf­ar­laust að gera við­eig­andi ráð­staf­an­ir. Fresta get­ur þurft þjón­ustu á með­an leit­að er ráð­gjaf­ar og að­stoð­ar við að finna við­eig­andi lausn­ir.

Starfs­mönn­um er óheim­ilt að reykja inni á heim­ili not­anda og not­andi sam­þykk­ir að reykja ekki með­an starfs­menn eru inni á heim­il­inu.

V. kafli – Máls­með­ferð og ákvörð­un.

17. gr. Máls­með­ferð.

Um máls­með­ferð gilda ákvæði stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993 og ákvæði XVI. og XVII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.

18. gr. Við­eig­andi að­lög­un.

Við alla vinnslu og með­ferð um­sókna skv. regl­um þess­um skal tryggja að við­eig­andi stuðn­ing­ur, að­stoð og leið­bein­ing­ar séu veitt­ar til að um­sækj­andi geti nýtt sér stuðn­ing­inn. Í því felst m.a. að upp­lýs­ing­ar séu sett­ar fram á því formi sem við­kom­andi ein­stak­ling­ur get­ur nýtt sér, tryggt sé að hann komi sín­um sjón­ar­mið­um á fram­færi og sé kynnt­ur rétt­ur sinn til að vísa máli sínu lengra, telji hann þörf á.

19. gr. Máls­hraði.

Kanna skal að­stæð­ur um­sækj­anda svo fljótt sem unnt er eft­ir að um­sókn berst. Mos­fells­bær skal taka ákvörð­un í máli án óhóf­legra tafa og tryggja að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörð­un er tek­in.

Þeg­ar fyr­ir­sjá­an­legt er að af­greiðsla máls muni tefjast ber að skýra að­ila máls frá því. Skal þá upp­lýsa um ástæð­ur taf­anna og hvenær ákvörð­un­ar sé að vænta.

20. gr. Sam­vinna við um­sækj­anda.

Við með­ferð um­sókn­ar, öfl­un gagna og ákvarð­ana­töku skal leit­ast við að hafa sam­vinnu og sam­ráð við um­sækj­anda eft­ir því sem unnt er en að öðr­um kosti við að­stand­end­ur hans, lögráða­mann eða per­sónu­leg­an tals­mann eft­ir því sem við á.

21. gr. End­ur­skoð­un.

Rétt til stuðn­ings­þjón­ustu má end­ur­skoða hvenær sem er. Meta skal hvort um­sækj­andi full­nægi skil­yrð­um reglna þess­ara og hvort breyt­ing­ar sem orð­ið hafa á að­stæð­um um­sækj­anda og/eða annarra heim­il­is­manna hafi áhrif á rétt hans og um­fang þjón­ustu.

22. gr. Rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar.

Ef sann­reynt er við með­ferð máls að upp­lýs­ing­ar sem um­sækj­andi hef­ur veitt eru rang­ar eða vill­andi, stöðv­ast af­greiðsla um­sókn­ar­inn­ar á með­an um­sækj­anda er gef­ið tæki­færi til að leið­rétta eða bæta úr ann­mörk­um.

Ef um­sókn um stuðn­ings­þjón­ustu er lögð fram á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga af hálfu um­sækj­anda veld­ur það synj­un um­sókn­ar eða get­ur leitt til aft­ur­köll­un­ar ákvörð­un­ar.

23. gr. Varð­veisla gagna, trún­að­ur og að­gang­ur að gögn­um.

Máls­gögn er varða per­sónu­lega hagi ein­stak­linga skulu varð­veitt með tryggi­leg­um hætti. Hafi starfs­menn kynnst einka­hög­um um­sækj­anda eða annarra í starfi sínu er leynt eiga að fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls er þeim óheim­ilt að fjalla um þau mál við óvið­kom­andi nema að fengnu sam­þykki við­kom­andi. Þagn­ar­skylda helst eft­ir að starfs­mað­ur læt­ur af störf­um.

Um­sækj­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um sem varða mál hans að svo miklu leyti sem það stang­ast ekki á við trún­að gagn­vart öðr­um.

Vinnsla mála og varð­veisla gagna bygg­ist á lög­um um per­sónu­vernd og vinnslu persónu­upplýsinga nr. 90/2018 og lög­um um op­in­ber skjala­söfn nr. 77/2014.

24. gr. Leið­bein­ing­ar til um­sækj­anda.

Við af­greiðslu um­sókn­ar skal fjöl­skyldu­svið bjóða um­sækj­anda ráð­gjöf ef þörf er á og veita upp­lýsingar og leið­bein­ing­ar um rétt­indi sem hann kann að eiga ann­ars stað­ar. Þá skal starfs­fólk einnig upp­lýsa um­sækj­anda um þær skyld­ur sem kunna að hvíla á hon­um vegna fram­kvæmd­ar sam­kvæmt regl­um þess­um.

Sér­stak­lega skal gætt að frum­kvæð­is­skyldu, sbr. 32. gr. laga um þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

25. gr. Heim­ild­ir til ákvarð­ana sam­kvæmt regl­um þess­um.

Fjöl­skyldu­svið tek­ur ákvarð­an­ir sam­kvæmt regl­um þess­um í um­boði bæj­ar­stjórn­ar Mosfells­bæjar.

26. gr. Nið­ur­staða og rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar.

Kynna skal nið­ur­stöðu á af­greiðslu um­sókn­ar með skrif­leg­um hætti svo fljótt sem unnt er. Sé um­sókn synj­að skal um­sækj­andi fá skrif­legt svar þar sem vís­að er með skýr­um hætti til við­eig­andi ákvæða reglna þess­ara og leið­beint um heim­ild til að óska rök­stuðn­ings fyr­ir synj­un.

Upp­lýsa skal um­sækj­anda um rétt hans til að fara fram á end­ur­skoð­un synj­un­ar. Um­sækj­andi get­ur áfrýj­að ákvörð­un fjöl­skyldu­sviðs til fjöl­skyldu­nefnd­ar inn­an fjög­urra vikna frá því hon­um barst vitn­eskja um ákvörð­un.

27. gr. Mál­skot til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála.

Ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar skal kynnt um­sækj­anda skrif­lega og um leið skal hon­um kynnt­ur rétt­ur hans til að kæra ákvörð­un­ina til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, sé um synj­un að ræða.Skal það gert inn­an þriggja mán­aða frá því að um­sækj­anda var kunn­gerð ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar.

28. gr. Gild­istaka.

Sam­þykkt á 318. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar 19. apríl 2022. Stað­fest á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 4. maí 2022. Regl­ur þess­ar öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um og jafn­framt falla úr gildi óbirt­ar regl­ur Mos­fells­bæj­ar um fé­lags­lega heima­þjón­ustu frá 28. júní 2017.

Mos­fells­bæ, 9. maí 2022.

Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs.

B deild – Út­gáfud.: 7. júní 2022