Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing.

I. kafli – Al­menn ákvæði

1. gr. Skil­grein­ing og markmið

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur er fjár­stuðn­ing­ur til greiðslu á húsa­leigu um­fram hús­næð­is­bæt­ur sem veitt­ar eru á grund­velli laga um hús­næð­is­bæt­ur nr. 75/2016. Hann er veitt­ur á grund­velli 45. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og tek­ur mið af leið­bein­ing­um fyr­ir sveit­ar­fé­lög um fram­kvæmd sér­staks hús­næð­isstuðn­ings, út­gefn­um af fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu.

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur er ætl­að­ur þeim fjöl­skyld­um og ein­stak­ling­um sem ekki eru á ann­an hátt fær­ir um að sjá sér fyr­ir hús­næði sök­um lágra launa, lít­illa eigna, þungr­ar fram­færslu­byrð­ar og fé­lags­legra að­stæðna.

II. kafli – Um­sókn og skil­yrði fyr­ir greiðslu sér­staks hús­næð­isstuðn­ings

2. gr. Um­sókn

Fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar ann­ast af­greiðslu um­sókna um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing. Um­sókn skal skila ra­f­rænt í íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Við und­ir­rit­un um­sókn­ar veita um­sækj­andi og að­r­ir heim­il­is­menn, 18 ára og eldri, fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar heim­ild til að afla þeirra upp­lýs­inga frá op­in­ber­um að­il­um sem nauð­syn­legt er til að hægt sé að taka af­stöðu til um­sókn­ar.

Hafi um­beð­in gögn ekki borist 45 dög­um frá um­sókn­ar­degi er um­sókn um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing synjað. Þetta gild­ir þó ekki í þeim til­vik­um ef töf á skil­um á gögn­um má rekja til ann­arra að­ila en um­sækj­anda.

3. gr. Skil­yrði þess að um­sókn öðl­ist gildi

Um­sækj­andi skal upp­fylla öll eft­ir­far­andi skil­yrði til að um­sókn öðl­ist gildi og verða skil­yrð­in að vera upp­fyllt á með­an um­sækj­andi fær greidd­an sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing:

Um­sækj­andi skal hafa feng­ið sam­þykkta um­sókn um hús­næð­is­bæt­ur á grund­velli laga nr. 75/2016 um hús­næð­is­bæt­ur.

Um­sækj­andi skal vera orð­inn 18 ára á um­sókn­ar­degi og eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ þeg­ar sótt er um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing.

Að leigu­hús­næði sé stað­sett í Mos­fells­bæ nema um sé að ræða hús­næði fyr­ir 15-17 ára börn, sbr. 7. gr. reglna þess­ara.

Um­sókn um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing get­ur öðl­ast gildi þrátt fyr­ir að skil­yrði 2., 3. eða 4. mgr. sé ekki upp­fyllt, þeg­ar fyr­ir ligg­ur að um­sækj­andi er í hús­næð­is­leit. Gild­is­tími um­sókn­ar er þrír mán­uð­ir frá sam­þykk­is­degi og hefjast greiðsl­ur ekki fyrr en öll skil­yrði þess­ar grein­ar eru upp­fyllt.

III. kafli – Fjár­hæð og greiðsla sér­staks hús­næð­isstuðn­ings

4. gr. Fjár­hæð sér­staks hús­næð­isstuðn­ings

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur er reikn­að­ur sem hlut­fall af hús­næð­is­bót­um þann­ig að fyr­ir hverj­ar 1.000 kr. fær leigj­andi greidd­ar 900 kr. í sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing, að teknu til­liti til lækk­un­ar sam­kvæmt öðr­um skil­yrð­um 4. gr.

Hús­næð­is­bæt­ur og sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur geta aldrei num­ið hærri fjár­hæð sam­an­lagt en 103.265 kr. Sú fjár­hæð kem­ur til end­ur­skoð­un­ar þeg­ar breyt­ing verð­ur á grunn­fjár­hæð­um hús­næð­is­bóta sam­kvæmt lög­um um hús­næð­is­bæt­ur nr. 75/2016.

Hús­næð­is­bæt­ur og sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur geta aldrei far­ið yfir 75% af leigu­fjár­hæð. Ef leigu­fjár­hæð er lægri en 91.300 kr. á mán­uði geta greiðsl­ur hús­næð­is­bóta og sér­staks hús­næð­isstuðn­ings ekki far­ið yfir 60% af leigu­fjár­hæð. Greiðslu­byrði um­sækj­anda skal þó ávallt vera að lág­marki 55.000 kr.

5. gr. Greiðsla sér­staks hús­næð­isstuðn­ings

Skil­yrði þess að um­sækj­andi fái greidd­an sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing er að hann fái einn­ig greidd­ar hús­næð­is­bæt­ur á grund­velli laga nr. 75/2016.

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur greið­ist um­sækj­anda í fyrstu viku hvers almanaksmán­að­ar og er greidd­ur eft­ir á fyr­ir leigu­tíma und­an­far­andi mán­að­ar eða hluta úr mán­uði, hefj­ist leigu­tími síð­ar en fyrsta dag mán­að­ar eða ljúki fyr­ir síð­asta dag mán­að­ar. Samn­ing­ar að­ila um fyr­ir­fram­greiðslu hús­næð­is­kostn­að­ar breyta engu hér um.

Heim­ilt er að greiða sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing til leigu­sala sam­kvæmt skrif­legri beiðni um­sækj­anda.

Um­sókn tek­ur gildi í þeim mán­uði sem sótt er um, ekki er greitt aft­ur­virkt frá þeim tíma.

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur skal falla nið­ur frá og með næstu mán­aða­mót­um eft­ir að skil­yrði reglna þess­ara eru ekki leng­ur upp­fyllt. Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur skal þó falla nið­ur frá og með þeim degi þeg­ar leigu­samn­ing­ur fell­ur úr gildi.

6. gr. Frest­un greiðslna

Þeg­ar um er að ræða frest­un á greiðslu hús­næð­is­bóta frá rík­inu er heim­ilt að fresta greiðslu sér­staks hús­næð­isstuðn­ings þar til greiðsla hús­næð­is­bóta fer fram. Í þeim til­fell­um skal til­kynna um­sækj­anda um­svifa­laust að fyr­ir­hug­að sé að fresta greiðslu.

7. gr. Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur vegna 15-17 ára barna

Veita skal sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing til for­eldra eða for­sjár­að­ila 15–17 ára barna sem leigja her­bergi á heima­vist eða náms­görð­um hér á landi vegna náms fjarri lög­heim­ili. Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur skal vera óháð­ur tekj­um og eign­um for­eldra eða for­sjár­að­ila og nem­ur 60% af leigu­fjár­hæð. Fjár­hæð styrks skal þó aldrei nema hærri upp­hæð en 20.000 kr. á mán­uði. Lág­marks­greiðsla for­eldra eða for­sjár­að­ila skal vera 10.000 kr. á mán­uði. Með um­sókn um slík­an stuðn­ing skal leggja fram húsa­leigu­samn­ing og stað­fest­ingu á námi barns.

Ákvæði 3.-5. gr. reglna þess­ara gilda ekki um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing vegna 15-17 ára barna.

IV. kafli – End­ur­nýj­un um­sókn­ar, upp­lýs­inga­skylda og end­ur­skoð­un ákvörð­un­ar

8. gr. End­ur­nýj­un um­sókn­ar

Um­sókn um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing held­ur gildi sínu svo lengi sem skil­yrði fyr­ir rétti til hús­næð­is­bóta eru upp­fyllt en þó aldrei leng­ur en til loka leigu­samn­ings. Um­sókn skal skila ra­f­rænt í íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Ekki er þörf á að end­ur­nýja um­sókn um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing ár­lega. Sé um­sækj­andi með virka um­sókn um al­menn­an hús­næð­isstuðn­ing hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un og gild­an húsa­leigu­samn­ing við­helst gildi um­sókn­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing. Ef um­sækj­andi flyt­ur bú­ferl­um þarf um­sækj­andi að fylla út nýja um­sókn.

9. gr. Breyt­ing­ar á að­stæð­um um­sækj­anda

Um­sækj­andi skal upp­lýsa fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar um all­ar þær breyt­ing­ar sem verða á að­stæð­um hans og áhrif kunna að hafa á fyr­ir­liggj­andi mat á þörf fyr­ir sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing.

10. gr. Leið­rétt­ing á sér­stök­um hús­næð­isstuðn­ingi

Hafi fjár­hæð sér­staks hús­næð­isstuðn­ings ver­ið hærri en um­sækj­andi átti rétt til á um­ræddu tíma­bili ber hon­um að end­ur­greiða þá fjár­hæð sem of­greidd var. Fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar er heim­ilt að draga of­greidd­an stuðn­ing frá síð­ar til­komn­um sér­stök­um hús­næð­isstuðn­ingi til sama að­ila á næstu tólf mán­uð­um eft­ir end­ur­skoð­un. Ekki er heim­ilt að draga frá sér­stök­um hús­næð­isstuðn­ingi hærri fjár­hæð en nem­ur 25% af greiðsl­um í hverj­um mán­uði.

Hafi fjár­hæð sér­staks hús­næð­isstuðn­ings ver­ið lægri en um­sækj­andi átti rétt til á um­ræddu tíma­bili ber fjöl­skyldu­sviði að end­ur­greiða þá fjár­hæð sem van­greidd var.

11. gr. End­ur­skoð­un

Um­sækj­andi skal full­nægja skil­yrð­um 3. gr. reglna þess­ara frá því um­sókn er sam­þykkt og á með­an hann fær sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing á grund­velli gild­andi leigu­samn­ings.

Rétt til sér­staks hús­næð­isstuðn­ings má end­ur­skoða hvenær sem er og end­ur­reikna fjár­hæð sér­staks hús­næð­isstuðn­ings þann­ig að upp­hæð greiðslu verði í sam­ræmi við þær breyt­ing­ar sem orð­ið hafa á að­stæð­um um­sækj­anda og/eða ann­arra heim­il­is­manna.

12. gr. Rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur sem veitt­ur er á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga af hálfu um­sækj­anda er end­urkræf­ur af hálfu fjöl­skyldu­sviðs

Ef sann­reynt er við vinnslu máls að upp­lýs­ing­ar sem um­sækj­andi hef­ur veitt eru rang­ar eða vill­andi stöðvast af­greiðsla um­sókn­ar á með­an not­anda er gef­ið tæki­færi á að leið­rétta eða bæta úr ann­mörk­um.

V. kafli – Máls­með­ferð

13. gr. Könn­un á að­stæð­um

Taka skal ákvörð­un í máli svo fljótt sem unnt er og tryggja að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörð­un er tekin.

14. gr. Sam­vinna við um­sækj­anda

Við með­ferð um­sókn­ar, öfl­un gagna og upp­lýs­inga sem og ákvarð­ana­töku skal leit­ast við að hafa sam­vinnu og sam­ráð við um­sækj­anda eft­ir því sem unnt er en að öðr­um kosti við um­boðs­mann hans ef við á. Um­boðs­mað­ur skal fram­vísa skrif­legu um­boði.

15. gr. Varð­veisla gagna, trún­að­ur og að­gang­ur að gögn­um

Máls­gögn er varða per­sónu­lega hagi um­sækj­anda skulu varð­veitt með tryggi­leg­um hætti. Hafi starfs­menn kynnst einka­hög­um um­sækj­anda eða ann­arra í starfi sínu er leynt eiga að fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls er þeim óheim­ilt að fjalla um þau mál við óvið­kom­andi að­ila nema að fengnu sam­þykki við­kom­andi.

Um­sækj­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um sem varða mál hans að svo miklu leyti sem það er í sam­ræmi við lög og stang­ast ekki á við trún­að gagn­vart öðr­um.

16. gr. Leið­bein­ing­ar til um­sækj­anda

Við af­greiðslu um­sókn­ar skal starfs­mað­ur bjóða um­sækj­anda ráð­gjöf ef þörf er á og veita upp­lýs­ing­ar og leið­bein­ing­ar um rétt­indi sem hann kann að eiga ann­ars stað­ar. Þá skal starfs­mað­ur einn­ig upp­lýsa um­sækj­anda um þær skyld­ur sem kunna að hvíla á hon­um vegna um­sókn­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing.

17. gr. Heim­ild­ir til ákvarð­ana sam­kvæmt regl­um þess­um

Ákvörð­un um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing er tekin á fjöl­skyldu­sviði í um­boði fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

Fjöl­skyldu­nefnd hef­ur heim­ild til að veita und­an­þágu frá regl­um þess­um ef sér­stak­ar mál­efna­leg­ar ástæð­ur liggja fyr­ir og not­andi fer fram á það með sér­stakri beiðni til fjöl­skyldu­nefnd­ar inn­an fjög­urra vikna frá því not­anda barst vitn­eskja um ákvörð­un fjöl­skyldu­sviðs. Fjalla skal um um­sókn­ina og taka ákvörð­un svo fljótt sem unnt er.

18. gr. Kynn­ing á ákvörð­un um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing

Kynna skal nið­ur­stöðu um­sókn­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing fyr­ir um­sækj­anda með skrif­leg­um hætti sem fljótt sem unnt er. Sé um­sókn hafn­að í heild eða að hluta skal not­andi fá skrif­legt svar þar sem ákvörð­un er rök­studd með skýr­um hætti með vís­an til við­eig­andi ákvæða laga og reglna.

Ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar skal kynnt um­sækj­anda tryggi­lega og um leið skal hon­um kynnt­ur rétt­ur hans til mál­skots til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, hafi ekki ver­ið fall­ist á all­ar hans kröf­ur.

19. gr. Málskot til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála

Synj­un fjöl­skyldu­nefnd­ar má skjóta til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála. Skal það gert inn­an þriggja mán­aða frá því að að­ila máls var kunn­gerð hin kær­an­lega ákvörð­un.

20. gr. Laga­heim­ild

Regl­ur þess­ar eru sett­ar skv. heim­ild í 45. gr. laga nr. 40/1991, um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, sbr. 32. gr. laga nr. 75/2016 um hús­næð­is­bæt­ur.

21. gr. Gild­istaka

Sam­þykkt á 304. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar dags 2. mars 2021 og 778. fundi bæj­ar­stjórn­ar dags 10. mars 2021. Regl­urn­ar öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um og jafn­framt falla úr gildi regl­ur Mos­fells­bæj­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing dags. 29. nóv­em­ber 2017 sem birt­ar voru á vef Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00