Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.

1. gr.

Með regl­um þess­um veit­ir bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar tekju­litl­um elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þeg­um af­slátt af fast­eigna­skatti og frá­veitu­gjaldi skv. heim­ild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga og gjaldskrá um frá­veitu­gjald í Mos­fells­bæ.

2. gr.

Til að geta átt rétt á af­slætti þarf greið­andi fast­eigna­gjalda upp­fylla ann­að eft­ir­far­andi:

a) að vera elli­líf­eyr­is­þegi, þ.e.a.s. hafa orð­ið 67 ára næsta ár á und­an álagn­ing­ar­ári.

eða

b) að vera ör­orku­líf­eyr­is­þegi, þ.e.a.s. hafa a.m.k. 75% ör­orku næsta ár á und­an álagn­ing­ar­ári. Einn­ig geta þeir sem eru úr­skurð­að­ir 75% ör­yrkj­ar á álagn­ing­ar­ári geta sótt um hlut­falls­lega lækk­un frá því að ör­orkumat tók gildi.

3. gr.

Til að geta átt rétt á af­slætti þarf fast­eign­in að upp­fylla eft­ir­far­andi skil­yrði:

a) að vera íbúð­ar­hús­næði af­slátt­ar­þega þar sem hann hef­ur bú­setu og á lög­heim­ili. Af­slátt­ar­þegi sem fær vist­un á stofn­un á rétt til að njóta af­slátt­ar það ár og næsta ár á eft­ir, enda hafi við­kom­andi ekki leigu­tekj­ur af hús­næð­inu.

og

b) að vera þing­lýst eign af­slátt­ar­þega, hafa A skrán­ingu í fast­eigna­skrá og vera stað­sett á íbúð­ar­svæði sam­kvæmt skipu­lagi.

4. gr.

Til að geta átt rétt á af­slætti þarf fast­eign­in að upp­fylla ann­að eft­ir­far­andi:

a) að vera þing­lýst eign af­slátt­ar­þega.

eða

b) að geta gef­ið af­slátt­ar­þega rétt á vaxta­bót­um skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eigna­skatt. Ákvæði þetta vís­ar m.a. til þeirra sem búa í íbúð­um á veg­um Bú­seta og Eir­ar.

5. gr.

Þeg­ar um hjón eða sam­búð­ar­að­ila er að ræða næg­ir að ann­að hjóna eða sam­búð­ar­að­ili full­nægi skil­yrð­um sem veita rétt til af­slátt­ar sbr. 2. grein. Falli ann­ar að­il­inn frá nýt­ur eft­ir­lif­andi óbreytts af­slátt­ar út árið sem frá­fall­ið átti sér stað á. Komi til hjóna- eða sam­búð­arslita skal fjár­hæð af­slátt­ar haldast óbreytt út við­kom­andi álagn­ingarár sé eign­in í eigu ann­ars eða beggja.

6. gr.

Við eig­enda­skipti fast­eign­ar skal af­slátt­ur lækk­að­ur hlut­falls­lega í sam­ræmi við það hlut­fall sem eft­ir er af gjalda­ár­inu. Ein­stak­ling­ur eða hjón sem upp­fylla regl­ur um af­slátt og eign­ast fast­eign geta óskað eft­ir því að fá hlut­falls­leg­an af­slátt í sam­ræmi við það hlut­fall sem eft­ir er af gjalda­ár­inu.

7. gr.

Af­slátt­ur­inn reikn­ast af fast­eigna­skatti og frá­veitu­gjaldi og ræðst pró­senta af­slátt­ar af skatt­fram­tali síð­asta árs sem Rík­is­skatt­stjóri not­aði til álagn­ing­ar gjalda haust­ið fyr­ir álagn­ingu fast­eigna­gjalda. Til tekna teljast tekj­ur sem mynda stofn til tekju- og út­svars­stofns að við­bætt­um fjár­magn­s­tekj­um.

8. gr.

Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­svið Mos­fells­bæj­ar ákvarð­ar af­slátt í sam­ræmi við regl­ur þess­ar og skal byggja á út­reikn­ing­um Þjóð­skrár og Rík­is­skatt­stjóra. Fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði er heim­ilt að ákvarða eða endurákvarða af­slátt í sam­ræmi við regl­ur þess­ar og byggja út­reikn­ing af­slátt­ar á stað­festu skatt­fram­tali eða álagn­ing­ar­seðl­um.

9. gr.

Rísi ágrein­ing­ur um túlk­un reglna eða af­greiðslu mála skal mál­inu vísað til bæj­ar­ráðs.

10. gr.

Tekju­mörk elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega á ár­inu 2024 eru sem hér seg­ir:

Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega 2024
AfslátturFráTil
Tekjur einstaklinga 2022

100%

0

6.083.999

80%

6.084.000

6.456.999

60%

6.457.000

6.853.999

40%

6.854.000

7.274.999

20%

7.275.000

7.720.999

Tekjur samskattaðra einstaklinga 2022

100%

0

7.908.999

80%

7.909.000

8.393.999

60%

8.394.000

8.910.999

40%

8.911.000

9.456.999

20%

9.457.000

10.036.999

11. gr.

Regl­ur þess­ar taka gildi 1. janú­ar 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00