Hlutverk öldungaráðs Mosfellsbæjar er að vera formlegur og milliliðalaus vettvangur samráðs og samstarfs við bæjaryfirvöld um hagsmuni eldri borgara í sveitarfélaginu.
Ráðið stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli eldra fólks og stjórnvalds Mosfellsbæjar um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða eldra fólk og er þeim og fastanefndum þeirra til ráðgjafar í þeim efnum.
Markmið með starfi öldungaráðs er að gera eldra fólki kleift að hafa áhrif á og taka þátt í skipulagi og framkvæmd þjónustu sem það varðar, svo og öðrum hagsmunamálum sínum.
Öldungaráð skal hafa að leiðarljósi markmið 1. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.