Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um akst­urs­þjón­ustu fyr­ir eldri borg­ara.

I. kafli – Markmið og rétt­ur til þjón­ustu

1. gr. Markmið

Mark­mið­ið með akst­urs­þjón­ustu fyr­ir eldri borg­ara í Mos­fells­bæ er að gera þeim kleift að búa í heima­húsi sem lengst við eins eðli­leg­ar að­stæð­ur og auð­ið er, sbr. X. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, nr. 40/1991.

2. gr. Rétt­ur til þjón­ustu

Akst­urs­þjón­ust­an er ætluð íbú­um sem eru 67 ára og eldri, búa í heima­húsi, hafa ekki að­g­ang að eig­in far­ar­tæki og eru ófær­ir um að nota al­menn­ings­sam­göng­ur vegna langvar­andi hreyfi­höml­un­ar.

Með langvar­andi hreyfi­hömlun er átt við að hún hafi varað að lág­marki í þrjá mán­uði og að svo komnu megi ætla að kostn­að­ur vegna ferða sé far­inn að hafa áhrif á fjár­hag þess sem í hlut á.

Akst­urs­þjón­usta er því ekki veitt þeg­ar um er að ræða tíma­bundna hreyfi­hömlun, svo sem vegna sjúk­dóma eða slysa, t.d. bein­brota eða lið­skipta­að­gerða. Heim­ilt er þó að veita akst­urs­þjón­ustu, enda þótt um skemmri hreyfi­hömlun sé að ræða, hafi ein­stak­ling­ur ein­ung­is líf­eyr­is­greiðsl­ur frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins, sé fé­lags­lega ein­angr­að­ur og hafi litla að­stoð af hálfu fjöl­skyldu sinn­ar.

Hafi ein­stak­ling­ur sem orð­inn er 67 ára tal­ist fatl­að­ur sam­kvæmt lög­um nr. 59/1992 um mál­efni fatl­aðs fólks, með síð­ari breyt­ing­um, og notað ferða­þjón­ustu fram að þeim aldri á grund­velli reglna um ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks, á hann rétt á að halda þeirri þjón­ustu sam­kvæmt þeim regl­um með­an þörf kref­ur.

Regl­ur þess­ar gilda ekki um þá sem dvelja á stofn­un, svo sem hjúkr­un­ar­heim­ili, og þurfa að leita þjón­ustu utan stofn­un­ar, t.d. sér­fræðilækn­is­hjálp­ar, rann­sókna eða sjúkra­þjálf­un­ar, sbr. ákvæði 14. gr. laga um mál­efni aldr­aðra nr. 125/1999 um að slík­um stofn­un­um beri að tryggja að þar sé veitt hjúkr­un­ar- og lækn­is­þjón­usta, auk end­ur­hæf­ing­ar.

Um akst­ur í dagdvöl fyr­ir aldr­aða fer sam­kvæmt 13. gr. laga um mál­efni aldr­aðra, nr. 125/1999, og reglu­gerð nr. 45/1990 um dag­vist aldr­aðra er kveð­ur á um skyld­ur rekstr­ar­að­ila til að ann­ast og bera kostn­að af flutn­ings­þjón­ustu fyr­ir þá sem dagdvöl­ina sækja, til og frá heim­ili sínu.

3. gr. Fjöldi ferða

Ferð er skil­greind í regl­um þess­um sem akst­ur milli tveggja staða en ekki fram og til baka. Há­marks­fjöldi ferða er 16 ferð­ir í mán­uði. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um er heim­ilt að veita fleiri ferð­ir að upp­fyllt­um eft­ir­far­andi skil­yrð­um:

  • Lækn­is­með­ferð eða end­ur­hæf­ing á sjúkra­húsi eða end­ur­hæf­ing­ar­stofn­un í allt að þrjá mán­uði á ári.
  • Akst­ur í dagdvöl utan Mos­fells­bæj­ar ef fyr­ir ligg­ur að hlut­að­eig­andi geti ekki nýtt sér dagdvöl í bæj­ar­fé­lag­inu, sem og akst­ur í skipu­legt fé­lags­st­arf á veg­um bæj­ar­ins.

II. kafli – Fram­kvæmd

4. gr. Um­sókn

Um­sókn um akst­urs­þjón­ustu skal berast Mos­fells­bæ á skrif­legu eða ra­f­rænu formi sem nálg­ast má í Íbúagátt bæj­ar­ins. Í um­sókn skal veita al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um um­sækj­anda, ósk­ir um fjölda ferða og í hvaða til­gangi þær verða farn­ar. Þá skal til­greina hreyfi­hömlun um­sækj­anda og hvort hann hafi um­ráð yfir bif­reið. Þeg­ar sótt er um akst­urs­þjón­ustu í fyrsta sinn skal leggja fram stað­fest­ingu sér­fræð­ings um þörf fyr­ir þjón­ust­una og fjölda ferða.

Um­sókn er met­in á grund­velli mögu­leika um­sækj­anda til að nýta sér þjón­ustu al­menn­ings­far­ar­tækja eða aðra ferða­mögu­leika.

5. gr. Þjón­ustu­tími

Þjón­ustu­tími akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara mið­ast við þjón­ustu­tíma al­menn­ings­vagna Strætó bs. Mið­að er við að ferð­ir hefj­ist inn­an þjón­ustu­tíma.

Akst­ur á stór­há­tíð­ar­dög­um er eins og á sunnu­dög­um.

6. gr. Pant­an­ir og afp­ant­an­ir

Not­end­ur skrá pant­an­ir á net­inu eða í síma þjón­ustu­vers Strætó bs. Ferð skal pönt­uð með að minnsta kosti tveggja klukku­stunda fyr­ir­vara, en reynt er að öðr­um kosti að bregð­ast við pönt­un­um eins fljótt og auð­ið er.

Not­end­ur skulu veita upp­lýs­ing­ar um fast­ar ferð­ir til að þjón­ustu­að­il­ar geti leitað hag­ræð­is við skipu­lagn­ingu ferða.

Afpönt­un reglu­bund­inna ferða skal fara fram með sem mest­um fyr­ir­vara, helst deg­in­um áður, en í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um með tveggja klukku­stunda fyr­ir­vara. Að öðr­um kosti telst ferð­in með í upp­gjöri.

7. gr. Til­hög­un ferða

Mið­að er við akst­ur að og frá and­dyri. Not­end­ur skulu vera til­bún­ir til brott­far­ar á um­sömd­um tíma. Ekki er tryggt að bíll bíði sé not­andi ekki til­bú­inn. Bið­tími not­enda skal að jafn­aði ekki fara yfir 10 mín­út­ur frá um­sömd­um tíma.

Að­stoð við not­anda skal vera fyr­ir hendi á veg­um hans eða fyr­ir hönd hans, ger­ist þess þörf. Við sér­stak­ar að­stæð­ur veit­ir bíl­stjóri þó not­anda að­stoð við að kom­ast inn í bíl á brott­far­ar­stað eða út úr hon­um á áfangastað.

Ekki er beð­ið á með­an not­andi sinn­ir er­indi sínu og bíl­stjór­um er ekki heim­ilt að sinna sendi­ferð­um fyr­ir not­end­ur.

Not­anda sem ekið er til lækn­is er heim­ilt að hringja eft­ir akstri til baka að við­tali loknu, enda hafi ekki ver­ið vitað fyr­ir­fram hve lang­an tíma það tæki. Ekki er hægt að tryggja að bið­tími í þeim til­vik­um sé í sam­ræmi við 1. mgr. 7.gr.

Akst­urs­þjón­ust­an bygg­ist á sam­nýt­ingu öku­tækja þann­ig að fleiri en einn not­andi ferð­ast að jafn­aði sam­an. Mið­að er við að ferða­tími milli staða sé svip­að­ur og hjá al­menn­ings­vögn­um á þjón­ustu­svæð­inu.

Rétt eins og not­end­ur al­menn­ings­vagna þurfa þeir sem nýta akst­urs­þjón­ust­una að vera við­bún­ir töf­um eða breyt­ing­um á áætlun, svo sem vegna færð­ar eða um­ferð­ar­tafa á anna­tím­um.

Ábend­ing­um og kvört­un­um not­enda vegna þjón­ust­unn­ar skal beina til Mos­fells­bæj­ar.

8. gr. Að­r­ir far­þeg­ar og að­stoð­ar­menn

Not­anda er heim­ilt að hafa með sér einn far­þega og greið­ir not­and­inn þá sama gjald fyr­ir hann.

9. gr. Gjald og þjón­ustu­svæði

Um gjald fyr­ir akst­urs­þjón­ust­una vís­ast til gjald­skrár Mos­fells­bæj­ar þar að lút­andi.

Þjón­ustu­svæði akst­urs­þjón­ust­unn­ar er Hafn­ar­fjörð­ur, Garða­bær, Kópa­vog­ur, Reykja­vík, Seltjarn­ar­nes og Mos­fells­bær.

10. gr. Ör­yggi

Öku­tæki, öku­menn og að­r­ir starfs­menn sem vinna að akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara skulu upp­fylla ákvæði laga, reglu­gerða og leið­bein­inga vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir sveit­ar­fé­lög um ferða­þjón­ustu fyr­ir fatlað fólk frá 24. janú­ar 2012.

Öku­mað­ur sem sinn­ir akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara skal hafa til þess aukin öku­rétt­indi, hafa sótt skyndi­hjálp­ar­nám­skeið og önn­ur þau nám­skeið sem sér­stak­lega eru ætluð öku­mönn­um fólks­flutn­inga­bíla. Hann skal einn­ig leggja fram sér­stakt saka­vott­orð við um­sókn sína um starf.

Óheim­ilt er að ráða starfs­mann til akst­urs eða annarr­ar akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara sem hlot­ið hef­ur refsidóm fyr­ir brot á ákvæð­um XXII. kafla al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940, með síð­ari breyt­ing­um.

III. kafli – Máls­með­ferð, mál­skots­rétt­ur og gild­is­tími

11. gr. Ákvörð­un

Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar met­ur þjón­ustu­þörf um­sækj­anda. Hann skal kanna að­stæð­ur um­sækj­anda svo fljótt sem unnt er eft­ir að um­sókn hef­ur borist. Öfl­un gagna og upp­lýs­inga skal fara fram í sam­vinnu við um­sækj­anda eft­ir því sem unnt er.

Hlut­að­eig­andi starfs­mað­ur legg­ur mat sitt fyr­ir trún­að­ar­mála­fund fjöl­skyldu­sviðs sem starf­ar í um­boði bæj­ar­stjórn­ar, sbr. 2. mgr. 42. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011. Trún­að­ar­mála­fund­ur tek­ur ákvörð­un um heim­ild til akst­urs­þjón­ustu. Þeirri ákvörð­un get­ur um­sækj­andi skot­ið til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar ef hann unir ekki nið­ur­stöð­unni.

12. gr. Tíma­bil sam­þykkt­ar

Heim­ilt er að sam­þykkja akst­urs­þjón­ustu til tveggja ára í senn.

13. gr. Hlut­verk fjöl­skyldu­nefnd­ar

Hlut­verk fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar í þess­um efn­um er:

  • Að gera til­lög­ur að regl­um um akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara og hafa eft­ir­lit með að eft­ir þeim sé far­ið.
  • Að fjalla um öll stefnu­mark­andi mál sem varða akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara.
  • Að fjalla um um­sókn­ir ef um er að ræða und­an­þágu frá regl­um þess­um.
  • Að fjalla um ákvarð­an­ir trún­að­ar­mála­fund­ar fjöl­skyldu­sviðs þeg­ar um­sækj­end­ur skjóta þeim til nefnd­ar­inn­ar.

14. gr. Varð­veisla gagna, trún­að­ur og að­gang­ur að gögn­um

Máls­gögn er varða per­sónu­lega hagi ein­stak­linga skulu varð­veitt með tryggi­leg­um hætti. Hafi starfs­menn kynnst einka­hög­um not­enda eða ann­arra í starfi sínu er þeim óheim­ilt að fjalla um þau mál við óvið­kom­andi nema að fengnu skrif­legu sam­þykki þess er í hlut á.

Um­sækj­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um sem varða mál hans að því marki að ekki stang­ist á við trún­að gagn­vart öðr­um.

Öku­menn og að­r­ir starfs­menn akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara skulu skrifa und­ir yf­ir­lýs­ingu um trún­að. Trún­að­ar­skylda helst þó að lát­ið sé af starfi.

15. gr. Nið­ur­staða, rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar og málskot til fjöl­skyldu­nefnd­ar

Kynna skal um­sækj­anda nið­ur­stöðu trún­að­ar­mála­fund­ar fjöl­skyldu­sviðs skrif­lega svo fljótt sem auð­ið er. Sé um­sókn synjað í heild eða að hluta get­ur um­sækj­andi kraf­ist rök­studds, skrif­legs svars um for­send­ur þess. Þar skal jafn­framt kynnt­ur rétt­ur um­sækj­anda til að skjóta synj­un­inni til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til end­ur­skoð­un­ar. Beiðni um end­ur­skoð­un skal leggja fram inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um ákvörð­un trún­að­ar­mála­fund­ar.

16. gr. Málskot til úr­skurð­ar­nefnd­ar fé­lags­þjón­ustu og hús­næð­is­mála

Um máls­með­ferð fer skv. XVII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og stjórn­sýslu­lög­um nr. 37/1993. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að um­sækj­andi get­ur skot­ið ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar fé­lags­þjón­ustu og hús­næð­is­mála. Kæru­frest­ur er þrír mán­uð­ir frá því að til­kynn­ing barst um ákvörð­un­ina. Kæra telst fram komin inn­an kæru­frests ef bréf sem hef­ur hana að geyma hef­ur borist úr­skurð­ar­nefnd­inni eða ver­ið af­hent póst­þjón­ustu áður en frest­ur­inn er lið­inn.

17. gr. Gild­istaka

Regl­ur þess­ar öðl­ast gildi 24. októ­ber 2017. Jafn­framt falla úr gildi regl­ur Mos­fells­bæj­ar um akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara frá 1. janú­ar 2015.

Sam­þykkt í fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar 24. októ­ber 2017.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 1. nóv­em­ber 2017.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00