Mál númer 202201418
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Tillaga um að framkvæmdum við íþróttahús við Helgafellsskóla verði flýtt lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1624. fundar bæjarráðs samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Tillaga um að framkvæmdum við íþróttahús við Helgafellsskóla verði flýtt lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1624. fundar bæjarráðs samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. maí 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1624
Tillaga um að framkvæmdum við íþróttahús við Helgafellsskóla verði flýtt lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um breytingu á tíma-, verk- og sjóðsstreymisáætlun vegna innréttinga íþróttahúss Helgafellsskóla sem felur í sér að framkvæmdum verði lokið undir lok janúar 2025 í stað lok ágúst 2025. Jafnframt er samþykkt að fela sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs að meta hvort þörf sé á að gera viðauka við fjárfestingaáætlun 2024 vegna breytinga á sjóðsstreymi verkefnisins milli ára.
- 10. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #848
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda í útboði um innréttingu íþróttahúss Helgafellsskóla.
Afgreiðsla 1619. fundar bæjarráðs samþykkt á 848. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. apríl 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1619
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda í útboði um innréttingu íþróttahúss Helgafellsskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Land og verk, í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til útboðs á innréttingu íþróttahúss Helgafellsskóla. Framkvæmdin er í tveimur áföngum, innrétting íþróttahússins og innrétting búningsklefanna og nær verkið yfir tvö fjárhagsár. Áætluð verklok eru í ágúst 2025.
Afgreiðsla 1612. fundar bæjarráðs samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1612
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til útboðs á innréttingu íþróttahúss Helgafellsskóla. Framkvæmdin er í tveimur áföngum, innrétting íþróttahússins og innrétting búningsklefanna og nær verkið yfir tvö fjárhagsár. Áætluð verklok eru í ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að heimila útboð á innréttingu íþróttahúss Helgafellsskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Framvinduskýrsla nr. 21 vegna uppbyggingar Helgafellsskóla og íþróttahús við Helgfellsskóla lögð fram til kynningar
Afgreiðsla 1601. fundar bæjarráðs samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1601
Framvinduskýrsla nr. 21 vegna uppbyggingar Helgafellsskóla og íþróttahús við Helgfellsskóla lögð fram til kynningar
Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs og Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda, kynntu framvinduskýrslu nr. 21 um uppbyggingu Helgafellsskóla og uppbyggingu íþróttahúss við Helgafellsskóla.
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans um endurbætur lóðar fyrri áfanga og lagfæringar á öryggismálum innan lóðar.
Afgreiðsla 1585. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 22. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1585
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans um endurbætur lóðar fyrri áfanga og lagfæringar á öryggismálum innan lóðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Garðmenn ehf., í samræmi við fyrirliggjandi tillögu, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 12. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #825
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til að bjóða út frágang lóðar við íþróttahús Helgafellsskóla samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk minniháttar endurbóta á lóð fyrri áfanga.
Afgreiðsla 1574. fundar bæjarráðs samþykkt á 825. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. mars 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1574
Óskað er eftir heimild bæjaráðs til að bjóða út frágang lóðar við íþróttahús Helgafellsskóla samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk minniháttar endurbóta á lóð fyrri áfanga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út frágang lóðar við íþróttahús Helgafellsskóla samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti auk minniháttar endurbóta á lóð fyrri áfanga í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Kynning á samþykkt um byggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
Afgreiðsla 252. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. mars 2022
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #252
Kynning á samþykkt um byggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla. Nefndin bendir á að hugað verði að því að öll stoðrými verði fullnægjandi og að aðgengi að húsnæðinu henti fyrir notkun fyrir utan skólatíma.
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Kynning á samþykkt um uppbyggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
Afgreiðsla 402. fundar bæjarráðs samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. mars 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #402
Kynning á samþykkt um uppbyggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynningu á nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna Flotgólf ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra í uppsteypu á nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
Afgreiðsla 1522. fundar bæjarráðs samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Lagt er til að umhverfissviði verði veitt heimild til að ganga til samninga um uppbyggingu á íþróttahúsi við Helgfellsskóla. Máli frestað á síðasta fundi.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins fagnar uppbyggingu íþróttamannvirkja og fagnar tilkomu skólaíþróttahúss við Helgafellsskóla. Mikilvægt er að hús af þessu tagi nýtist vel jafnt á skólatíma sem utan hans. Í meðfylgjandi drögum að viðaukasamningi við verktaka um ,,fullnaðarhönnun“ og byggingu íþróttamannvirkis í Mosfellsbæ, er mikilvægt að horft sé til þess að nýting mannvirkisins miðist við fjölbreytta notkunarmöguleika fleiri en einnar íþróttagreinar. Í þessu samhengi er engu að síður lögð sérstök áhersla á að leitast verði við að gólfbúnaður og hönnun mannvirkisins miðist m.a. við að um verði að ræða körfuboltavöll sem samræmist samþykktum keppnisvöllum í þeirri íþróttagrein með tilsvarandi áhorfendaaðstöðu sé þess kostur. Með því má byggja upp þessa íþróttagrein á fastari grunni hér í Mosfellsbæ. Þetta er áréttað með fullri virðingu fyrir öðrum íþróttagreinum sem dafna vel í Mosfellsbæ og aðgengi þeirra að íþróttamannvirkjum hér í bæ. Mikilvægt er að stjórn Aftureldingar verði höfð með í ráðum.Afgreiðsla 1523. fundar bæjarráðs samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1523
Lagt er til að umhverfissviði verði veitt heimild til að ganga til samninga um uppbyggingu á íþróttahúsi við Helgfellsskóla. Máli frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga um byggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla auk samninga um hönnun og byggingastjórnun og eftirlit.
- 10. febrúar 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1522
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna Flotgólf ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra í uppsteypu á nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.