10. febrúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Langatanga að Þverholti, gatnagerð (Vegagerðin)202111386
Lagt er til að bæjarráðs veiti heimild til undirritunar fyrirliggjandi verksamnings um tvöföldun Vesturlandsvegar með Vegagerðinni við Loftorku sem er lægstbjóðandi í verkið. Jafnframt er lagt til að bæjarráð veiti til þess að undirrita samstarfssamning við Vegagerðina um verkefnið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði annars vegar að undirrita fyrirliggjandi verksamning um tvöföldun Vesturlandsvegar með Vegagerðinni við Loftorku og hins vegar að undirrita fyrirliggjandi samstarfssamning við Vegagerðina um framkvæmdina.
2. Ósk um breytingar og frágang á lóðarmörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-212019081098
Erindi íbúa við Ástu-Sólliljugötu 19-21 varðandi frágang á lóðarmörkum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.
- FylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 2022.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - 2020 FR.pdfFylgiskjalBæjarráð Mosfellsbæjar - FR.pdfFylgiskjaldsk - helgafellsland 2(1). áfangi íbúðarbyggð, mosfellsbæ.pdfFylgiskjaldsk - helgafellsland 2. áfangi íbúðarbyggð, mosfellsbæ.pdfFylgiskjalbr-dsk helgafellshverfis, 2. áfangi, ástu-sólliljugata 23-25, mosfellsbær.pdf
3. Hleðslustöðvar í Mosfellsbæ202202023
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að undirbúa fjölgun hleðslustöðva í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að undirbúa lagningu heimæða til þess að mögulegt sé að koma fyrir hleðslustöðvum og festa þannig í sessi tiltekinn fjölda bílastæða á völdum lóðum í Mosfellsbæ í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að undirbúa útboð á hleðslustöðvum.
4. Helgafellskóli Íþróttahús, Nýbygging202201418
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna Flotgólf ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra í uppsteypu á nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
5. Mat á áhrifum ákvarðanna sveitarfélaga á börn202201610
Erindi umboðsmanns barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til stýrihóps Mosfellsbæjar í verkefninu um barnvæn sveitarfélög. Jafnframt er málinu vísað til kynningar í ungmennaráði.
6. Hamrabrekka 11 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Blueberry Hills Cabin202202002
Beiðni um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististaðar í flokki II.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II við Hamrabrekkur 11.
7. Stjórnsýsluákæra Dalsgarðs ehf. varðandi synjun á niðurfellingu gatnagerðargjalds ásamt fylgiskjölum.202201625
Stjórnsýslukæra Dalsgarðs ehf. þar sem kærð er ákvörðun um synjun á niðurfellingu byggingargjalda þ.m.t. gatnagerðargjalds ásamt fylgiskjölum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að fara með hagsmuni bæjarins í málinu.
8. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar á umhverfissviði.
9. Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ202202075
Tillaga til bæjarráðs um að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að sækja um aukningu dagdvalarrýma að Eirhömrum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að eiga samtal við Eir um stækkun dagdvalar og enn fremur að sækja um til heilbrigðisráðuneytisins að fjölga rýmum í dagdvöl að Eirhömrum um sex rými í samræmi við tillögur í fyrirliggjandi minnisblaði.
10. Krafa um endurgreiðslu byggingaréttargjalds202110364
Krafa um endurgreiðslu byggingarréttargjalds.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna Mosfellsbæjar í málinu.
11. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn202202051
Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn eigi síðan en 18. febrúar nk.
Lagt fram.