Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. febrúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar frá Langa­tanga að Þver­holti, gatna­gerð (Vega­gerð­in)202111386

  Lagt er til að bæjarráðs veiti heimild til undirritunar fyrirliggjandi verksamnings um tvöföldun Vesturlandsvegar með Vegagerðinni við Loftorku sem er lægstbjóðandi í verkið. Jafnframt er lagt til að bæjarráð veiti til þess að undirrita samstarfssamning við Vegagerðina um verkefnið.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði ann­ars veg­ar að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi verk­samn­ing um tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar með Vega­gerð­inni við Loftorku og hins veg­ar að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi sam­starfs­samn­ing við Vega­gerð­ina um fram­kvæmd­ina.

 • 2. Ósk um breyt­ing­ar og frá­g­ang á lóð­ar­mörk­um Ástu-Sóllilju­götu 17 og 19-212019081098

  Erindi íbúa við Ástu-Sólliljugötu 19-21 varðandi frágang á lóðarmörkum.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

 • 3. Hleðslu­stöðv­ar í Mos­fells­bæ202202023

  Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að undirbúa fjölgun hleðslustöðva í Mosfellsbæ.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að und­ir­búa lagn­ingu heimæða til þess að mögu­legt sé að koma fyr­ir hleðslu­stöðv­um og festa þann­ig í sessi til­tek­inn fjölda bíla­stæða á völd­um lóð­um í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að und­ir­búa út­boð á hleðslu­stöðv­um.

 • 4. Helga­fell­skóli Íþrótta­hús, Ný­bygg­ing202201418

  Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna Flotgólf ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs þeirra í uppsteypu á nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla.

  Af­greiðslu máls­ins frestað til næsta fund­ar.

  • 5. Mat á áhrif­um ákvarð­anna sveit­ar­fé­laga á börn202201610

   Erindi umboðsmanns barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til stýri­hóps Mos­fells­bæj­ar í verk­efn­inu um barn­væn sveit­ar­fé­lög. Jafn­framt er mál­inu vísað til kynn­ing­ar í ung­menna­ráði.

  • 6. Hamra­brekka 11 - Um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is Blu­e­berry Hills Ca­bin202202002

   Beiðni um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi fyrir gististaðar í flokki II.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekstr­ar­leyfi fyr­ir gisti­stað í flokki II við Hamra­brekk­ur 11.

  • 7. Stjórn­sýslu­ákæra Dals­garðs ehf. varð­andi synj­un á nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalds ásamt fylgiskjöl­um.202201625

   Stjórnsýslukæra Dalsgarðs ehf. þar sem kærð er ákvörðun um synjun á niðurfellingu byggingargjalda þ.m.t. gatnagerðargjalds ásamt fylgiskjölum.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að fara með hags­muni bæj­ar­ins í mál­inu.

   • 8. Kol­við­ur, ósk um 12 til­raun­ar­eiti í skógrækt á Mos­fells­heiði201904297

    Erindi Kolviðar og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skógrækt á Mosfellsheiði

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar á um­hverf­is­sviði.

   • 9. Beiðni um stækk­un dagdval­ar í Mos­fells­bæ202202075

    Tillaga til bæjarráðs um að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að sækja um aukningu dagdvalarrýma að Eirhömrum.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að eiga sam­tal við Eir um stækk­un dagdval­ar og enn frem­ur að sækja um til heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins að fjölga rým­um í dagdvöl að Eir­hömr­um um sex rými í sam­ræmi við til­lög­ur í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

   • 10. Krafa um end­ur­greiðslu bygg­inga­rétt­ar­gjalds202110364

    Krafa um endurgreiðslu byggingarréttargjalds.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

    • 11. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um mál­efni inn­flytj­enda - beiðni um um­sögn202202051

     Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn eigi síðan en 18. febrúar nk.

     Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:32