10. mars 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellskóli Íþróttahús, Nýbygging202201418
Kynning á samþykkt um byggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla.
íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á nýju íþróttahúsi við Helgafellsskóla. Nefndin bendir á að hugað verði að því að öll stoðrými verði fullnægjandi og að aðgengi að húsnæðinu henti fyrir notkun fyrir utan skólatíma.
Gestir
- Hildur Freysdóttir
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021202201510
Kynntar niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2021.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga. Nefndin leggur til að starfsmenn sviðsins rýni könnunina og skoði hvað megi bæta og færa til betri vegar.
3. Endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélaga um rekstur skíðasvæðanna202201456
Endurnýjaður samstarfssamningur um rekstur skíðasvæðanna og drög að samningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við ÍTR varðandi starfsemi skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar .