Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. mars 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
 • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
 • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
 • Örlygur Þór Helgason áheyrnarfulltrúi
 • Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Helga­fell­skóli Íþrótta­hús, Ný­bygg­ing
  202201418

  Kynning á samþykkt um byggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla.

  íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir kynn­ingu á nýju íþrótta­húsi við Helga­fells­skóla. Nefnd­in bend­ir á að hug­að verði að því að öll stoð­rými verði full­nægj­andi og að að­gengi að hús­næð­inu henti fyr­ir notk­un fyr­ir utan skóla­tíma.

 • 2. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2021
  202201510

  Kynntar niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2021.

  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar fyr­ir kynn­ingu á skýrslu Gallup um þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Nefnd­in legg­ur til að starfs­menn sviðs­ins rýni könn­un­ina og skoði hvað megi bæta og færa til betri veg­ar.

  • 3. End­ur­nýj­un sam­starfs­samn­ings sveit­ar­fé­laga um rekst­ur skíða­svæð­anna
   202201456

   Endurnýjaður samstarfssamningur um rekstur skíðasvæðanna og drög að samningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við ÍTR varðandi starfsemi skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.

   Lagt fram til kynn­ing­ar .

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30