17. febrúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellskóli Íþróttahús, Nýbygging202201418
Lagt er til að umhverfissviði verði veitt heimild til að ganga til samninga um uppbyggingu á íþróttahúsi við Helgfellsskóla. Máli frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga um byggingu á íþróttahúsi við Helgafellsskóla auk samninga um hönnun og byggingastjórnun og eftirlit.
2. Tillaga Samfylkingar um viðræður við Bjarg-íbúðarfélag varðandi byggingu fjölbýlishúsa að Langatanga 11-13202202095
Tillaga Samfylkingar um viðræður við Bjarg-íbúðarfélag varðandi byggingu fjölbýlishúsa að Langatanga 11-13 sem samþykkt var á 558. fundi skipulagsnefndar að vísa til bæjarráðs til skoðunar.
Bókun D- og V-lista:
Bæjarstjóri hefur að undanförnu átt samskipti við framkvæmdastjóra Bjarg-íbúðarfélags varðandi byggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ. Rætt hefur verið um mögulega staðsetningu slíkra byggingar þó engar ákvarðanir hafi verið teknir í þeim efnum. Fyrir liggur að Bjarg-íbúðarfélag hyggst sækja um stofnframlag til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má gera ráð fyrir að fljótlega muni verða lögð fyrir í bæjarráði drög að viljayfirlýsingu milli Mosfellsbæjar og Bjargs um þetta verkefni enda er getið um byggingu slíkra íbúða í málefnasamningi V- og D-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Í ljósi þessa er lagt til að tillögu S-lista vísað til bæjarstjóra í tengslum við þá vinnu sem þegar er í gangi um samstarf Mosfellsbæjar og Bjargs-íbúðarfélags.Bókun M-lista:
Bjarg íbúafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Þetta félag er sagt leggja áherslu á að um sé að ræða ,,óhagnaðardrifið" félag. Í ágúst 2021 tilkynnti þetta félag lækkun á húsaleigu. Ekki er fyrirséð að félagið leggi til hliðar framlag til viðhalds í samræmi við opinberar reglur þar um en í ársreikningi félagsins er tilgreint að 1% af endurstofnverði almennra íbúða renni í viðhaldssjóð. Þetta þýðir að félagið gerir ráð fyrir 100 ára afskriftartíma í sama mund og hið opinbera gerir ráð fyrir 50 árum. Þetta eitt og sér er óútskýrt af hálfu þessa félags og hætta er á að viðhald gæti í framtíðinni orðið ábótavant en rannsóknir hafa sýnt fram á að afskriftartími húsnæðis á Íslandi séu um eða rétt yfir 50 ár. Því er ekki saman að jafna hinu eldra verkamannabústaðakerfi og þessu sem hér stendur til boða.***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarstjóra til afgreiðslu í tengslum við þau samskipti eiga sér stað á milli Mosfellsbæjar og Bjargs-íbúðarfélags varðandi mögulega uppbyggingu í Mosfellsbæ.
Gestir
- Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi S-lista
3. Samkomulag um leigu á húsnæði í tengslum við uppbyggingu við Bjarkarholt 4-5202202221
Samkomulag við Eir öryggisíbúðir um leigu á húsnæði í tengslum við uppbyggingu við Bjarkarholt 4-5 lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag við Eir öryggisíbúðir um leigu á húsnæði og jafnframt til þess að ganga frá leigusamningi á grundvelli samkomulagsins á síðari stigum.
4. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis202202220
Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis - beiðni um umsögn fyrir 23. febrúar nk.
Lagt fram.