Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. nóvember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns

Fundargerð ritaði

Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fell­skóli íþrótta­hús202201418

    Framvinduskýrsla nr. 21 vegna uppbyggingar Helgafellsskóla og íþróttahús við Helgfellsskóla lögð fram til kynningar

    Jó­hanna B. Han­sen, sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs og Ósk­ar Gísli Sveins­son, deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda, kynntu fram­vindu­skýrslu nr. 21 um upp­bygg­ingu Helga­fells­skóla og upp­bygg­ingu íþrótta­húss við Helga­fells­skóla.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
    • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
  • 2. End­ur­bæt­ur skóla­lóða - Varmár­skóli - ný­fram­kvæmd202306281

    Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna framkvæmda við gerð battavallar á lóð Varmárskóla

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Varg ehf., í kjöl­far út­boðs að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
    • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
  • 3. Sam­an­tekt ráð­gjafa­þjón­ustu 2023202311056

    Samantekt á aðkeyptum bókfærðum ráðgjafakostnaði eignasjóðs frá janúar til október 2023 lögð fram til kynningar.

    Jó­hanna B. Han­sen, sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs og Ósk­ar Gísli Sveins­son, deild­ar­stjóri ný­fram­kvæmda, kynntu sam­an­tekt á bók­færð­um ráð­gjafa­kostn­aði eigna­sjóðs frá janú­ar til októ­ber 2023.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
    • 4. Kjör í full­trúaráð Eign­ar­halds­fé­lags­ins Bruna­bóta­fé­lag Ís­lands2023031149

      Tillaga um breytingu á skipan varamanns í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að Þóra M. Hjaltested, bæj­ar­lög­mað­ur, verði var­a­full­trúi Mos­fells­bæj­ar í full­trúa­ráði Eign­ar­halds­fé­lags­ins Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands í stað Höllu Kar­en­ar Kristjáns­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa.

    • 5. Ósk um styrk vegna þátt­töku í Evr­ópu­keppni fé­lagsliða202311104

      Bréf frá Aftureldingu þar sem óskað er styrks vegna þátttöku meistaraflokks karla í handknattleik í Evrópukeppni félagsliða.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að veita Aft­ur­eld­ingu 1 m.kr. styrk vegna þátt­töku hand­knatt­leiks­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar í Evr­ópu­keppni fé­lagsliða í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 6. Gjaldskrá sorp­hirðu 2024202310073

      Kynning á samsetningu sorphirðugjalda 2024 - Borgað þegar hent er.

      Jó­hanna B. Han­sen, sviðs­stjóri um­hverf­is­sviðs og Dóra Lind Pálm­ars­dótt­ir, leið­togi um­hverf­is og fram­kvæmda kynntu sam­setn­ingu sorp­hirðu­gjalds vegna borg­að þeg­ar hent er.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
      • Dóra Lind Pálmarsdóttir, leiðtogi umhverfis og framkvæmda
      • 7. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um grunn­skóla202310714

        Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla. Umsagnarfrestur var til 9. nóvember 2023.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45