9. nóvember 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns
Fundargerð ritaði
Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellskóli íþróttahús202201418
Framvinduskýrsla nr. 21 vegna uppbyggingar Helgafellsskóla og íþróttahús við Helgfellsskóla lögð fram til kynningar
Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs og Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda, kynntu framvinduskýrslu nr. 21 um uppbyggingu Helgafellsskóla og uppbyggingu íþróttahúss við Helgafellsskóla.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
2. Endurbætur skólalóða - Varmárskóli - nýframkvæmd202306281
Óskað er eftir að bæjarráð heimili að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna framkvæmda við gerð battavallar á lóð Varmárskóla
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Varg ehf., í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
3. Samantekt ráðgjafaþjónustu 2023202311056
Samantekt á aðkeyptum bókfærðum ráðgjafakostnaði eignasjóðs frá janúar til október 2023 lögð fram til kynningar.
Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs og Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda, kynntu samantekt á bókfærðum ráðgjafakostnaði eignasjóðs frá janúar til október 2023.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
4. Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands2023031149
Tillaga um breytingu á skipan varamanns í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að Þóra M. Hjaltested, bæjarlögmaður, verði varafulltrúi Mosfellsbæjar í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands í stað Höllu Karenar Kristjánsdóttur, bæjarfulltrúa.
5. Ósk um styrk vegna þátttöku í Evrópukeppni félagsliða202311104
Bréf frá Aftureldingu þar sem óskað er styrks vegna þátttöku meistaraflokks karla í handknattleik í Evrópukeppni félagsliða.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að veita Aftureldingu 1 m.kr. styrk vegna þátttöku handknattleiksdeildar Aftureldingar í Evrópukeppni félagsliða í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
6. Gjaldskrá sorphirðu 2024202310073
Kynning á samsetningu sorphirðugjalda 2024 - Borgað þegar hent er.
Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs og Dóra Lind Pálmarsdóttir, leiðtogi umhverfis og framkvæmda kynntu samsetningu sorphirðugjalds vegna borgað þegar hent er.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Dóra Lind Pálmarsdóttir, leiðtogi umhverfis og framkvæmda
7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla202310714
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla. Umsagnarfrestur var til 9. nóvember 2023.
Lagt fram.