Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. febrúar 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Ómar Karl Jóhannesson skrifstofa bæjarlögmanns

Fundargerð ritaði

Ómar Karl Jóhannesson skrifstofu bæjarlögmanns


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­boð á kaup­um á LED lömp­um til götu­lýs­ing­ar202401528

    Óskað er heimildar til útboðs á kaupum á LED lömpum í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun. Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir 50 m.kr. til verkefnisins á þessu ári auk 50 m.kr. árin 2025 og 2026.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila út­boð á kaup­um á LED lömp­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Lárus Elíasson, leiðtogi Mosfellsveitna
    • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Eignasjóðs
    • 2. Helga­fell­skóli Íþrótta­hús, Ný­bygg­ing202201418

      Óskað er eftir heimild bæjaráðs til útboðs á innréttingu íþróttahúss Helgafellsskóla. Framkvæmdin er í tveimur áföngum, innrétting íþróttahússins og innrétting búningsklefanna og nær verkið yfir tvö fjárhagsár. Áætluð verklok eru í ágúst 2025.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila út­boð á inn­rétt­ingu íþrótta­húss Helga­fells­skóla í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      Gestir
      • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Eignasjóðs
      • 3. Ný­bygg­ing leik­skóla í Helga­fells­hverfi202011139

        Niðurstöður skoðunar EFLU á umferðaröryggislegum og tæknilegum möguleikum á aðkomu að lóð leikskólans beint frá hringtorgi við Helgafellsveg og Vefarastræti lagðar fram til kynningar.

        Lagt fram og kynnt.

        Gestir
        • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Eignasjóðs
      • 4. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2023202401557

        Kynning KPMG á endurskoðun ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2023.

        Lagt fram.

        Gestir
        • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
        • 5. Inn­heimta skulda­bréfs vegna fram­lags í var­úð­ar­sjóð Brú­ar líf­eyr­is­sjóðs202402013

          Tilkynning frá Brú lífeyrissjóði um innheimtu skuldabréfs vegna framlags í varúðarsjóð.

          Lagt fram.

          Gestir
          • Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
          • 6. Lerki­byggð 4, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is - Sum­ar­byggð ehf202401210

            Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um rekstraleyfi fyrir rekstur gististaðir í flokki II- G- Íbúðir.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að leggjast gegn út­gáfu rekstr­ar­leyf­is fyr­ir rekst­ur gisti­stað­ar í flokki II- G- Íbúð­ir að Lerki­byggð 4, m.a. með vís­an til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa.

          • 7. Hlíð­ar­tún 6A framsal lóð­ar­leigu­samn­ings202401599

            Beiðni um samþykki Mosfellsbæjar fyrir framsali á réttindum skv. lóðarleigusamningi um lóðina Hlíðartún 6a.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila framsal lóð­ar­leigu­rétt­inda vegna lóð­ar­inn­ar Hlíð­ar­túns 6A í sam­ræmi við gild­andi lóð­ar­leigu­samn­ing.

            • 8. Beiðni um til­nefn­ingu í dóm­nefnd - sam­keppni um heiti fyr­ir Skála­túns­svæð­ið og verk­efn­ið202402123

              Erindi frá Skálatúni, sjálfseignastofnun, þar sem óskað er eftir að bæjarráð Mosfellsbæjar tilnefni fulltrúa í dómnefnd fyrirhugaðrar samkeppni um heiti á Skálatúnssvæðinu og verkefninu sjálfu.

              Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að til­nefna Önnu Sig­ríði Guðna­dótt­ur sem full­trúa Mos­fells­bæj­ar í dóm­nefnd um sam­keppni um heiti á Skála­túns­svæð­inu og á verk­efn­inu sjálfu.

            • 9. Aug­lýst eft­ir fram­boð­um í stjórn Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga202401611

              Auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

              Lagt fram.

            • 10. Frum­varp til laga um breyt­ingu á barna­vernd­ar­lög­um202402006

              Frá velferðarnefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um breytingar á barnaverndarlögum. Umsagnarfrestur er til 14. febrúar n.k.

              Lagt fram.

            • 11. Frum­varp til laga um breyt­ing­ar á ýms­um lög­um til að bæta stöðu náms­manna202402023

              Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna.

              Lagt fram.

            • 12. Frum­varp um veið­ar í fisk­veiðiland­helgi Ís­lands og stjórn fisk­veiða202402012

              Frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða.

              Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45