8. maí 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rekstur deilda janúar til mars 2024202405035
Rekstur deilda Mosfellsbæjar janúar til mars 2024 kynntur.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, fór yfir rekstur A og B hluta janúar til mars 2024.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
2. Helgafellskóli - íþróttahús, nýframkvæmdir202201418
Tillaga um að framkvæmdum við íþróttahús við Helgafellsskóla verði flýtt lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um breytingu á tíma-, verk- og sjóðsstreymisáætlun vegna innréttinga íþróttahúss Helgafellsskóla sem felur í sér að framkvæmdum verði lokið undir lok janúar 2025 í stað lok ágúst 2025. Jafnframt er samþykkt að fela sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs að meta hvort þörf sé á að gera viðauka við fjárfestingaáætlun 2024 vegna breytinga á sjóðsstreymi verkefnisins milli ára.
3. Rammasamningur um tímavinnu iðnaðarmanna202403023
Tillaga um að bæjaráð heimili eignasjóði, í kjölfar nýafstaðins útboðs, að ganga til samninga um rammasamning um tímavinnu iðnaðarmanna við allt að þrjá lægstbjóðendur í hverjum flokki.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að gengið verði til samninga um tímavinnu iðnaðarmanna við allt að þrjá lægstbjóðendur í hverjum flokki iðngreina í kjölfar útboðs um rammasamninga, að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
4. Leirvogstunga 25 - ósk um yfirtöku lóðar2023031086
Tillaga skipulagsfulltrúa um að fallist verði á beiðni Miðengis ehf. þess efnis að taka við lóðinni Leirvogstunga 25 þar sem að á henni megi ekki byggja vegna minjalaga nema að áður verði ráðist í kostnaðarsamar fornleifarannsóknir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fallast á beiðni Miðengis ehf. um að taka við lóðinni Leirvogstungu 25 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
5. Framtíðarstaðsetning skotíþrótta á höfuðborgarsvæðinu. Beiðni um tilnefningu.202405011
Beiðni frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tilnefningu fulltrúa í starfshóp um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta á höfuðborgarsvæðinu eða nánasta umhverfi þess.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að tilnefna Valdimar Birgisson sem aðalfulltrúa og Sævar Birgisson sem fulltrúa til vara í starfshóp um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta á höfuðborgarsvæðinu eða nánasta umhverfi þess.
6. Ársfundur Náttúruhamfaratrygginga Íslands 2024202405013
Boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands 16. maí nk.
Lagt fram.