Mál númer 201710345
- 29. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #760
Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagstillögu á frístundasvæði við Langavatn, dags. 24. janúar 2020. Stofnuninni hafði borist staðfestur uppdráttur til umsagnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsaðili leggur fram til staðfestingar endurbættan uppdrátt þar sem komið hefur verið til móts við tæknilegar ábendingar stofnunarinnar.
Afgreiðsla 513. fundar skipurlagsnefndar samþykkt á 760. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #513
Borist hafa athugasemdir frá Skipulagsstofnun við deiliskipulagstillögu á frístundasvæði við Langavatn, dags. 24. janúar 2020. Stofnuninni hafði borist staðfestur uppdráttur til umsagnar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsaðili leggur fram til staðfestingar endurbættan uppdrátt þar sem komið hefur verið til móts við tæknilegar ábendingar stofnunarinnar.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum Skipulagsstofnunar í samræmi við uppfærð gögn, með bréfi þar sem óskað verður eftir að birta skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
Uppfærð deiliskipulagstillaga samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Á 502. fundi skipulagsnefndar 22.nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera drög að svari við innkominni athugasemd og leggja fram á fundi nefndar." Lögð fram drög að svari við athugasemd.
Afgreiðsla 503. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 6. desember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #503
Á 502. fundi skipulagsnefndar 22.nóvember 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera drög að svari við innkominni athugasemd og leggja fram á fundi nefndar." Lögð fram drög að svari við athugasemd.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd og lagfæra uppdrátt í samræmi við framlagt minnisblað, jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að annast gildistöku skipulagsins.
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 27. september til og með 10. nóvember 2019. Ein athugasemd barst.
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #502
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 27. september til og með 10. nóvember 2019. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera drög að svari við innkominni athugasemd og leggja fram á fundi nefndar.
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar með þeim leiðréttingum og viðbótargögnum sem farið var fram á í bréfi stofnunarinnar dags. 5. desember 2018." Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem bent er á að of langur tími sé liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hafi ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda og því þurfi að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla 493. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. september 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #493
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar með þeim leiðréttingum og viðbótargögnum sem farið var fram á í bréfi stofnunarinnar dags. 5. desember 2018." Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem bent er á að of langur tími sé liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hafi ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda og því þurfi að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis." Lagðar fram umsagnir þessara aðila.
Afgreiðsla 488. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 28. júní 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #488
Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis." Lagðar fram umsagnir þessara aðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar með þeim leiðréttingum og viðbótargögnum sem farið var fram á í bréfi stofnunarinnar dags. 5. desember 2018.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Mál varðandi gerð deiliskipulags við frístundalóð við Langavatn, sent til umsagnar umhverfisnefndar á 480.fundi skipulagsnefndar þann 15.03.2019, sbr. eftirfarandi bókun nefndarinnar: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis." Fulltrúi frá embætti skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar kemur á fundinn undir þessu máli.
Afgreiðsla 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. apríl 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #199
Mál varðandi gerð deiliskipulags við frístundalóð við Langavatn, sent til umsagnar umhverfisnefndar á 480.fundi skipulagsnefndar þann 15.03.2019, sbr. eftirfarandi bókun nefndarinnar: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis." Fulltrúi frá embætti skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar kemur á fundinn undir þessu máli.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við gerð deiliskipulags við Langavatn en leggur áherslu á að farið sé að settum reglum varðandi vatnsvernd og fráveitumál.
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Á 470 fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsins þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Málið var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar, athugsemdir bárust.
Afgreiðsla 480. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. mars 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #480
Á 470 fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsins þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Málið var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar, athugsemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
- 31. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #727
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið og koma með tillögu að afgreiðslu sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagður fram tölvupóstur skipulagshöfundar.
Afgreiðsla 470. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 727. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #470
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið og koma með tillögu að afgreiðslu sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagður fram tölvupóstur skipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsins þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða. - 5. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #723
Á 462. fundi skipulagsnefndar 22. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 4. júlí til og með 18. ágúst 2018. Ein athugasemd barst.
Afgreiðsla 466. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 723. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. ágúst 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #466
Á 462. fundi skipulagsnefndar 22. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 4. júlí til og með 18. ágúst 2018. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið og koma með tillögu að afgreiðslu sem fyrst á fundi nefndarinnar.
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Á 448. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Afgreiðsla 462. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. maí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #462
Á 448. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Borist hefur erindi frá Ragnar Má Nikulássyni dags. 30. október 2017 varðandi gerð deiliskipulags fyrir reit 509-F við Langavatn.
Afgreiðsla 448. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #448
Borist hefur erindi frá Ragnar Má Nikulássyni dags. 30. október 2017 varðandi gerð deiliskipulags fyrir reit 509-F við Langavatn.
Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.