Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. október 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
 • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Tómas Guðberg Gíslason Umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Helga­fells­hverfi 1.2 og 3. áfangi - fjölg­un íbúða201810217

  Lagt fram yfirlit skipulagsfulltrúa um fjölgun íbúða í Helgafellshverfi áfanga 1,2 og 3.

  Upp­lýs­ing­ar lagð­ar fram.Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna áfram í mál­inu og afla við­bót­ar­upp­lýs­inga.

 • 2. Gerplustræti 17-23 - ósk um fjölg­un íbúða2018084776

  Borist hefur erindi frá V níu Fasteignum dags. 28. ágúst 2018 varðandi fjölgun íbúða í húsum að Gerplustræti 17-23. Frestað á 467. fundi, frestað á 468. fundi, frestað á 469.fundi.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.
  Mar­grét Guð­jóns­dótt­ir fulltrú L-lista sit­ur hjá.
  Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista greið­ir til­lög­unni ekki at­kvæði og legg­ur fram bók­un í mál­inu.

  Bók­un full­trúa M-lista:
  Nú þeg­ar hef­ur fjölg­un um íbúða í Helga­fells­hverfi ver­ið all nokk­ur. Það er skoð­un full­trú­ans að hér sé kom­ið nóg og slæmt sé að veita enn eina und­an­þág­una um fjölg­un íbúða.

 • 3. Leiru­tangi 10, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201712230

  Á 465. fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, skila álitsgerð og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lögð fram álitsgerð bæjarlögmanns.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist sbr. nið­ur­stöðu lög­manns bæj­ar­ins í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði þar sem m.a. seg­ir “Að öllu fram­an­greindu at­hug­uðu tel­ur und­ir­rit­að­ur unnt að stefna að út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is. Þar sem fyr­ir ligg­ur að hvort sem er­ind­inu verð­ur hafn­að eða það sam­þykkt muni það að öll­um lík­ind­um koma til kasta úr­skurð­ar­nefnd­ar er lagt til að um­sækj­anda verði sér­stak­lega bent á að hefja ekki fram­kvæmd­ir fyrr en að því ferli af­stöðnu enda get­ur eft­ir at­vik­um kom­ið til þess að hon­um yrði að öðr­um kosti gert að fjar­lægja þær breyt­ing­ar sem hann hef­ur ráð­ist í.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 4. Um­sókn um stofn­un lóð­ar­inn­ar Lund­ur í Ell­iða­kotslandi201810112

  Borist hefur erindi frá Guðbjörgu Daníelsdóttur dags. 28. september 2018 varðandi stofnun lóðarinnar Lundar í Elliðakotslandi í fasteignaskrá.

  Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til skoð­un­ar og úr­vinnslu hjá bygg­ing­ar­full­trúa og lög­manni bæj­ar­ins.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 5. Brekku­kot Mos­fells­dal - til­laga að deili­skipu­lagi201612137

  Á 465. fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og lögmanni bæjarins að yfirfara gögn málsins, og leggja fram álitsgerð sem fyrst á fundi nefndar." Lögð fram álitsgerð bæjarlögmanns.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara at­huga­semd sem barst við aug­lýsta breyt­ing­ar­til­lögu að­al­skipu­lags í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað lög­manns bæj­ar­ins. Einn­ig fel­ur skipu­lags­nefnd skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku að­al­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 6. Skíða­svæði í Bláfjöll­um - beiðni um um­sögn201810079

  Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skiplagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir framlengingu á umsagnarfresti til Skipulagsstofunar og leggja fram tillögu að umsögn á næsta fundi nefndar." Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að svari til Skipulagsstofnunar.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara er­indi Skipu­lags­stofn­un­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað skipu­lags­full­trúa.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 7. Laxa­tunga 3 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201809121

  Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að skoða málið betur ma. með vettvangsferð í bygginguna og í framhaldi af því að koma með tillögu að afgreiðslu fyrir fund nefndar." Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi fóru í vettvangsferð 15. okt. 2018. Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu um breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Að öðru leiti vís­ar nefnd­in í af­greiðslu bygg­ing­ar­full­trúa á af­greiðslufundi hans frá 21. fe­brú­ar 2008 þar sem m.a. kem­ur fram að um­rætt rými sem sótt er um leyfi vegna er skil­greint sem rými óút­fyllt.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 8. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Múl­ar - Suð­ur­lands­braut201810261

  Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags.16.október 2018 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130, miðsvæði M2c-M2g, Múlar-Suðurlandsbraut.

  Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­ind­ið.

 • 9. Fram­kvæmda­leyfi - reið­göt­ur í hest­húsa­hverfi á Varmár­bökk­um201609031

  Á 422. fundi skipulagsnefndar 18.október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 13. október 2016 og gerði nefndin eftirfarandi bókun: “Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá. Skipulagnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið." Framkvæmdaleyfi var gefið út 7. nóvember 2016. Borist hefur viðbótarerindi.

  Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 10. Frí­stunda­lóð­ir við Langa­vatn, reit­ur 509-F - nýtt deili­skipu­lag.201710345

  Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið og koma með tillögu að afgreiðslu sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagður fram tölvupóstur skipulagshöfundar.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku deili­skipu­lags­ins þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 11. Reykja­hvoll 7 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201810272

  Borist hefur erindi frá Ástu Jónsdóttur dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvoli 7 (Efri-Reykir).

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar lóð­ar­eig­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi til grennd­arkynn­ing­ar.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 12. Reykja­hvoll 9a - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201810273

  Borist hefur erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni fh. hönd lóðareiganda að Reykjahvoli 9a dags. 19. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjahvol 9a.

  Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­nefnd­ar þar sem lóð­in stend­ur á hverf­is­vernd­ar­svæði Var­már.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 13. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ.201502411

  Á 454. fundi skipulagsnefndar 2. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ með þar til bærum ráðgjafa." Lagt fram að ósk Önnu Sigríðar Guðnadóttur áheyrnarfulltrúa S-lista í Skipulagsnefnd.

  Um­ræð­ur um mál­ið.

 • 14. Hlíð­ar­tún 2a - bygg­ing par­húss á lóð­inni að Hlíð­ar­túni 2a201609159

  Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd þakkar eigendum Aðaltúns 6 og 8 fyrir ábendingar varðandi grenndarkynningu parhúss á lóðinni að Aðaltúni 2a. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdirnar og telur þær eiga við rök að styðjast hvað varðar útlit, skipulag hverfisins og ásýnd götunnar. Skipulagsnefnd hafnar á þeim forsendum byggingarleyfisumsókn viðkomandi parhúss á lóðinni en heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að einbýlishúsi á lóðinni þar sem tekið er tillit til útlits, skipulags og ásýndar götunnar." Lagðar fram nýjar tillögur að húsi á lóðinni.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu og árétt­ar fyrri bók­un sína frá fundi skipu­lags­nefnd­ar 31. ág­úst 2018 þar sem m.a. kem­ur fram að nefnd­in heim­ili um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að ein­býl­is­húsi á lóð­inni.
  Sam­þykkt sam­hljóða.

 • 15. Vest­ur­lands­veg­ur frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi - Deili­skipu­lag v/tvö­föld­un­ar veg­ars­ins201807139

  Á fundinn mætti Stefán Gunnar Thors frá VSÓ Ráðgjöf.

  Um­ræð­ur um mál­ið.

  Fundargerðir til kynningar

  • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 345201810021F

   Sam­þykkt

   • 16.1. Bugðufljót 9 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2018084453

    Kar­ina ehf., kt. 560604-3190, Breiða­hvarf 5 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu at­vinnu­hús­næði á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Bugðufljót nr.9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: 1. hæð 827,1 m², 4.762,7 m³, 2. hæð 834,0 m², 7.214,1 m³.

   • 16.2. Efsta­land 9 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201806086

    Tungu­háls 17 ehf., kt. 491017-1040, Tungu­hálsi 17 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með auka íbúð á lóð­inni Efsta­land nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: Íbúð 268,2 m² 772,854 m³, bíl­geymsla 28,9, 77,805 m³, auka íbúð 77,1 m², 192,642 m³.

   • 16.3. Flugu­mýri 18, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201803413

    Sím­inn hf., kt. 500269-6779, Ár­múli 25 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að koma fyr­ir stálsúlu með farsíma­loft­net­um á vest­ur gafli húss á lóð­inni Flugu­mýri nr. 18, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

   • 16.4. Hamra­brekka 3. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2018084702

    Guð­mund­ur Árni Sig­urðs­son, kt. 131148-4299, Reykja­byggð 8 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 3 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: 100,4 m², 367,0 m³.

   • 16.5. Laxa­tunga 197 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201807172

    Idé Fast­eign­ir ehf., kt. 700418-0140, Ár­múli 15 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús á lóð­inni Laxa­tunga nr. 197, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: Íbúð 176,2 m², 699,2 m³, bíl­geymsla 45,8 m², 159,4 m³.

   • 16.6. Lyng­hóll, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201809271

    Eg­ill Guð­munds­son kt.270152-68692, Sól­eyj­arimi 71 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús ásamt áhalda­húsi á lóð­inni Lyng­hóll landnr. 125346, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
    Stærð­ir: Frí­stunda­hús 136,5 m², 565,2 m³, áhalda­hús 64,4 m², 221,9 m³.

   • 16.7. Lyng­hóll, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi/nið­urrif 201810250

    Eg­ill Guð­munds­son kt.270152-68692, Sól­eyj­arimi 71 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að rífa og farga frí­stunda­húsi á lóð­inni Lyng­hóll landnr. 125346, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Haft skal sam­ráð við heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vegna förg­un­ar nið­urrifs­efn­is.
    Stærð­ir: 83,5 m².

   • 16.8. Uglugata 32-38, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201710068

    Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Seres Loga­fold 49 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á áður sam­þykkt­um fjöl­býl­is­hús­um og bíla­kjall­ara við Uglu­götu 32-38 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00