11. apríl 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag.201710345
Mál varðandi gerð deiliskipulags við frístundalóð við Langavatn, sent til umsagnar umhverfisnefndar á 480.fundi skipulagsnefndar þann 15.03.2019, sbr. eftirfarandi bókun nefndarinnar: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis." Fulltrúi frá embætti skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar kemur á fundinn undir þessu máli.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við gerð deiliskipulags við Langavatn en leggur áherslu á að farið sé að settum reglum varðandi vatnsvernd og fráveitumál.
Gestir
- Lára Dröfn Gunnarsdóttir
2. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Deiliskipulagslýsing skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir væntanlegt deiliskipulag yfir Ævintýragarð í Mosfellsbæ sent til umsagnar umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd fagnar því að vinna við deiliskipulag Ævintýragarðsins sé að hefjast og stefnt sé að uppbyggingu svæðisins á markvissan máta.
3. Erindi Hjólafærni á Íslandi varðandi Bíllausa daginn201902136
Lagður fram tölvupóstur verkefnastjórnar um Bíllausa daginn 2019 með tillögum að áherslum dagsins í sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar.
4. Friðlýsing gamla Þingvallavegarins201802151
Lagt fram svar frá Minjastofnun Íslands vegna hugmynda um friðlýsingu Gamla Þingvallavegarins
Umhverfisnefnd leggur til að farið verði í friðlýsingu Gamla Þingvallavegarins og felur umhverfisstjóra að vinna áfram í málinu og að leita staðfestingar þeirra sveitarfélaga sem eiga aðkomu að veginum.
5. Styrkur til friðlýstra svæða í Landsáætlun um uppbyggingu innviða201904088
Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingu til friðlýstra svæða í Mosfellsbæ í verkefnaáætlun 2019-2021 í Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Umhverfisnefnd fagnar því að auknu fjármagni hafi verið úthlutað til uppbyggingar friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
- FylgiskjalStyrkveiting til friðlýstra svæða í mosfellsbæ 2019 - minnisblað.pdfFylgiskjalEndurskodun verkefnaaaetlun landsaaetlunar 2019-2021 mars 2019 (1).pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_Framkvæmdir_tillogur.pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdfFylgiskjalTungufoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdf
6. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Lögð fram uppfærð drög að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar í samræmi við ábendingar og tillögur frostöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi samspil umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og heildarstefnu bæjarins sem samþykkt var um mitt ár 2017.
Umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að skipuleggja opinn fund umhverfisnefndar í maí þar sem drög nýrrar umhverfisstefnu Mosfellsbæjar verða kynnt og óskað verður eftir umræðum og ábendingum frá hagsmunaaðilum og íbúum.