Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. ágúst 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bæj­arás 1 - skipt­ing lóð­ar201806102

    Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu." Borist hefur erindi frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl. þar sem óskað er eftir rökstuðningi nefndar á synjuninni.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að rök­styðja synj­un er­ind­is í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur nefnd­ar­inn­ar.

  • 2. Hlíð­ar­tún 2a - bygg­ing par­húss á lóð­inni að Hlíð­ar­túni 2a201609159

    Á 464. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

    Skipu­lags­nefnd þakk­ar eig­end­um Að­al­túns 6 og 8 fyr­ir ábend­ing­ar varð­andi grennd­arkynn­ingu par­húss á lóð­inni að Að­al­túni 2a. Skipu­lags­nefnd tek­ur und­ir at­huga­semd­irn­ar og tel­ur þær eiga við rök að styðj­ast hvað varð­ar út­lit, skipu­lag hverf­is­ins og ásýnd göt­unn­ar. Skipu­lags­nefnd hafn­ar á þeim for­send­um bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn við­kom­andi par­húss á lóð­inni en heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að ein­býl­is­húsi á lóð­inni þar sem tek­ið er til­lit til út­lits, skipu­lags og ásýnd­ar göt­unn­ar.

  • 3. Frí­stunda­lóð­ir við Langa­vatn, reit­ur 509-F - nýtt deili­skipu­lag.201710345

    Á 462. fundi skipulagsnefndar 22. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 4. júlí til og með 18. ágúst 2018. Ein athugasemd barst.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að skoða mál­ið og koma með til­lögu að af­greiðslu sem fyrst á fundi nefnd­ar­inn­ar.

  • 4. Eini­teig­ur 1 - um­sókn um færslu lóð­ar­marka2018084564

    Borist hefur erindi frá Sigurði Grétari Ágústssyni dags. 24. ágúst 2018 varðandi færslu lóðarmarka að Einiteig 1.

    Skipu­lags­nefnd er já­kvæð gagna­vart er­ind­inu og vís­ar því til bæj­ar­ráðs.

  • 5. Völu­teig­ur 6, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201803264

    Á 458. fundi skipulagsnefndar 10.apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með formanni og varaformanni skipulagsnefndar og fulltrúa Togt ehf." Fundur skipulagsfulltrúa, formanns skipulagsnefndar og fulltrúa Togt ehf. var haldinn sl vor. Borist hefur viðbótarerindi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að óska eft­ir fundi með formanni skipu­lags­nefnd­ar og full­trúa Ístex ehf.

  • 6. Að­al­skipu­lags­breyt­ing í Reykja­vík 2010-2030 - Iðn­að­ar­svæði fyr­ir efn­is­vinnslu við Álfs­nesvík2018084560

    Borist hefur erindi Reykjavíkurborg dags. 24. ágúst 2018 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg á mál­inu.

  • 7. Lækj­ar­hlíð 1A, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201805260

    Á 465 fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir áliti lögmanns bæjarins á málinu." Lagt fram álit bæjarlögmanns.

    Skipu­lags­nefnd get­ur ekki fall­ist á að bygg­ing sú sem hér er sótt um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir verði byggð án lyftu. Því til rök­stuðn­ings vís­ar nefnd­in tíl álit lög­manns bæj­ar­ins hér með­fylgj­andi. Skipu­lags­nefnd synj­ar því er­ind­inu.

  • 8. Inn­sent er­indi v/ Gróð­ur­hús2018084486

    Sigríður Dögg Auðunsdóttir kt. 280972-4449, Akurholt 17 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að byggja úr gleri og timbri gróðurhús á lóðinni Akurholt nr.17, í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að grennd­arkynna er­ind­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

  • 9. Leir­vogstunga 35, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi2018084149

    Óskar Jóhann Sigurðsson kt. 070662-7369, Litlikriki 57 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð á lóðinni Leirvogstunga nr. 35, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Efri hæð íbúð 167,9 m², bílgeymsla 40,5 m², neðri hæð auka íbúð 58,4 m², 900,9 m³.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

  • 10. Fund­ar­gerð 84. fund­ar svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins2018084480

    Fundargerð 84. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.

    Lagt fram.

  • 11. Efn­istaka í Hrossa­dal í landi Mið­dals - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi201609420

    Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir sambærilegri kynningu á málinu og haldin var fyrir fv. skipulagsnefnd 16. febrúar 2018." Á fundinn mættu Mikael Jóhann Traustason og Haukur Einarsson frá Mannviti verkfræðistofu og gerðu grein fyrir fyrirhugaðri efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals."

    Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram.

  • 12. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un á Leir­vogstungu­mel­um vegna at­vinnusvæð­is201711102

    Á fundinn mættu Pétur Jónsson landslagsarkitekt og fulltrúar Vöku.

    Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram.

  • 13. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - iðn­að­ur og önn­ur land­frek starf­semi201802319

    Á 463.fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á málinu." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg."

    Um­ræð­ur um mál­ið, lagt fram.

Fundargerðir til kynningar

  • 14. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 28201808026F

    Sam­þykkt.

    • 14.1. Spilda úr landi Mið­dals 1 lnr. 125337 - ósk um gerð deili­skipu­lags. 2017081458

      Til­laga að deili­skipu­lagi var aug­lýst frá frá 4. júlí 2018 til og með 18. ág­úst 2018. Eng­in at­huga­semd barst.

    • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 340201808031F

      Sam­þykkt.

      • 15.1. Inn­sent er­indi v/ Gróð­ur­hús 2018084486

        Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir kt. 280972-4449, Ak­ur­holt 17 Mos­fells­bæ, sæk­ir um leyfi til að byggja úr gleri og timbri gróð­ur­hús á lóð­inni Ak­ur­holt nr.17, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 15.2. Leir­vogstunga 35, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2018084149

        Ósk­ar Jó­hann Sig­urðs­son kt. 070662-7369, Litlikriki 57 Mos­fells­bæ, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um með auka íbúð á lóð­inni Leir­vogstunga nr. 35, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Efri hæð íbúð 167,9 m², bíl­geymsla 40,5 m², neðri hæð auka íbúð 58,4 m², 900,9 m³.

      • 15.3. Vefara­stræti 15/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201603299

        Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um breyt­ingu á hönn­un bruna­varna í áður sam­þykktu fjöl­býl­is­hús á lóð­inni nr. 15-19 við Vefara­stræti í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00