31. ágúst 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarás 1 - skipting lóðar201806102
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu." Borist hefur erindi frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl. þar sem óskað er eftir rökstuðningi nefndar á synjuninni.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að rökstyðja synjun erindis í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.
2. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a201609159
Á 464. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd þakkar eigendum Aðaltúns 6 og 8 fyrir ábendingar varðandi grenndarkynningu parhúss á lóðinni að Aðaltúni 2a. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdirnar og telur þær eiga við rök að styðjast hvað varðar útlit, skipulag hverfisins og ásýnd götunnar. Skipulagsnefnd hafnar á þeim forsendum byggingarleyfisumsókn viðkomandi parhúss á lóðinni en heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að einbýlishúsi á lóðinni þar sem tekið er tillit til útlits, skipulags og ásýndar götunnar.
3. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag.201710345
Á 462. fundi skipulagsnefndar 22. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 4. júlí til og með 18. ágúst 2018. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið og koma með tillögu að afgreiðslu sem fyrst á fundi nefndarinnar.
4. Einiteigur 1 - umsókn um færslu lóðarmarka2018084564
Borist hefur erindi frá Sigurði Grétari Ágústssyni dags. 24. ágúst 2018 varðandi færslu lóðarmarka að Einiteig 1.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnavart erindinu og vísar því til bæjarráðs.
5. Völuteigur 6, breyting á deiliskipulagi.201803264
Á 458. fundi skipulagsnefndar 10.apríl 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með formanni og varaformanni skipulagsnefndar og fulltrúa Togt ehf." Fundur skipulagsfulltrúa, formanns skipulagsnefndar og fulltrúa Togt ehf. var haldinn sl vor. Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með formanni skipulagsnefndar og fulltrúa Ístex ehf.
6. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Borist hefur erindi Reykjavíkurborg dags. 24. ágúst 2018 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á málinu.
- FylgiskjalAðalskipulagsbreyting í Reykjavík - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík.pdfFylgiskjalAr2030-Álfsnesvík-vinnslustig.pdfFylgiskjalSvæðiskipulagsbreyting á höfuðborgarsvæðinu - Vaxtamörk á Álfsnesi /málsnr. 1712001.pdfFylgiskjalSvæðisskipulag-VaxtarmörkÁlfsnes-vinnslutillaga.pdfFylgiskjalUmhverfisskýrsla-sameiginleg-Álfsnes.pdf
7. Lækjarhlíð 1A, Umsókn um byggingarleyfi201805260
Á 465 fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir áliti lögmanns bæjarins á málinu." Lagt fram álit bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að bygging sú sem hér er sótt um byggingarleyfi fyrir verði byggð án lyftu. Því til rökstuðnings vísar nefndin tíl álit lögmanns bæjarins hér meðfylgjandi. Skipulagsnefnd synjar því erindinu.
8. Innsent erindi v/ Gróðurhús2018084486
Sigríður Dögg Auðunsdóttir kt. 280972-4449, Akurholt 17 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að byggja úr gleri og timbri gróðurhús á lóðinni Akurholt nr.17, í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
9. Leirvogstunga 35, Umsókn um byggingarleyfi2018084149
Óskar Jóhann Sigurðsson kt. 070662-7369, Litlikriki 57 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð á lóðinni Leirvogstunga nr. 35, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Efri hæð íbúð 167,9 m², bílgeymsla 40,5 m², neðri hæð auka íbúð 58,4 m², 900,9 m³.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
10. Fundargerð 84. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins2018084480
Fundargerð 84. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Lagt fram.
11. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir sambærilegri kynningu á málinu og haldin var fyrir fv. skipulagsnefnd 16. febrúar 2018." Á fundinn mættu Mikael Jóhann Traustason og Haukur Einarsson frá Mannviti verkfræðistofu og gerðu grein fyrir fyrirhugaðri efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals."
Umræður um málið, lagt fram.
12. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun á Leirvogstungumelum vegna atvinnusvæðis201711102
Á fundinn mættu Pétur Jónsson landslagsarkitekt og fulltrúar Vöku.
Umræður um málið, lagt fram.
13. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - iðnaður og önnur landfrek starfsemi201802319
Á 463.fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á málinu." Á fundinn mætti Haraldur Sigurðsson frá Reykjavíkurborg."
Umræður um málið, lagt fram.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 28201808026F
Samþykkt.
14.1. Spilda úr landi Miðdals 1 lnr. 125337 - ósk um gerð deiliskipulags. 2017081458
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá frá 4. júlí 2018 til og með 18. ágúst 2018. Engin athugasemd barst.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 340201808031F
Samþykkt.
15.1. Innsent erindi v/ Gróðurhús 2018084486
Sigríður Dögg Auðunsdóttir kt. 280972-4449, Akurholt 17 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að byggja úr gleri og timbri gróðurhús á lóðinni Akurholt nr.17, í samræmi við framlögð gögn.
15.2. Leirvogstunga 35, Umsókn um byggingarleyfi 2018084149
Óskar Jóhann Sigurðsson kt. 070662-7369, Litlikriki 57 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð á lóðinni Leirvogstunga nr. 35, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Efri hæð íbúð 167,9 m², bílgeymsla 40,5 m², neðri hæð auka íbúð 58,4 m², 900,9 m³.15.3. Vefarastræti 15/Umsókn um byggingarleyfi 201603299
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um breytingu á hönnun brunavarna í áður samþykktu fjölbýlishús á lóðinni nr. 15-19 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.