Mál númer 201603286
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Staða á samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar í Mosfellsbæ rædd og ný staða stjórnanda stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar á Eirhömrum kynnt. Máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 324. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. september 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #324
Staða á samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar í Mosfellsbæ rædd og ný staða stjórnanda stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar á Eirhömrum kynnt. Máli frestað frá síðasta fundi.
Lagt fram og rætt.
- 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Staða á samtali um samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar í Mosfellsbæ rædd og nýr stjórnandi stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar á Eirhömrum kynntur fyrir nefndinni.
Afgreiðsla 323. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. ágúst 2022
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #323
Staða á samtali um samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar í Mosfellsbæ rædd og nýr stjórnandi stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar á Eirhömrum kynntur fyrir nefndinni.
Frestað til næsta fundar.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Samþætting félagsþjónustu og heilsugæslu tekin til umræðu.
Afgreiðsla 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
- 18. október 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #26
Samþætting félagsþjónustu og heilsugæslu tekin til umræðu.
Öldungaráð óskar eftir tölum frá heilsugæslunni um það hversu margir eldri borgarar eru í þjónustu heimahjúkrunar hjá þeim frá Mosfellsbæ.
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Félags- og heilbrigðisþjónusta í Mosfellsbæ. Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara. Máli vísað til öldungaráðs til kynningar af bæjarráði Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 9 atkvæðum að vísa tillögu öldungaráðs til umsagnar forstöðumanns fjölskyldusviðs sem leggi hana fram við seinni umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Heimaþjónusta í Mosfellsbæ, samantek um þjónustu.
Afgreiðsla 286. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. október 2019
Öldungaráð Mosfellsbæjar #15
Félags- og heilbrigðisþjónusta í Mosfellsbæ. Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara. Máli vísað til öldungaráðs til kynningar af bæjarráði Mosfellsbæjar.
Öldungaráð Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020:
Stöðugildum við heimaþjónustu aldraða verði fjölgað um tvö og verða þau nýtt til að mæta þörf fyrir aðstoð við persónulega umhirðu og heimilishald annað en heimilisþrif sem og að stuðla að því að rjúfa félagslega einangrun aldraðra þar sem um hana er að ræða. - 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 1416. fundar bæjarráðs samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #286
Heimaþjónusta í Mosfellsbæ, samantek um þjónustu.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að lýsa ánægju með samantekt um félags- og heilbrigðisþjónustu-fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara.
- 10. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1416
Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að kynna þeim aðilum sem að þjónustu við eldri borgara koma meðfylgjandi samantekt og óska eftir því að þeir taki höndum saman um að leita leiða til þess að efla og samþætta betur þá þjónustu sem er til staðar í bæjarfélaginu. Málið verði auk þess sent til kynningar í fjölskyldunefnd og öldungaráði.
- 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 266. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 714. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. mars 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #266
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustu við fólk á eigin heimili lagt fram.
- 15. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1346
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 263. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. desember 2017
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #263
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 5. desember 2012 kynnt og málið rætt.
- 6. júlí 2016
Öldungaráð Mosfellsbæjar #5
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Minnisblað um málefni heimaþjónustu í Mosfellsbæ lögð fram til kynningar. Rædd málefni heimahjúkrunar, heimaþjónustu og framkvæmd hennar í Mosfellsbæ. Mikilvægt er í þessari þjónustu er að framkvæmdin sé í höndum sama aðila svo ekki myndist gap í þjónustu sem bitnar þá eingöngu á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Öldungaráð styður þær tillögur sem fram koma í minnisblaðinu um að funda með heilbrigðisyfirvöldum sem fyrst til að ræða framtíð heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar og leita þannig leiða til þess að færa framkvæmd heimahjúkrunar í Mosfellsbæ í ásættanlegt form og tryggja að þróun þjónustunnar verði íbúum bæjarins til hagsbóta.
- 25. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #672
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar. Máli frestað á 241. og 242. fundi fjölskyldunefndar.
Afgreiðsla 243. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 672. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. maí 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #243
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar. Máli frestað á 241. og 242. fundi fjölskyldunefndar.
Minnisblað framkvæmdastjóra um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ dags. 12. apríl 2016 kynnt.
Fjölskyldunefnd tekur undir tillögu framkvæmdastjóra þess efnis að óskað verði eftir fundi með heilbrigðisyfirvöldum til að ræða framtíð heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar þannig að leitað verði leiða til þess að færa framkvæmd heimahjúkrunar í Mosfellsbæ í ásættanlegt form og tryggja að þróun þjónustunnar verði íbúum bæjarfélagsins til hagsbóta þannig að Mosfellingum hafi sömu möguleika á þjónustu og aðrir á höfuðborgarsvæðinu.
- 27. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #670
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar.
Afgreiðsla 242. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 670. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. apríl 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #242
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar.
Frestað.
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar. Gögn verða lögð fram á fundinum.
Afgreiðsla 241. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. mars 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #241
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar. Gögn verða lögð fram á fundinum.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir framlögðu minnisblaði um heimaþjónustu í Mosfellsbæ. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.