13. maí 2016 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Helga Marta Hauksdóttir (HMH) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir deildarstjóri búsetu og þjónustudeildar sat einnig fundinn.[line][line]Helga Marta Hauksdóttir áheyrnarfulltrúi og Ólafur I. Óskarsson véku af fundi að lokinn umfjöllun um almenn mál.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum)352. mál201603157
Umsögn bæjarráðs Mosfellsbæjar lögð fram.
Umsöng bæjarráðs Mosfellsbæjar um frumvarp til laga um málefni aldraðra um rétt til sambúðar á stofnunum er kynnt.
2. Þjónandi leiðsögn201602070
Þjónandi leiðsöng (e. Gentel thaching) - kynning.
Deildarstjóri búsetu og þjónustudeildar kynnir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og leggur til að samþykkt verði að hugmyndafræðin verði innleidd í starfsemi deildarinnar. Kostnaður við innleiðingu rúmast innan fjárhagsáætlunar fjölskyldusviðs árið 2016.
Fjölskyldunefnd samþykkir að þjónandi leiðsögn verði innleidd í þjónustu deildarinnar.
3. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar. Máli frestað á 241. og 242. fundi fjölskyldunefndar.
Minnisblað framkvæmdastjóra um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ dags. 12. apríl 2016 kynnt.
Fjölskyldunefnd tekur undir tillögu framkvæmdastjóra þess efnis að óskað verði eftir fundi með heilbrigðisyfirvöldum til að ræða framtíð heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar þannig að leitað verði leiða til þess að færa framkvæmd heimahjúkrunar í Mosfellsbæ í ásættanlegt form og tryggja að þróun þjónustunnar verði íbúum bæjarfélagsins til hagsbóta þannig að Mosfellingum hafi sömu möguleika á þjónustu og aðrir á höfuðborgarsvæðinu.
4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016201601613
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016 sendur frá umhverfisnefnd til nefnda bæjarins til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við nefndir bæjarins og framkvæmdastjóra sviða og var staðfestur á 167. fundi umhverfisnefndar þann 31. mars 2016.
Verkefnalisti með tillögum sviða og nefnda sem sett hafa verið fram í Markmiðs- og aðgerðaráætlun Mosfellsbæjar í Staðardagskrá 21 til ársins 2020 lagður fram.
6. Aðalfundur 2016201604214
Upplýsingar og gögn frá ársfundi Fjölsmiðjunnar
Upplýsingar frá aðalfundi Fjölsmiðjunnar 2016. Deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafadeildar sem sat fundinn gerði grein fyrir umfjöllun um málefni Fjölsmiðjunnar sem fram fór þar.
7. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Máli vísað til frekari umfjöllunar sbr. bókun 242. fundar fjölskyldunefndar 15.4.16.
Á 242. fundi fjölskyldunefndar var fjöllun málsins var vísað til frekari umfjöllunar nefndarinnar.
Rætt var um einstaka þætti jafnréttisáætlunar s.s. jafnréttisstarf í skólum og jafnréttisáætlanir stofnana. Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllun málsins.
8. Jafnréttissjóður Íslands-styrkir til verkefna og rannsókna til eflingar jafnréttis kynjanna201605113
Auglýsing á styrk til verkefna og rannsókna á sviðið jafnréttis kynjanna.
Kynnt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 12. maí 2016.
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllun málsins.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um styrk til Jafnréttissjóðs Íslands vegna viðhorfskönnunar eldri borgara vegna verkefnisins Samþætting jafnréttissjónarmiða í félagsstarfi aldraðra.
- Fylgiskjaljafnretti.is - Jafnréttissjóður Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki.pdfFylgiskjalMinnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.pdfFylgiskjalSamþætting jafnréttissjónarmiða í félagsstarfi aldraðra 2001.pdfFylgiskjalÞingsályktun um jafnréttissjóð.pdfFylgiskjalÞróun til jafnréttis-samþætting jafnréttissjónarmiða.pdf
9. Ferðaþjónusta- Strætó201412164
Ferðaþjónustua fatlaðs fólks- endurskoðun á sameiginlegum reglum. Málið sett á dagskrá fundarins að höfðu samráði við formann.
Fjölskyldunefnd samþykkir framlögð drög að breytingu á sameiginlegum reglum fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins. Frekari umfjöllun um málið var festað á 242. fundi fjölskyldunefndar.
Í könnuninni kemur fram að þó að Mosfellsbær sé yfir meðaltali sveitarfélaga þegar þjónusta við fatlað fólk og eldri borgara er annars vegar er þar að finna sóknarfæri.
Fjölskyldusvið hefur í því sambandi ákveðið að gera þjónustukannanir meðal þeirra sem þjónustunnar njóta. Framkvæmd var könnun á gæðum þjónustu stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna í Mosfellsbæ og voru niðustöður kynntar í mars 2016 (241.fundur fjölskyldunefndar). Niðurstöður sýndu almenna ánægja með þjónustuna og samskipti við starfsmenn sviðsins.
Í undirbúningi er framkvæmd könnunar meðal eldri borgara og er niðurstöðu hennar að vænta í haust.
Þá má geta þess að framkvæmd hefur verið könnun meðal styrkþega fjárhagsaðstoðar og eru svör að berast þessa dagana og verða niðurstöður kynntar fljótlega.
Fundargerðir til kynningar
10. Trúnaðarmálafundur - 1012201605011F
Fundargerð 1012. trúnaðarmálafundar afgreidd á 243. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
11. Trúnaðarmálafundur - 1011201605008F
Lagt fram.
12. Trúnaðarmálafundur - 1010201604030F
Lagt fram.
13. Trúnaðarmálafundur - 1009201604029F
Lagt fram.
14. Trúnaðarmálafundur - 1008201604023F
Lagt fram.
15. Trúnaðarmálafundur - 1007201604018F
Lagt fram.