16. ágúst 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
- Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun fjölskyldunefndar haust 2022202208288
Drög að starfsáætlun haustsins lögð fyrir til umræðu og samþykktar.
Starfsáætlun haustsins 2022 lögð fyrir til umræðu og samþykktar. Samþykkt með fimm atkvæðum.
2. Breyting á samþykkt fjölskyldunefndar202208290
Samþykkt fjölskyldunefndar með tillögum að breytingum lögð fyrir til umræðu.
Drög að breytingum á samþykkt fjölskyldunefndar lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Fjölskyldunefnd leggur til að drögin verði lögð fram samhliða breytingum á öðrum samþykktum Mosfellsbæjar.3. Lykiltölur fjölskyldusviðs202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs janúar - júní 2022 lagðar fram til kynningar.
Lykiltölur lagðar fram til kynningar og umræðu.
4. Hugur og Heilsa, lýðheilsuverkefni fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.202207290
Staða á verkefninu Heilsa og hugur lögð fyrir fjölskyldunefnd til kynningar og umræðu.
Staðan á verkefninu Heilsa og hugur kynnt og rædd.
5. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Staða á samtali um samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar í Mosfellsbæ rædd og nýr stjórnandi stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar á Eirhömrum kynntur fyrir nefndinni.
Frestað til næsta fundar.
6. Aðgengisfulltrúi202204156
Staða á aðgengisfulltrúa Mosfellsbæjar rædd ásamt öðrum aðgengismálum í sveitarfélaginu.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarráð að hlutast til um að skipaður verði aðgengisfulltrúi til að vinna að úrbótum í aðgengismálum í Mosfellsbæ í samræmi við stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021.
Fundargerð
7. Trúnaðarmálafundur 2022-2026 - 1569202208009F