15. apríl 2016 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Þorbjörg I. Jónsdóttir fék af fundi kl. 07:45 að lokinni umfjöllun um mál nr.201603199 hún mætti aftur til fundar kl.08:15 við umfjöllun máls nr.201208024. Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllunar um mál nr. 2014081479-Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017. Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar sat fundinn við umfjöllunar um mál nr. 201208024-Heilsueflandi samfélag.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkumsókn 2016201603407
Umsókn um rekstrarstyrk vegna ársins 2016.
Þar sem úthlutun styrkja á fjölskyldusviði árið 2016 er lokið er ekki unnt að verða við beiðni um styrk vegna þessa árs.
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ í október ár hvert. Umsóknir fyrir styrkveitingarárið skulu berast þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 1. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30.nóvember það ár.
Úthlutun styrkja árið 2017 sem fram fer fyrir lok marsmánaðar 2017.
Eyðublöð vegna styrkumsókna má nálgast í þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is.
2. Nauðungarvistanir201602283
Breytt fyrirkomulag á meðferð beiðna um nauðungarvistinar kynnt.
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23. febrúar 2016 um breytingu á fyrirkomulagi og meðferð beiðna um nauðungarvistanir sbr. breytingar á III. kafla lögræðislaga nr. 71/1997.
Breytingarnar fela í sér að allar beiðnir um nauðungarvistanir fara í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga og geta aðstandendur ekki lengur lagt fram beiðnir eins og heimilt var skv. eldra fyrirkomulagi.
3. Fjölskyldusvið-ársfjórðungsyfirlit 2016201604053
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusviðs 2016, 1. ársfjórðungur
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusviðs 1. ársfjórðung kynnt.
4. Beiðni um umsögn vegna reksturs Reykjadals201603199
Umsögn vegna reksturs í Reykjadal.
Greinargerð dags. 12. apríl 2016 kynnt.
Fjölskyldunefnd mælir með að Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra verði veitt leyfi til reksturs sumarbúða í Reykjadal.
5. Styrktarsjóður EBÍ 2016201602296
Styrktarsjóður EBÍ-drög að umsókn barnaverndar-og ráðgjafardeildar um styrk.
Drög að umsókn fjölskyldusviðs um styrk í styrktarsjóð EBÍ 2016 ásamt minnisblaði deildarstjóra barnaverndar- og ráðgjafadeildar kynnt.
Fjölskyldunefnd mælir með því að sótt verði um styrk í samræmi við framlögð gögn.
6. Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks201512102
Tilnefning fulltrúa í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Í samræmi við ákvæði 3.gr. samþykktar um notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um málefni fatlaðs fólks leggur fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar leggur til við bæjarstjórn skipa Kolbrún G. Þorsteinsdóttur sem fulltrúa fjölskyldunefndar í ráðinu og Þorbjörgu I. Jónsdóttur sem varamann.
7. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016201601613
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2016. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins. Einnig lögð fram til upplýsinga framvinduskýrsla ársins 2015 með skýringum sem óskað var eftir.
Frestað.
8. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Minnisblað um fyrirkomulag þjónustunnar.
Frestað.
9. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Jafnréttisfulltrúi mætir á fundinn og fer yfir stöðu jafnréttisáætlunar og aðgerðaráætlun fyrir árið 2016-2017. Jafnframt verður horft til dagskrár á næsta jafnréttisdegi.
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri fer yfir stöðu jafnréttisáætlunar og aðgerðaráætlun fyrir árið 2016-2017.
Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
10. Heilsueflandi samfélag201208024
Bæjarráð vísaði framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag til umfjöllunar fagnefnda bæjarins.
Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar fer yfir helstu atriði framvinduskýrslu Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ 2015.
Fjölskyldunefnd lýsir ánægju sinni með skýrsluna og þau mikilvægu verkefni sem unnið er að undir merkjum Mosfellsbæjar sem Heilsueflandi samfélags.
11. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Bæjarstjórn vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2015 til umfjöllunar í nefndum bæjarins.
Frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
12. Trúnaðarmálafundur - 1006201604014F
Fundargerð 1006. trúnaðarmálafundar afgreidd á 242. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerðir til kynningar
13. Trúnaðarmálafundur - 1005201604009F
Fundargerð lögð fram.
14. Trúnaðarmálafundur - 1004201604010F
Lagt fram.
15. Trúnaðarmálafundur - 1003201604002F
Lagt fram.
16. Trúnaðarmálafundur - 1002201603029F
Lagt fram.
17. Trúnaðarmálafundur - 1001201603020F
Lagt fram.
18. Trúnaðarmálafundur - 1000201603018F
Lagt fram.