12. desember 2017 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Hjördís Bjartmars Arnardóttir (HBA) 1. varamaður
- Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson vara áheyrnarfulltrúi
- Kristbjörg Hjaltadóttir Gestur
- Vibeke Þorbjörg Þorbjörnsdóttir Gestur
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2018201712026
Drög að starfsáætlun fjölskyldunefndar 2018
Unnið að gerð starfsáætlunar fjölskyldusviðs árið 2018.
2. SSH - sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðra201510261
Breytingar á sameiginlegum reglum fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks og þjónustulýsingu. Tillögurnar voru samþykktar hjá stjórn SSH mánudaginn 4. desember 2016.
Samþykkt stjórnar SSH frá 4. desember 2017 á breytingu á sameiginlegum reglum fyrir ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og á þjónustulýsingu kynnt.
3. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 5. desember 2012 kynnt og málið rætt.
4. Málefni aldraðra201703410
Mótun stefnu í þjónustu við aldraða í Mosfellsbæ til næstu ára, umfjöllun um næstu skref.
Rætt um verklag við mótum stefnu í málefnum eldra fólks. Til hliðsjónar verði hafðar tillögur samstarfsnefndar um málefni aldraðra til félags- og húsnæðismálaráðherra um mótun stefnu í þjónustu við aldraða til næstu ára, frá september 2016. Við frekari mótun verkefnisins verði haft samráð við öldungaráð.
Fundargerðir til kynningar
9. Trúnaðarmálafundur - 1159201711032F
Fundargerð til kynningar.
Fundargerð trúnaðarmálafundar lögð fram.
10. Trúnaðarmálafundur - 1160201711038F
Fundargerð trúnaðarmálafundar lögð fram.