Mál númer 202303034
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarhólabraut 30, í samræmi við afgreiðslu á 586. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér að lóð Skarhólabrautar 30, ætluð aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, er hliðrað til vegna gróðurs og aðstæðna í landi. Stærð lóðar er óbreytt og byggingarheimildir þær sömu. Við bætast í skipulag ný framtíðar bílastæði á aðliggjandi landi ætluð útivistar- og göngufólki í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 599. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 3. nóvember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #599
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarhólabraut 30, í samræmi við afgreiðslu á 586. fundi nefndarinnar. Tillagan felur í sér að lóð Skarhólabrautar 30, ætluð aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, er hliðrað til vegna gróðurs og aðstæðna í landi. Stærð lóðar er óbreytt og byggingarheimildir þær sömu. Við bætast í skipulag ný framtíðar bílastæði á aðliggjandi landi ætluð útivistar- og göngufólki í Mosfellsbæ.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til þess að öll nýting og heimildir verða þær sömu, með minniháttar tilfærslum lóðar og bílastæða. Hagaðilar eru sveitarfélagið og Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem standa að breytingunni. Breytingin stuðlar að verndun trjágróðurs ásvæðinu. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið helsta hagsmunaaðila máls auk þess sem fjarlægð í aðra byggð er töluverð. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 07.03.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og hliðrun á fyrirhugaðri lóð Skógræktarfélagsins að Skarhólabraut 30. Hjálögð er tillaga að hliðrun lóðar og gildandi deiliskipulag.
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #586
Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 07.03.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og hliðrun á fyrirhugaðri lóð Skógræktarfélagsins að Skarhólabraut 30. Hjálögð er tillaga að hliðrun lóðar og gildandi deiliskipulag.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls við breytingu deiliskipulags lóðar í samstarfi við málsaðila.
Samþykkt með fimm atkvæðum.