Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202303034

  • 8. nóvember 2023

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #838

    Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Skar­hóla­braut 30, í sam­ræmi við af­greiðslu á 586. fundi nefnd­ar­inn­ar. Til­lag­an fel­ur í sér að lóð Skar­hóla­braut­ar 30, ætluð að­stöðu Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar, er hliðrað til vegna gróð­urs og að­stæðna í landi. Stærð lóð­ar er óbreytt og bygg­ing­ar­heim­ild­ir þær sömu. Við bæt­ast í skipu­lag ný fram­tíð­ar bíla­stæði á aðliggj­andi landi ætluð úti­vist­ar- og göngu­fólki í Mos­fells­bæ.

    Af­greiðsla 599. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 838. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 3. nóvember 2023

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #599

      Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Skar­hóla­braut 30, í sam­ræmi við af­greiðslu á 586. fundi nefnd­ar­inn­ar. Til­lag­an fel­ur í sér að lóð Skar­hóla­braut­ar 30, ætluð að­stöðu Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar, er hliðrað til vegna gróð­urs og að­stæðna í landi. Stærð lóð­ar er óbreytt og bygg­ing­ar­heim­ild­ir þær sömu. Við bæt­ast í skipu­lag ný fram­tíð­ar bíla­stæði á aðliggj­andi landi ætluð úti­vist­ar- og göngu­fólki í Mos­fells­bæ.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una þó óveru­lega með til­liti til þess að öll nýt­ing og heim­ild­ir verða þær sömu, með minni­hátt­ar til­færsl­um lóð­ar og bíla­stæða. Hag­að­il­ar eru sveit­ar­fé­lag­ið og Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar sem standa að breyt­ing­unni. Breyt­ing­in stuðl­ar að vernd­un trjá­gróð­urs ásvæð­inu. Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins sveit­ar­fé­lag­ið helsta hags­muna­að­ila máls auk þess sem fjar­lægð í aðra byggð er tölu­verð. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu sömu máls­grein­ar. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

    • 15. mars 2023

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #823

      Borist hef­ur er­indi frá Birni Trausta­syni, f.h. Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar, dags. 07.03.2023, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu og hliðr­un á fyr­ir­hug­aðri lóð Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins að Skar­hóla­braut 30. Hjá­lögð er til­laga að hliðr­un lóð­ar og gild­andi deili­skipu­lag.

      Af­greiðsla 586. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 823. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

      • 10. mars 2023

        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #586

        Borist hef­ur er­indi frá Birni Trausta­syni, f.h. Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar, dags. 07.03.2023, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu og hliðr­un á fyr­ir­hug­aðri lóð Skóg­rækt­ar­fé­lags­ins að Skar­hóla­braut 30. Hjá­lögð er til­laga að hliðr­un lóð­ar og gild­andi deili­skipu­lag.

        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls við breyt­ingu deili­skipu­lags lóð­ar í sam­starfi við máls­að­ila.
        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.