Mál númer 202211462
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Meðlimir notendaráðs fara yfir fyrirkomulag funda í notendaráði m.t.t. starfsáætlunar 2023. Einnig verður rætt um þær upplýsingar sem fram koma á heimasíðu um ráðið og hvort tækifæri sé til að efla upplýsingar um ráðið.
Afgreiðsla 17. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 823. fundi bæjarstjórnar.
- 1. mars 2023
Notendaráð fatlaðs fólks #17
Meðlimir notendaráðs fara yfir fyrirkomulag funda í notendaráði m.t.t. starfsáætlunar 2023. Einnig verður rætt um þær upplýsingar sem fram koma á heimasíðu um ráðið og hvort tækifæri sé til að efla upplýsingar um ráðið.
Ráðið fjallaði um Stefnu í málefnum fatlaðs fólks hjá Mosfellsbæ og ræddi megin þjónustuþætti stefnunnar. Ráðið leggur til að þær aðgerðir sem þar er að finna verði greindar niður varðandi tímamörk á að ná þeim markmiðum sem þar eru og að aðgerðirnar verði greindar eftir forgangsröðun og stöðu.
Ráðið leggur til að hver fundur notendaráðs fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi verði gerður opinn að hluta fyrir fólk í sveitarfélögunum sem vill koma og ræða málefni við ráðið sem varða mál fatlaðs fólks (ekki einstaklingsmál). T.d. gæti verið um að ræða 15 mínútur á hverjum fundi, e.t.v. við upphaf fundar. Hægt væri þá að fara í næsta dagskrárlið skyldi enginn mæta til að nýta vettvanginn. Með þessu yrði notendaráðið aðgengilegra öllum þeim sem vilja láta sig málaflokk fatlaðs fólks varða og gæti veitt ráðinu víðari sýn á mál sveitarfélaganna um þjónustu við fatlað fólk.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Farið yfir þá þjónustu sem Mosfellsbær veitir til fatlaðs fólks.
Afgreiðsla 16. fundar notendaráðs lögð fram til kynningar á 819. fundi bæjarstjórnar.
- 7. desember 2022
Notendaráð fatlaðs fólks #16
Farið yfir þá þjónustu sem Mosfellsbær veitir til fatlaðs fólks.
Starfsmaður ráðsins kynnti fyrir ráðsmeðlimum þá þjónustu sem veitt er af velferðarsviði Mosfellsbæjar er varðar málefni fatlaðs fólks.